Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er átt við með orðinu endemi?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað er endemi og eru þarna einhver tengsl (eða jafnvel ruglingur) við ein(s)dæmi?

Orðið endemi hefur fleiri en eina merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:153) eru merkingarnar ‘e-ð dæmalaust eða fáránlegt; for, saurindi’ en fyrsta merkingin er sú sem þekkist nú. Í Íslenskri orðabók (2002:280) er hún til dæmis sú eina sem nefnd er. Orðið er ekki mikið notað en heyrist þó í nokkrum samböndunum eins og heyr (á) endemi ‘hvílík fásinna’, sem þekkist frá því á 17. öld, og frægur að endemum ‘frægur á neikvæðan hátt’.

Orðasambandið frægur að endemum er stundum notað um þann sem er ‘frægur á neikvæðan hátt’. Á myndinni sjást þýskir lögreglumenn ásamt raðmorðingjanum Fritz Haarmann sem var frægur að endemum.

Endemi er samandregið úr < eindæmi, eiginlega ‘sem engin önnur dæmi eru um’, samanber lýsingarorðið eindæma ‘sem ekki er til annar eins, einstæður, dæmalaus’. Ásgeir Blöndal bendir á til samanburðar orðin dúdemi og bidemi. Hvorugt þeirra er í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en forliðirnir bi- og du- þekkjast í latínu um eitthvað tvennt. Sem dæmi mætti nefna biennium ‘tvö ár‘ og ducenti ‘tvö hundruð’. Latnesku dæmin eru fengin úr latnesk-íslenskri orðabók Jóns Árnasonar biskups (bls. 10 og 30).

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.11.2020

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við með orðinu endemi?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2020. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80191.

Guðrún Kvaran. (2020, 10. nóvember). Hvað er átt við með orðinu endemi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80191

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við með orðinu endemi?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2020. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80191>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með orðinu endemi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað er endemi og eru þarna einhver tengsl (eða jafnvel ruglingur) við ein(s)dæmi?

Orðið endemi hefur fleiri en eina merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:153) eru merkingarnar ‘e-ð dæmalaust eða fáránlegt; for, saurindi’ en fyrsta merkingin er sú sem þekkist nú. Í Íslenskri orðabók (2002:280) er hún til dæmis sú eina sem nefnd er. Orðið er ekki mikið notað en heyrist þó í nokkrum samböndunum eins og heyr (á) endemi ‘hvílík fásinna’, sem þekkist frá því á 17. öld, og frægur að endemum ‘frægur á neikvæðan hátt’.

Orðasambandið frægur að endemum er stundum notað um þann sem er ‘frægur á neikvæðan hátt’. Á myndinni sjást þýskir lögreglumenn ásamt raðmorðingjanum Fritz Haarmann sem var frægur að endemum.

Endemi er samandregið úr < eindæmi, eiginlega ‘sem engin önnur dæmi eru um’, samanber lýsingarorðið eindæma ‘sem ekki er til annar eins, einstæður, dæmalaus’. Ásgeir Blöndal bendir á til samanburðar orðin dúdemi og bidemi. Hvorugt þeirra er í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en forliðirnir bi- og du- þekkjast í latínu um eitthvað tvennt. Sem dæmi mætti nefna biennium ‘tvö ár‘ og ducenti ‘tvö hundruð’. Latnesku dæmin eru fengin úr latnesk-íslenskri orðabók Jóns Árnasonar biskups (bls. 10 og 30).

Heimildir:

Mynd:...