Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins krakki?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 18. öld og orðið finnst einnig í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) sem hann safnaði til á árunum 1734 og fram að því er hann lést 1779. Eldra dæmi er þó í orðabók Guðmundar Andréssonar sem út kom fyrst 1683 en var endurútgefin 1999:

Krackilld / Offuciæ, kracke, kroge / Foetulus, tener puellus vel pullus (bls. 101)

Latneska orðið offuciæ merkir ‘prettir, svik, tál, sjónvillingar’ en foetus með smækkunarendingu merkir ‘fóstur, ávöxtur’, tener ‘ungur’, puellus ‘dálítið drengkorn, lítið barn, smábarn’, vel ‘eða’ og pullus ‘ungi’ samkvæmt orðabók Jóns Árnasonar biskups frá 1738, bls. 260.

Orðið krakki er eflaust skylt nafnorðinu kraka (kvk) ‘dreki, stjóri, goggur, krókstjaki’ og krakur ‘hár og grennlulegur maður’. Langa -k-ið er þá líklega eins konar áherslutákn.

Orðið krakkildi merkir ‘rifrildi, deila, sundrung’, einnig ‘krappur sjór’ og ‘refsing’, og á varla heima í sömu flettu og krakki, krói. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:500) er í flettunni krakki ‘barnungi, krói, unglingur, ungviði dýra’ vísað í nýnorsku krakk ‘veslingur, skussi’, lágþýsku krakke ‘lélegt útslitið hross; veikburða maður’, dönsku krak, krakk ‘bikkja’ (sem sagt er tökuorð úr lágþýsku). Ásgeir segir orðið krakki eflaust skylt nafnorðinu kraka (kvk) ‘dreki, stjóri, goggur, krókstjaki’ og krakur ‘hár og grennlulegur maður’ og telur að langa -k-ið sé þá líklega eins konar áherslutákn.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Guðmundur Andrésson. 1999. Lexicon Islandicum. Orðabók Guðmundar Andréssonar. Ný útgáfa. Gunnlaugur Ingólfsson og Jakob Benediktsson önnuðust útgáfuna. Orðfræðirit fyrri alda IV. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Jón Árnason. 1994. Nucleus latinitatis ... Ný útgáfa. Guðrún Kvaran og Friðrik Magnússon sáu um útgáfuna. Orðfræðirit fyrri alda III. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.11.2016

Spyrjandi

Eðvald Stefánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins krakki?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2016, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72408.

Guðrún Kvaran. (2016, 16. nóvember). Hver er uppruni orðsins krakki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72408

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins krakki?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2016. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72408>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins krakki?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 18. öld og orðið finnst einnig í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) sem hann safnaði til á árunum 1734 og fram að því er hann lést 1779. Eldra dæmi er þó í orðabók Guðmundar Andréssonar sem út kom fyrst 1683 en var endurútgefin 1999:

Krackilld / Offuciæ, kracke, kroge / Foetulus, tener puellus vel pullus (bls. 101)

Latneska orðið offuciæ merkir ‘prettir, svik, tál, sjónvillingar’ en foetus með smækkunarendingu merkir ‘fóstur, ávöxtur’, tener ‘ungur’, puellus ‘dálítið drengkorn, lítið barn, smábarn’, vel ‘eða’ og pullus ‘ungi’ samkvæmt orðabók Jóns Árnasonar biskups frá 1738, bls. 260.

Orðið krakki er eflaust skylt nafnorðinu kraka (kvk) ‘dreki, stjóri, goggur, krókstjaki’ og krakur ‘hár og grennlulegur maður’. Langa -k-ið er þá líklega eins konar áherslutákn.

Orðið krakkildi merkir ‘rifrildi, deila, sundrung’, einnig ‘krappur sjór’ og ‘refsing’, og á varla heima í sömu flettu og krakki, krói. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:500) er í flettunni krakki ‘barnungi, krói, unglingur, ungviði dýra’ vísað í nýnorsku krakk ‘veslingur, skussi’, lágþýsku krakke ‘lélegt útslitið hross; veikburða maður’, dönsku krak, krakk ‘bikkja’ (sem sagt er tökuorð úr lágþýsku). Ásgeir segir orðið krakki eflaust skylt nafnorðinu kraka (kvk) ‘dreki, stjóri, goggur, krókstjaki’ og krakur ‘hár og grennlulegur maður’ og telur að langa -k-ið sé þá líklega eins konar áherslutákn.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Guðmundur Andrésson. 1999. Lexicon Islandicum. Orðabók Guðmundar Andréssonar. Ný útgáfa. Gunnlaugur Ingólfsson og Jakob Benediktsson önnuðust útgáfuna. Orðfræðirit fyrri alda IV. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Jón Árnason. 1994. Nucleus latinitatis ... Ný útgáfa. Guðrún Kvaran og Friðrik Magnússon sáu um útgáfuna. Orðfræðirit fyrri alda III. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:...