Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað í ósköpunum eru 'prettir' þegar talað er um svik og pretti?

Guðrún Kvaran

Orðið prettur merkir ‘bragð, svikabrella’ og þekkist þegar í elsta íslensku máli. Sögnin að pretta er einnig gömul í málinu í merkingunni ‘svíkja, leika á einhvern’.Sá sem er prettinn eða prettóttur er ‘bragðvís, brellinn’. Prettari virðist ekki mikið notað en þá um þann sem hefur gaman að því að leika á aðra, svíkja í viðskiptum eða beita hrekkjabrögðum.

Öll orðin er auðvelt að nota í setningum. ,,Nemendurnir settu teiknibólu í sæti kennarans. Það var ljótur prettur.“ ,,Á markaðnum reyndu sumir að pretta viðskiptavininn.“ ,,Jón var þekktur fyrir að vera prettinn (prettóttur) og finna upp á alls kyns hrekkjabrögðum.“ ,,Sigurður var alþekktur prettari og vildu fáir eiga viðskipti við hann.“

Orðið er til í öðrum norrænum málum. Í nýnorsku er til sögnin pretta í merkingunni ‘stríða, erta’ og pretta í færeysku merkir ‘kenna öðrum um’. Talið er að norrænu málin hafi tekið orðstofninn að láni úr fornensku. Í fornensku merkti lýsingarorðið prættig ‘kænn, brögðóttur’. Það er í raun sama orð og pretty ‘laglegur, fallegur’ en í enskum mállýskum merkir það einnig ‘djarfur; státinn’.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
"Svik og prettir!" Hvað í ósköpunum eru prettir? Hvaðan er þetta orð komið og hvernig má nota það í setningu eitt og sér? Eru til skyld orð, svo sem "prettari"?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.1.2008

Spyrjandi

Ásgeir Ingvarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað í ósköpunum eru 'prettir' þegar talað er um svik og pretti?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2008. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7020.

Guðrún Kvaran. (2008, 22. janúar). Hvað í ósköpunum eru 'prettir' þegar talað er um svik og pretti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7020

Guðrún Kvaran. „Hvað í ósköpunum eru 'prettir' þegar talað er um svik og pretti?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2008. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7020>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað í ósköpunum eru 'prettir' þegar talað er um svik og pretti?
Orðið prettur merkir ‘bragð, svikabrella’ og þekkist þegar í elsta íslensku máli. Sögnin að pretta er einnig gömul í málinu í merkingunni ‘svíkja, leika á einhvern’.Sá sem er prettinn eða prettóttur er ‘bragðvís, brellinn’. Prettari virðist ekki mikið notað en þá um þann sem hefur gaman að því að leika á aðra, svíkja í viðskiptum eða beita hrekkjabrögðum.

Öll orðin er auðvelt að nota í setningum. ,,Nemendurnir settu teiknibólu í sæti kennarans. Það var ljótur prettur.“ ,,Á markaðnum reyndu sumir að pretta viðskiptavininn.“ ,,Jón var þekktur fyrir að vera prettinn (prettóttur) og finna upp á alls kyns hrekkjabrögðum.“ ,,Sigurður var alþekktur prettari og vildu fáir eiga viðskipti við hann.“

Orðið er til í öðrum norrænum málum. Í nýnorsku er til sögnin pretta í merkingunni ‘stríða, erta’ og pretta í færeysku merkir ‘kenna öðrum um’. Talið er að norrænu málin hafi tekið orðstofninn að láni úr fornensku. Í fornensku merkti lýsingarorðið prættig ‘kænn, brögðóttur’. Það er í raun sama orð og pretty ‘laglegur, fallegur’ en í enskum mállýskum merkir það einnig ‘djarfur; státinn’.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
"Svik og prettir!" Hvað í ósköpunum eru prettir? Hvaðan er þetta orð komið og hvernig má nota það í setningu eitt og sér? Eru til skyld orð, svo sem "prettari"?
...