Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða barði er í orðinu hjólbarði?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið barði hefur fleiri en eina merkingu samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 I:90). Það merkir í fyrsta lagi ‘skip með járnbarði; skjöldur’, í öðru lagi ‘beinhákarl, barðfiskur’, í þriðja lagi ‘illeppur með garðaprjóni og mislitum röndum’ og í fjórða lagi ‘slitgúm á hjóli farartækis’. Það er síðasta merkingin sem hér skiptir máli.

Í Íslenskri orðsifjabók (1989:41) vísar Ásgeir Blöndal Magnússon í nafnorðið barð ‘brún, brysti eða bakki í landslagi; stafn eða miðhluti stefnis á skipi; skorpa, t.d. á pottbrauði’. Hann telur upprunalegu mynd orðsins barð ekki fullljósa. Hann nefnir ekki orðið barði í hjólbarði þótt elsta dæmi um það í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans sé frá miðri 20. öld. Á timarit.is er elsta dæmi í Lesbók Morgunblaðsins frá 1926.

Ein merking orðsins barði er ‘slitgúm á hjóli farartækis’.

Fyrstu hjólbarðarnir voru ræmur af leðri sem settar voru á viðarhjól á vögnum. Síðar var farið að nota járn í stað leðurs. Skip með járnbarði voru með járnvarin borð og hugsanlega eru þar komin tengslin við hjólbarðann.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.6.2024

Síðast uppfært

7.7.2024

Spyrjandi

Karel

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða barði er í orðinu hjólbarði?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2024, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86246.

Guðrún Kvaran. (2024, 12. júní). Hvaða barði er í orðinu hjólbarði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86246

Guðrún Kvaran. „Hvaða barði er í orðinu hjólbarði?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2024. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86246>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða barði er í orðinu hjólbarði?
Orðið barði hefur fleiri en eina merkingu samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 I:90). Það merkir í fyrsta lagi ‘skip með járnbarði; skjöldur’, í öðru lagi ‘beinhákarl, barðfiskur’, í þriðja lagi ‘illeppur með garðaprjóni og mislitum röndum’ og í fjórða lagi ‘slitgúm á hjóli farartækis’. Það er síðasta merkingin sem hér skiptir máli.

Í Íslenskri orðsifjabók (1989:41) vísar Ásgeir Blöndal Magnússon í nafnorðið barð ‘brún, brysti eða bakki í landslagi; stafn eða miðhluti stefnis á skipi; skorpa, t.d. á pottbrauði’. Hann telur upprunalegu mynd orðsins barð ekki fullljósa. Hann nefnir ekki orðið barði í hjólbarði þótt elsta dæmi um það í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans sé frá miðri 20. öld. Á timarit.is er elsta dæmi í Lesbók Morgunblaðsins frá 1926.

Ein merking orðsins barði er ‘slitgúm á hjóli farartækis’.

Fyrstu hjólbarðarnir voru ræmur af leðri sem settar voru á viðarhjól á vögnum. Síðar var farið að nota járn í stað leðurs. Skip með járnbarði voru með járnvarin borð og hugsanlega eru þar komin tengslin við hjólbarðann.

Heimildir og mynd:

...