Sólin Sólin Rís 10:42 • sest 16:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 12:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:56 • Síðdegis: 20:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:15 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig er hægt "að verða fyrir barðinu á einhverjum" og hvaðan kemur það orðatiltæki?

Guðrún Kvaran

Orðatiltækið að ‘verða fyrir barðinu á einhverjum’ virðist ekki gamalt í málinu ef marka má söfn Orðabókar Háskólans. Elstu dæmi eru frá fyrri hluta 20. aldar og er merkingin ‘verða fyrir reiði einhvers, fá að kenna á kröftum einhvers’.

Orðið barð hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra, sem þekktist þegar í fornu máli, er ‘stafn eða miðhluti stefnis á skipi’ og á hún við hér. Líklegast er að upphaflega hafi verið átt við árekstur skipa, ef til vill í hernaði. Það má til dæmis sjá á þessari lýsingu í 58. kafla Egils sögu:
Og er Egill sá skipið þá kenndi hann þegar. Hann stýrði sem beinast á þá og er skipin renndust að þá kom barð skútunnar á kinnung karfans (karfi merkir hér ‘stór róðrarbátur’) (1985:452).
Síðar hefur orðasambandið að verða fyrir barðinu á einhverjum fengið almennari og yfirfærða merkingu.

Heimild:
  • Íslendinga sögur. 1985. Svart á Hvítu, Reykjavík.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.7.2009

Spyrjandi

Erna Evudóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt "að verða fyrir barðinu á einhverjum" og hvaðan kemur það orðatiltæki?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2009. Sótt 20. janúar 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=9758.

Guðrún Kvaran. (2009, 24. júlí). Hvernig er hægt "að verða fyrir barðinu á einhverjum" og hvaðan kemur það orðatiltæki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=9758

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt "að verða fyrir barðinu á einhverjum" og hvaðan kemur það orðatiltæki?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2009. Vefsíða. 20. jan. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=9758>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt "að verða fyrir barðinu á einhverjum" og hvaðan kemur það orðatiltæki?
Orðatiltækið að ‘verða fyrir barðinu á einhverjum’ virðist ekki gamalt í málinu ef marka má söfn Orðabókar Háskólans. Elstu dæmi eru frá fyrri hluta 20. aldar og er merkingin ‘verða fyrir reiði einhvers, fá að kenna á kröftum einhvers’.

Orðið barð hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra, sem þekktist þegar í fornu máli, er ‘stafn eða miðhluti stefnis á skipi’ og á hún við hér. Líklegast er að upphaflega hafi verið átt við árekstur skipa, ef til vill í hernaði. Það má til dæmis sjá á þessari lýsingu í 58. kafla Egils sögu:
Og er Egill sá skipið þá kenndi hann þegar. Hann stýrði sem beinast á þá og er skipin renndust að þá kom barð skútunnar á kinnung karfans (karfi merkir hér ‘stór róðrarbátur’) (1985:452).
Síðar hefur orðasambandið að verða fyrir barðinu á einhverjum fengið almennari og yfirfærða merkingu.

Heimild:
  • Íslendinga sögur. 1985. Svart á Hvítu, Reykjavík.
...