Sólin Sólin Rís 03:06 • sest 23:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:20 • Sest 00:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:46 • Síðdegis: 23:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:36 • Síðdegis: 16:47 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:06 • sest 23:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:20 • Sest 00:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:46 • Síðdegis: 23:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:36 • Síðdegis: 16:47 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið niðursetningur og hvað merkir það?

Guðrún Kvaran

Orðið niðursetningur var notað um þá sem hreppsyfirvöld tóku af heimilum sínum og komu fyrir til dvalar hjá öðrum fyrir greiðslu. Bæði var um börn fátækra foreldra að ræða og eldra fólk sem ekki hafði fulla starfsorku. Aðbúnaður þessa fólks var oft slæmur eins og lesa má til dæmis í blaðinu Fjallkonunni frá 1903 (Ritmálssafn Orðabókar Háskólans):

Niðursetningur kvalinn til dauða með misþyrmingum, illum aðbúnaði og viðurværisskorti.

Sögnin niðursetja var notuð þegar á 18. öld meðal annars um að koma þurfamönnum fyrir (Ritmálssafn Orðabókar Háskólans):

hreppstiórar […] nidrsetia [ þ.e.þurfamenn] árlega hiá hverium búanda.

Niðursetningur er einnig til í merkingunni ‘útsæðiskartafla’. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924:577) er notkunin sögð staðbundin við Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Orðið í þessari merkingu er einnig í Íslenskri orðabók Eddu en ekki tekið fram að merkingin sé staðbundin.

Heimildir:
  • Íslensk orðabók. 2002. M–Ö. Þriðja útgáfa. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Sigfús Blöndal. 1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Síðari hluti. M–Ö. Reykjavík.

Mynd:
  • Skógasafn.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.6.2025

Spyrjandi

Bergur Einar

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið niðursetningur og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2025, sótt 1. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87884.

Guðrún Kvaran. (2025, 25. júní). Hvaðan kemur orðið niðursetningur og hvað merkir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87884

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið niðursetningur og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2025. Vefsíða. 1. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87884>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið niðursetningur og hvað merkir það?
Orðið niðursetningur var notað um þá sem hreppsyfirvöld tóku af heimilum sínum og komu fyrir til dvalar hjá öðrum fyrir greiðslu. Bæði var um börn fátækra foreldra að ræða og eldra fólk sem ekki hafði fulla starfsorku. Aðbúnaður þessa fólks var oft slæmur eins og lesa má til dæmis í blaðinu Fjallkonunni frá 1903 (Ritmálssafn Orðabókar Háskólans):

Niðursetningur kvalinn til dauða með misþyrmingum, illum aðbúnaði og viðurværisskorti.

Sögnin niðursetja var notuð þegar á 18. öld meðal annars um að koma þurfamönnum fyrir (Ritmálssafn Orðabókar Háskólans):

hreppstiórar […] nidrsetia [ þ.e.þurfamenn] árlega hiá hverium búanda.

Niðursetningur er einnig til í merkingunni ‘útsæðiskartafla’. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924:577) er notkunin sögð staðbundin við Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Orðið í þessari merkingu er einnig í Íslenskri orðabók Eddu en ekki tekið fram að merkingin sé staðbundin.

Heimildir:
  • Íslensk orðabók. 2002. M–Ö. Þriðja útgáfa. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Sigfús Blöndal. 1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Síðari hluti. M–Ö. Reykjavík.

Mynd:
  • Skógasafn.

...