Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is?

Guðrún Kvaran

Í gögnum Orðabókar Háskólans fundust ekki örugg dæmi um veislubarn. Aftur á móti er í fornu máli til orðið veislumaður og er ein merking þess ‘sá sem er á framfæri annars’ (Fritzner 901).

Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld finnast bæði orðin veislukarl og veislukona. Skýringar eru á latínu og segir Jón að átt sé við gamlan karl eða gamla konu sem þiggur björg frá einhverjum (vir decrepitus, vir vel fæmina, cui gratuito sua exhibitur sustentatio).

Í orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924:922) eru gefin orðin veislukarl og veislumaður og er ein merkingin ómagi, eða ‘Person, som bliver forsörget af en anden’. Sömu merkingu er að finna í Íslenskri orðabók (2002:1717).

Ekki er því fjarri lagi að telja að merking orðsins veislubarn sé hin sama, það er ómagi, barn sem komið er fyrir hjá öðrum til framfærslu. Fyrri liður orðsins er leiddur af sögninni að veita ‘afhenda, láta e-n fá e-ð, láta í té’.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.4.2006

Spyrjandi

Jón Björn Ævarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2006. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5826.

Guðrún Kvaran. (2006, 18. apríl). Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5826

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2006. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5826>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is?
Í gögnum Orðabókar Háskólans fundust ekki örugg dæmi um veislubarn. Aftur á móti er í fornu máli til orðið veislumaður og er ein merking þess ‘sá sem er á framfæri annars’ (Fritzner 901).

Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld finnast bæði orðin veislukarl og veislukona. Skýringar eru á latínu og segir Jón að átt sé við gamlan karl eða gamla konu sem þiggur björg frá einhverjum (vir decrepitus, vir vel fæmina, cui gratuito sua exhibitur sustentatio).

Í orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924:922) eru gefin orðin veislukarl og veislumaður og er ein merkingin ómagi, eða ‘Person, som bliver forsörget af en anden’. Sömu merkingu er að finna í Íslenskri orðabók (2002:1717).

Ekki er því fjarri lagi að telja að merking orðsins veislubarn sé hin sama, það er ómagi, barn sem komið er fyrir hjá öðrum til framfærslu. Fyrri liður orðsins er leiddur af sögninni að veita ‘afhenda, láta e-n fá e-ð, láta í té’....