Eru tekin gjöld af bókum á bókasöfnum handa rithöfundum líkt og stefgjöld til tónlistarmanna og hvaða lög eða reglur gilda um slíka gjaldtöku?Samkvæmt 10. gr. laga nr. 71/1994 um Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er safninu heimilt að taka sérstakt gjald fyrir ákveðna þætti þjónustu sinnar, tölvuleitir, sérfræðilega heimildaþjónustu, fjölföldun hverskonar og úttak tölvugagna. Sérstakt gjald sambærilegt stefgjöldum til tónlistarmanna er ekki tekið fyrir lán eða afnot bóka á almenningsbókasöfnum, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, skólasöfnum eða bókasöfnum í stofnunum sem kostuð eru af ríkissjóði eða sveitarfélögum. Sérstakur Bókasafnssjóður höfunda er hinsvegar starfræktur af hinu opinbera samkvæmt lögum nr. 33/1997. Tekjur sjóðsins eru framlög úr ríkissjóði skv. fjárlögum hvers árs. Styrkjum úr sjóðnum er úthlutað árlega til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og tónskálda í hlutfalli við skráða notkun hugverka þeirra á almenningssöfnum. Eftir andlát höfundar eða þýðanda eiga maki/sambúðaraðili og ófullorðin börn hans rétt til styrks úr sjóðnum sem nemur helmingi þess sem höfundur eða þýðandi hefði sjálfur fengið.
Eru tekin gjöld af bókum á bókasöfnum handa rithöfundum líkt og stefgjöld?
Útgáfudagur
9.3.2006
Spyrjandi
Jón Björnsson
Tilvísun
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Eru tekin gjöld af bókum á bókasöfnum handa rithöfundum líkt og stefgjöld?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2006, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5698.
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. (2006, 9. mars). Eru tekin gjöld af bókum á bókasöfnum handa rithöfundum líkt og stefgjöld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5698
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Eru tekin gjöld af bókum á bókasöfnum handa rithöfundum líkt og stefgjöld?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2006. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5698>.