Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað geta górillur orðið gamlar og hver er meðalaldur þeirra?

Jón Már Halldórsson

Fjölmargir þættir í líffræði górilluapa (Gorilla gorilla) eru lítt kunnir vísindamönnum, þrátt fyrir að þessi apar séu nánir ættingjar manna. Górilluapar eru bæði afar sjaldgæfir, til að mynda fjallagórillur (Gorilla beringei beringei), og lifa á afar ógreiðfærum svæðum í miðhluta Afríku, aðallega í Kongó (áður Zaire).

Austurgórilla (Gorilla beringei).

Elli er lítt þekkt meðal villtra górilluapa en líkt og á við um önnur dýr sem bæði lifa í haldi okkar manna og villt, þá verða hin ófrjálsu dýr sennilega mun eldri. Þau eiga líka enga óvini sem ógna lífi þeirra þegar hæfnin minnkar, bæði sökum aldurs og annarra þátta.

Kvendýr sem fæddist frjálst en dó í dýragarði varð að sögn rúmlega 53 ára en annað kvendýr, sem er talið það elsta, dó sökum krabbameins í maga og náði rúmlega 55 ára aldri. Þetta er það sem næst verður komist um hámarksaldur górilluapa en þó er ekki hægt að útiloka að einstaka villtir apar hafi náð hærri aldri. Það verður þó að teljast ólíklegt.

Meðalaldur villtra górilluapa er nánast óþekktur en sennilega er hann ekki hár þar sem afföll verða meðal ungviða eins og tíðkast meðal villtra dýra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.9.2010

Spyrjandi

Sigrún Laufey Gísladóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta górillur orðið gamlar og hver er meðalaldur þeirra?“ Vísindavefurinn, 21. september 2010. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56996.

Jón Már Halldórsson. (2010, 21. september). Hvað geta górillur orðið gamlar og hver er meðalaldur þeirra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56996

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta górillur orðið gamlar og hver er meðalaldur þeirra?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2010. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56996>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað geta górillur orðið gamlar og hver er meðalaldur þeirra?
Fjölmargir þættir í líffræði górilluapa (Gorilla gorilla) eru lítt kunnir vísindamönnum, þrátt fyrir að þessi apar séu nánir ættingjar manna. Górilluapar eru bæði afar sjaldgæfir, til að mynda fjallagórillur (Gorilla beringei beringei), og lifa á afar ógreiðfærum svæðum í miðhluta Afríku, aðallega í Kongó (áður Zaire).

Austurgórilla (Gorilla beringei).

Elli er lítt þekkt meðal villtra górilluapa en líkt og á við um önnur dýr sem bæði lifa í haldi okkar manna og villt, þá verða hin ófrjálsu dýr sennilega mun eldri. Þau eiga líka enga óvini sem ógna lífi þeirra þegar hæfnin minnkar, bæði sökum aldurs og annarra þátta.

Kvendýr sem fæddist frjálst en dó í dýragarði varð að sögn rúmlega 53 ára en annað kvendýr, sem er talið það elsta, dó sökum krabbameins í maga og náði rúmlega 55 ára aldri. Þetta er það sem næst verður komist um hámarksaldur górilluapa en þó er ekki hægt að útiloka að einstaka villtir apar hafi náð hærri aldri. Það verður þó að teljast ólíklegt.

Meðalaldur villtra górilluapa er nánast óþekktur en sennilega er hann ekki hár þar sem afföll verða meðal ungviða eins og tíðkast meðal villtra dýra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...