Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru einhver finnsk tökuorð eða nöfn í íslensku?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Fá tökuorð munu komin í íslensku úr finnsku. Þekktast er orðið sána ‛gufubað’ úr finnsku sauna í sömu merkingu. Sauna er fjölþjóðlegt tökuorð og er ekki endilega tekið að láni í íslensku beint úr finnsku.

Í orðabók yfir forna málið eftir Jan de Vries (bls. xxxvii) er talið að orðin peita, píka, sóta og ef til vill jalda og refur séu tekin að láni úr finnsku. Peita kemur fyrir í samsetningunni skinnpeita ‛flík úr skinni’ sem de Vries telur komið úr finnsku paita. Píka ‛stúlka’, samanber dönsku pige og nýnorsku pika, telur hann að eigi rætur að rekja til finnsku piika. Sóta kom fyrir í gamalli þulu í merkingunni ‛bardagi’ sem de Vries taldi eiga rætur að rekja til finnsku sota. Langsóttara er að telja orðin jalda ‛hryssa’ og refur úr finnsku.

Finnskt gufubað eða sána.

Ásgeir Blöndal Magnússon gefur ekki upp orðið peita í fyrrgreindri merkingu í orðsifjabók sinni, hann minnist á hugsanlega finnskan uppruna orðsins píka og telur hann vafasaman en orðið sóta segir hann tökuorð úr finnsku. Ásgeir telur hugsanlegt að jalda sé komið úr mordvínsku um finnsku en hafnar því að þangað eigi að sækja uppruna orðsins refur. Þannig er oft með orðsifjaskýringar erfiðra orða að sitt sýnist hverjum og best er þá að taka öllu með gát.

Um eiginnöfn er sama að segja og um samheiti að þau berast oftast hingað um önnur mál, til dæmis Norðurlandamál, ensku eða þýsku. Þannig er til dæmis um nafnið Silja sem á sér tvenns konar uppruna. Það berst hingað til lands úr Norðurlandamálum sem stytting á Cecilia, Cecilie (= Sesselja) en einnig úr finnsku um Norðurlandamál. Skáldsagan Silja eftir nóbelsskáldið Eemil Sillanpää hefur án efa ýtt undir notkun þess.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
  • Jan de Vries. 1962. Altnordisches etymologisches Wörterbuch. Leiden, E.J. Brill.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.2.2011

Spyrjandi

Stefanía Bergljót Stefánsdóttir, f. 1994

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eru einhver finnsk tökuorð eða nöfn í íslensku?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2011, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57080.

Guðrún Kvaran. (2011, 17. febrúar). Eru einhver finnsk tökuorð eða nöfn í íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57080

Guðrún Kvaran. „Eru einhver finnsk tökuorð eða nöfn í íslensku?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2011. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57080>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru einhver finnsk tökuorð eða nöfn í íslensku?
Fá tökuorð munu komin í íslensku úr finnsku. Þekktast er orðið sána ‛gufubað’ úr finnsku sauna í sömu merkingu. Sauna er fjölþjóðlegt tökuorð og er ekki endilega tekið að láni í íslensku beint úr finnsku.

Í orðabók yfir forna málið eftir Jan de Vries (bls. xxxvii) er talið að orðin peita, píka, sóta og ef til vill jalda og refur séu tekin að láni úr finnsku. Peita kemur fyrir í samsetningunni skinnpeita ‛flík úr skinni’ sem de Vries telur komið úr finnsku paita. Píka ‛stúlka’, samanber dönsku pige og nýnorsku pika, telur hann að eigi rætur að rekja til finnsku piika. Sóta kom fyrir í gamalli þulu í merkingunni ‛bardagi’ sem de Vries taldi eiga rætur að rekja til finnsku sota. Langsóttara er að telja orðin jalda ‛hryssa’ og refur úr finnsku.

Finnskt gufubað eða sána.

Ásgeir Blöndal Magnússon gefur ekki upp orðið peita í fyrrgreindri merkingu í orðsifjabók sinni, hann minnist á hugsanlega finnskan uppruna orðsins píka og telur hann vafasaman en orðið sóta segir hann tökuorð úr finnsku. Ásgeir telur hugsanlegt að jalda sé komið úr mordvínsku um finnsku en hafnar því að þangað eigi að sækja uppruna orðsins refur. Þannig er oft með orðsifjaskýringar erfiðra orða að sitt sýnist hverjum og best er þá að taka öllu með gát.

Um eiginnöfn er sama að segja og um samheiti að þau berast oftast hingað um önnur mál, til dæmis Norðurlandamál, ensku eða þýsku. Þannig er til dæmis um nafnið Silja sem á sér tvenns konar uppruna. Það berst hingað til lands úr Norðurlandamálum sem stytting á Cecilia, Cecilie (= Sesselja) en einnig úr finnsku um Norðurlandamál. Skáldsagan Silja eftir nóbelsskáldið Eemil Sillanpää hefur án efa ýtt undir notkun þess.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
  • Jan de Vries. 1962. Altnordisches etymologisches Wörterbuch. Leiden, E.J. Brill.

Mynd:...