Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvaða stjarna skín svona skært á suðausturhimninum?

Emelía Eiríksdóttir

Mjög góðar og aðgengilegar stjörnufræðiupplýsingar á íslensku er að finna á Stjörnufræðivefnum. Undir valmyndinni Stjörnuskoðun er hægt að fara inn á Stjörnuskoðun í kvöld og skoða stjörnukort fyrir viðeigandi mánuð. Þegar þetta svar er skrifað er hægt að skoða stjörnukort fyrir Ísland í september 2010. Stjörnumerkin eru á þeim stað sem stjörnukortið segir til um kringum kl. 22:30 á kvöldin í september.

Reikistjarnan Júpíter.

Á kortinu sést að tvær reikistjörnur eru í suðaustri: Júpíter og Úranus. Það er hins vegar einungis Júpíter sem gefur frá sér þessa miklu birtu og er hann bjartasta fyrirbærið á himninum í september, fyrir utan sólina og tunglið að sjálfsögðu; Júpíter er nefnilega óvenju nálægt jörðinni um þessar mundir. Úranus er rétt fyrir ofan Júpíter en hann sést ekki með berum augum enda minni og í mun meiri fjarlægð.

Öllum er heimilt að hlaða niður af Netinu stjörnufræðiforritinu Stellarium. Allar skipanir og leiðbeiningar í forritinu eru á íslensku. Eftirfarandi kemur fram á netsíðu forritsins:

Stellarium birtir raunsanna mynd af himninum í þrívídd, eins og þú værir að horfa með berum augum, handsjónauka eða stjörnusjónauka.

Með því að beina handsjónauka að Júpíter á að vera hægt að greina Galíleótunglin fjögur, það er fjögur stærstu tungl Júpíters, sem litla punkta í kringum Júpíter. Ef eitthvert tunglanna er á bak við Júpíter þegar við ætlum að skoða þau þá sést það tungl að sjálfsögðu ekki. Afstaða tunglanna og Júpíters breytist að þessu leyti frá degi til dags.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.9.2010

Spyrjandi

3. og 4. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvaða stjarna skín svona skært á suðausturhimninum?“ Vísindavefurinn, 27. september 2010. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57238.

Emelía Eiríksdóttir. (2010, 27. september). Hvaða stjarna skín svona skært á suðausturhimninum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57238

Emelía Eiríksdóttir. „Hvaða stjarna skín svona skært á suðausturhimninum?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2010. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57238>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða stjarna skín svona skært á suðausturhimninum?
Mjög góðar og aðgengilegar stjörnufræðiupplýsingar á íslensku er að finna á Stjörnufræðivefnum. Undir valmyndinni Stjörnuskoðun er hægt að fara inn á Stjörnuskoðun í kvöld og skoða stjörnukort fyrir viðeigandi mánuð. Þegar þetta svar er skrifað er hægt að skoða stjörnukort fyrir Ísland í september 2010. Stjörnumerkin eru á þeim stað sem stjörnukortið segir til um kringum kl. 22:30 á kvöldin í september.

Reikistjarnan Júpíter.

Á kortinu sést að tvær reikistjörnur eru í suðaustri: Júpíter og Úranus. Það er hins vegar einungis Júpíter sem gefur frá sér þessa miklu birtu og er hann bjartasta fyrirbærið á himninum í september, fyrir utan sólina og tunglið að sjálfsögðu; Júpíter er nefnilega óvenju nálægt jörðinni um þessar mundir. Úranus er rétt fyrir ofan Júpíter en hann sést ekki með berum augum enda minni og í mun meiri fjarlægð.

Öllum er heimilt að hlaða niður af Netinu stjörnufræðiforritinu Stellarium. Allar skipanir og leiðbeiningar í forritinu eru á íslensku. Eftirfarandi kemur fram á netsíðu forritsins:

Stellarium birtir raunsanna mynd af himninum í þrívídd, eins og þú værir að horfa með berum augum, handsjónauka eða stjörnusjónauka.

Með því að beina handsjónauka að Júpíter á að vera hægt að greina Galíleótunglin fjögur, það er fjögur stærstu tungl Júpíters, sem litla punkta í kringum Júpíter. Ef eitthvert tunglanna er á bak við Júpíter þegar við ætlum að skoða þau þá sést það tungl að sjálfsögðu ekki. Afstaða tunglanna og Júpíters breytist að þessu leyti frá degi til dags.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...