Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:55 • Sest 20:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:23 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:58 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík

Hvað er vitað um skelkrabba?

Jón Már Halldórsson

Skelkrabbar (Ostracoda) eru meðal tegundaauðugustu núlifandi krabbadýra (Crustacea). Alls hefur rúmlega 8 þúsund skelkrabbategundum verið lýst en það er rúmlega 12% allra núlifandi krabbadýra sem greind hafa verið til tegunda. Helsta einkenni þessa hóps er að flatur skrokkurinn er umvafinn tveimur skeljum líkt og á við um samlokur (Bivalvia). Skeljar skelkrabbans eru annaðhvort gerðar úr kítíni eða kalki.

Skelkrabbar eru ekki stór krabbadýr. Algeng stærð er um 1 mm en til eru tegundir sem eru allt niður í 0,1 mm og upp í 30 mm. Í raun samanstendur skelkrabbinn af fáu öðru en höfðinu þar sem mið- og afturbolurinn eru ákaflega rýrir. Flestir útlimanna eru á höfðinu eða að jafnaði um fimm pör. Rýr búkurinn og afturbolur bera aðeins 1-3 pör.

Skelkrabbar tilheyra bæði dýrasvifi, sem fyrirfinnst í efstu lögum sjávar, og botndýrafánu. Að auki er ein ættkvísl þekkt sem finnst á þurru landi. Hún nefnist Mesocypris og fyrirfinnst í rökum mosa og lifir þar á lífrænum ögnum og smásæjum plöntum svo sem grænþörungum en þeir geta jafnvel lifað ránlífi á smáum dýrum.

Skelkrabbi (Ostracoda).

Ýmsir þættir í æxlunarlíffræði skelkrabba eru um margt sérstakir. Karldýrin hafa tvo getnaðarlimi og kvendýrin oftast eitt kynop (gonophore). Þegar karldýrið kemur að kvendýrinu losar hann sæðisfrumu sem er vafinn vel inn í eistað. Sæðifruman er býsna stór miðað við stærð skelkrabbans eða allt að 6 sinnum lengri en hann. Æxlun fer fram í stórum hópum skelkrabba þar sem geysilegur fjöldi kven- og karldýra er samankominn. Frjóvgun fer fram inni í kvendýrinu. Áður en hin geysilanga sæðisfruma fer á fund eggfrumu kvendýrsins þarf hún að að losna við halann. Frjóvguð egg eru annaðhvort losuð í vatnsmassann og fljóta þar um meðal plöntu- og dýrasvifs eða eru fest við undirlagið.

Meðal skelkrabba þekkjast svokallaðar meyfæðingar, það er þegar ungviði klekjast úr ófrjóvguðum eggjum.

Ýmsir hópar dýra veiða sér skelkrabba, bæði í vatna- og þurrlendisvistkerfum. Dæmi um afræningja eru tegundir af ættinni Cuspidariidae sem tilheyra ættbálki samloka (Bivalvia). Þessar samlokur ná til skelkrabbanna með burstum og því næst skjóta þær rananum í þá og sjúga þá úr skeljunum með kröftugu sogi.

Lífljómun þekkist meðal fáeinna tegunda í suðurhöfum. Þessar tegundir beita lífljómandi líffærum, þar sem ljósið verður til við efnahvörf, annaðhvort til að verjast afræningjum eða við makaleit, þá helst í Karabískahafinu. Í Malasíu nefnast slíkir skelkrabbar blásandar (e. blue sand) þar sem þeir fljóta um í efstu lögum sjávar á grunnsævi og varpa bláu ljósi í næturmyrkrinu.

Heimildir:
  • Brusca, R.C. and Brusca, G.J. 2002. Invertebrates.
  • Barnes, Robert D. 1982. Invertebrate Zoology. Philadelphia, PA: Holt-Saunders International.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.10.2010

Spyrjandi

Reynir Freyr Hauksson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er vitað um skelkrabba?“ Vísindavefurinn, 22. október 2010. Sótt 28. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=57244.

Jón Már Halldórsson. (2010, 22. október). Hvað er vitað um skelkrabba? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57244

Jón Már Halldórsson. „Hvað er vitað um skelkrabba?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2010. Vefsíða. 28. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57244>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um skelkrabba?
Skelkrabbar (Ostracoda) eru meðal tegundaauðugustu núlifandi krabbadýra (Crustacea). Alls hefur rúmlega 8 þúsund skelkrabbategundum verið lýst en það er rúmlega 12% allra núlifandi krabbadýra sem greind hafa verið til tegunda. Helsta einkenni þessa hóps er að flatur skrokkurinn er umvafinn tveimur skeljum líkt og á við um samlokur (Bivalvia). Skeljar skelkrabbans eru annaðhvort gerðar úr kítíni eða kalki.

Skelkrabbar eru ekki stór krabbadýr. Algeng stærð er um 1 mm en til eru tegundir sem eru allt niður í 0,1 mm og upp í 30 mm. Í raun samanstendur skelkrabbinn af fáu öðru en höfðinu þar sem mið- og afturbolurinn eru ákaflega rýrir. Flestir útlimanna eru á höfðinu eða að jafnaði um fimm pör. Rýr búkurinn og afturbolur bera aðeins 1-3 pör.

Skelkrabbar tilheyra bæði dýrasvifi, sem fyrirfinnst í efstu lögum sjávar, og botndýrafánu. Að auki er ein ættkvísl þekkt sem finnst á þurru landi. Hún nefnist Mesocypris og fyrirfinnst í rökum mosa og lifir þar á lífrænum ögnum og smásæjum plöntum svo sem grænþörungum en þeir geta jafnvel lifað ránlífi á smáum dýrum.

Skelkrabbi (Ostracoda).

Ýmsir þættir í æxlunarlíffræði skelkrabba eru um margt sérstakir. Karldýrin hafa tvo getnaðarlimi og kvendýrin oftast eitt kynop (gonophore). Þegar karldýrið kemur að kvendýrinu losar hann sæðisfrumu sem er vafinn vel inn í eistað. Sæðifruman er býsna stór miðað við stærð skelkrabbans eða allt að 6 sinnum lengri en hann. Æxlun fer fram í stórum hópum skelkrabba þar sem geysilegur fjöldi kven- og karldýra er samankominn. Frjóvgun fer fram inni í kvendýrinu. Áður en hin geysilanga sæðisfruma fer á fund eggfrumu kvendýrsins þarf hún að að losna við halann. Frjóvguð egg eru annaðhvort losuð í vatnsmassann og fljóta þar um meðal plöntu- og dýrasvifs eða eru fest við undirlagið.

Meðal skelkrabba þekkjast svokallaðar meyfæðingar, það er þegar ungviði klekjast úr ófrjóvguðum eggjum.

Ýmsir hópar dýra veiða sér skelkrabba, bæði í vatna- og þurrlendisvistkerfum. Dæmi um afræningja eru tegundir af ættinni Cuspidariidae sem tilheyra ættbálki samloka (Bivalvia). Þessar samlokur ná til skelkrabbanna með burstum og því næst skjóta þær rananum í þá og sjúga þá úr skeljunum með kröftugu sogi.

Lífljómun þekkist meðal fáeinna tegunda í suðurhöfum. Þessar tegundir beita lífljómandi líffærum, þar sem ljósið verður til við efnahvörf, annaðhvort til að verjast afræningjum eða við makaleit, þá helst í Karabískahafinu. Í Malasíu nefnast slíkir skelkrabbar blásandar (e. blue sand) þar sem þeir fljóta um í efstu lögum sjávar á grunnsævi og varpa bláu ljósi í næturmyrkrinu.

Heimildir:
  • Brusca, R.C. and Brusca, G.J. 2002. Invertebrates.
  • Barnes, Robert D. 1982. Invertebrate Zoology. Philadelphia, PA: Holt-Saunders International.

Mynd:...