Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Öreindir (e. elementary particles) eru örsmáar einingar sem allt efni í heiminum er sett saman úr. Borðið í kennslustofunni, Esjan, tunglið, sólin, vatnið og þú, allt er þetta búið til úr öreindum. Öreindir eru ódeilanlegar einingar, það er að segja ekki samsettar úr öðrum ögnum.


Vísindamenn rannsaka öreindir í ógnarstórum tækjum sem nefnast öreindahraðlar.

Fram að lokum 19. aldar var atómið eða frumeindin talin vera grunneining efnisins. Gríska orðið atóm merkir ódeilanlegur. Síðan kom í ljós að atóm voru samsett úr kjörnum og rafeindum og seinna uppgötvuðu menn að kjarnarnir eru samsettir úr enn smærri ögnum sem kallast róteindir og nifteindir. Hver róteind og hver nifteind er síðan sett saman úr enn smærri ögnum sem nefnast kvarkar. Nú telja flestir vísindamenn að rafeindir og kvarkar séu sannar öreindir, það er að segja ekki samsettar úr öðrum eindum.

Samkvæmt svonefndu viðteknu líkani öreindafræðinnar (e. the standard model) er hægt að skipta öreindum í tvo flokka: bóseindir og fermíeindir. Fermíeindirnar eru meginuppistaða hins eiginlega efnis en bóseindirnar flytja krafta á milli öreinda. Bóseindirnar eru þess vegna líka kallaðar burðareindir.

Kvarkar og rafeindir eru fermíeindir en ljóseind er dæmi um bóseind. Ljóseind er burðareind rafsegulkraftsins.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

8.10.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru öreindir?“ Vísindavefurinn, 8. október 2010, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57353.

JGÞ. (2010, 8. október). Hvað eru öreindir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57353

JGÞ. „Hvað eru öreindir?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2010. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57353>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru öreindir?
Öreindir (e. elementary particles) eru örsmáar einingar sem allt efni í heiminum er sett saman úr. Borðið í kennslustofunni, Esjan, tunglið, sólin, vatnið og þú, allt er þetta búið til úr öreindum. Öreindir eru ódeilanlegar einingar, það er að segja ekki samsettar úr öðrum ögnum.


Vísindamenn rannsaka öreindir í ógnarstórum tækjum sem nefnast öreindahraðlar.

Fram að lokum 19. aldar var atómið eða frumeindin talin vera grunneining efnisins. Gríska orðið atóm merkir ódeilanlegur. Síðan kom í ljós að atóm voru samsett úr kjörnum og rafeindum og seinna uppgötvuðu menn að kjarnarnir eru samsettir úr enn smærri ögnum sem kallast róteindir og nifteindir. Hver róteind og hver nifteind er síðan sett saman úr enn smærri ögnum sem nefnast kvarkar. Nú telja flestir vísindamenn að rafeindir og kvarkar séu sannar öreindir, það er að segja ekki samsettar úr öðrum eindum.

Samkvæmt svonefndu viðteknu líkani öreindafræðinnar (e. the standard model) er hægt að skipta öreindum í tvo flokka: bóseindir og fermíeindir. Fermíeindirnar eru meginuppistaða hins eiginlega efnis en bóseindirnar flytja krafta á milli öreinda. Bóseindirnar eru þess vegna líka kallaðar burðareindir.

Kvarkar og rafeindir eru fermíeindir en ljóseind er dæmi um bóseind. Ljóseind er burðareind rafsegulkraftsins.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd:...