Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvernig verkar hettan sem getnaðarvörn? Er hún jafnörugg og aðrar getnaðarvarnir?

Doktor.is

Fáar konur nota hettuna þar sem hún hefur alveg fallið í skuggann af getnaðarvarnapillum og lykkjunni. Hettan er samt sem áður virk og skaðlaus getnaðarvörn og á að endast í mörg ár ef vel er farið með hana. Alltaf þarf á þó að gæta þess að nota sæðisdrepandi krem með henni.

Kona sem aðeins sefur hjá stöku sinnum þarf ekki að vera með virka getnaðarvörn allan sólarhringinn – mánuð eftir mánuð. Fyrir slíka konu getur hettan verið hentug lausn ef hún er rétt notuð. Hettan líkist litlum barðalausum hatti. Flestar konur geta notað hettuna án neinna vandkvæða eða óþæginda. Hún er fyrirferðarlítil og því hægt að hafa hana meðferðis í veski eða vasa.

Hvernig á að nota hettuna?

Fyrst af öllu þarf læknir að taka mál af konunni. Það er gert í venjulegri móðurlífsskoðun. Áður en hettan er notuð verður síðan að smyrja hana með sæðisdrepandi kremi sem eykur öryggi hennar sem getnaðarvarnar. Ekki er nóg að nota hettuna án kremsins. Auðvelt er að koma henni fyrir með því að renna henni upp í leggöngin; það má gera nokkrum klukkustundum áður en kynlíf er stundað. Þegar hettan er komin á sinn stað finnur fólk ekki fyrir henni við samfarir. Eftir hverja notkun þarf síðan að þvo hettuna og púðra hana.


Staða hettunnar eftir að henni hefur verið komið fyrir í leggöngum.

Af og til þarf að athuga hettuna og meta hvort hún sé í lagi. Einnig skal endurmeta stærð hennar eftir barnsburð.

Er hettan örugg getnaðarvörn?

Hettan er örugg vörn ef hún er notuð með sæðisdrepandi kremi, henni komið fyrir áður en samfarir hefjast og hún látin vera kyrr í 6-8 klukkustundir að afloknum samförum. Setja þarf meira sæðisdrepandi krem upp í leggöngin ef kynmök standa lengi – en ekki má samt fjarlægja hettuna til þess.

Ef hettan er notuð rétt er hún jafn örugg getnaðarvörn og smápillan og lykkjan. Hettan veitir aftur á móti enga vörn gegn kynsjúkdómum; til þess er betra að nota smokk.


Þetta svar er fengið af vefsetrinu doktor.is og birtist hér, lítillega breytt og stytt, með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess.


Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Útgáfudagur

27.3.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Doktor.is. „Hvernig verkar hettan sem getnaðarvörn? Er hún jafnörugg og aðrar getnaðarvarnir?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2006. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5736.

Doktor.is. (2006, 27. mars). Hvernig verkar hettan sem getnaðarvörn? Er hún jafnörugg og aðrar getnaðarvarnir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5736

Doktor.is. „Hvernig verkar hettan sem getnaðarvörn? Er hún jafnörugg og aðrar getnaðarvarnir?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2006. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5736>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verkar hettan sem getnaðarvörn? Er hún jafnörugg og aðrar getnaðarvarnir?
Fáar konur nota hettuna þar sem hún hefur alveg fallið í skuggann af getnaðarvarnapillum og lykkjunni. Hettan er samt sem áður virk og skaðlaus getnaðarvörn og á að endast í mörg ár ef vel er farið með hana. Alltaf þarf á þó að gæta þess að nota sæðisdrepandi krem með henni.

Kona sem aðeins sefur hjá stöku sinnum þarf ekki að vera með virka getnaðarvörn allan sólarhringinn – mánuð eftir mánuð. Fyrir slíka konu getur hettan verið hentug lausn ef hún er rétt notuð. Hettan líkist litlum barðalausum hatti. Flestar konur geta notað hettuna án neinna vandkvæða eða óþæginda. Hún er fyrirferðarlítil og því hægt að hafa hana meðferðis í veski eða vasa.

Hvernig á að nota hettuna?

Fyrst af öllu þarf læknir að taka mál af konunni. Það er gert í venjulegri móðurlífsskoðun. Áður en hettan er notuð verður síðan að smyrja hana með sæðisdrepandi kremi sem eykur öryggi hennar sem getnaðarvarnar. Ekki er nóg að nota hettuna án kremsins. Auðvelt er að koma henni fyrir með því að renna henni upp í leggöngin; það má gera nokkrum klukkustundum áður en kynlíf er stundað. Þegar hettan er komin á sinn stað finnur fólk ekki fyrir henni við samfarir. Eftir hverja notkun þarf síðan að þvo hettuna og púðra hana.


Staða hettunnar eftir að henni hefur verið komið fyrir í leggöngum.

Af og til þarf að athuga hettuna og meta hvort hún sé í lagi. Einnig skal endurmeta stærð hennar eftir barnsburð.

Er hettan örugg getnaðarvörn?

Hettan er örugg vörn ef hún er notuð með sæðisdrepandi kremi, henni komið fyrir áður en samfarir hefjast og hún látin vera kyrr í 6-8 klukkustundir að afloknum samförum. Setja þarf meira sæðisdrepandi krem upp í leggöngin ef kynmök standa lengi – en ekki má samt fjarlægja hettuna til þess.

Ef hettan er notuð rétt er hún jafn örugg getnaðarvörn og smápillan og lykkjan. Hettan veitir aftur á móti enga vörn gegn kynsjúkdómum; til þess er betra að nota smokk.


Þetta svar er fengið af vefsetrinu doktor.is og birtist hér, lítillega breytt og stytt, með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess.


Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...