Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hefur maður sem dæmdur var í opinberu máli í héraðsdómi rétt á að fá hljóðupptökur af vitnaleiðslum í dómsal?

Helga Hafliðadóttir

Þegar opinbert mál er höfðað gilda um málsmeðferð þess lög um meðferð opinbera mála nr. 19/1991. III kafli laganna fjallar um þinghöld, birtingar og fleira og í 15. gr. er fjallað um hljóðritun í þinghaldi:
1. Hljóðrita má framburð eða taka upp á myndband í stað þess að skrá hann í þingbók ef hentugra þykir. Í þingbók skal þá einungis bóka nafn skýrslugjafa og deili á honum og að skýrsla sé hljóðrituð eða tekin upp á myndband.

2. Skrifa skal upp það sem hljóðritað hefur verið ef máli er skotið til æðra dóms, svo og ef dómari telur sérstakar ástæður til.

3. Hljóðritun skal varðveitt í þrjú ár hið skemmsta frá lokum dómsmáls.

4. Dómara er heimilt að hljóðrita stuttan útdrátt sinn af framburði í stað þess að skrá hann í þingbók og gilda um hann reglur 2. mgr. 14. gr.
Jafnframt kemur fram í 2. mgr. 18. gr.:
Dómsmálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um málaskrár, þingbækur og dómabækur, tölvubúnað og búnað til hljóðritunar og myndbandsupptöku til notkunar í þinghöldum, skjalavörslu dómstóla og afhendingu endurrita úr þingbókum og dómabókum og ákveður gjöld fyrir þau.
Samkvæmt greininni er dómsmálaráðherra heimilt að setja nánari reglur um meðferð sem notuð eru í þinghöldum. Hefur það verið gert í reglugerð nr. 225/1992 um skráningu mála hjá héraðsdómstólum, þingbækur, skjalavörslu og fleira. Í 19. gr. reglugerðarinnar segir að hljóðbönd og myndbönd skulu varðveitt með tryggum hætti í skjalasafni héraðsdómstóls í minnst þrjú ár frá því að máli lauk. 20. gr. er svo ákvæði um afhendingu eftirrita af hljóðböndum:
Um afhendingu frumrita eða ljósrita af skjölum, afhendingu eftirrita af hljóðböndum og myndböndum og aðgang að gögnum í skjalsöfnum héraðsdómstóla fer að öðru leyti eftir ákvæðum 13. og 14. gr. laga um meðferð einkamála.

Um meðferð einkamála gilda lög nr. 91/1991. Afhending hljóðupptaka fer því eftir 13. og 14. gr. laganna. Í tilviki sem þessu á 14. gr. við:
1. Dómara er skylt gegn greiðslu gjalds að láta þeim sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í té staðfest eftirrit af málsskjölum og úr þingbók eða dómabók, svo fljótt sem við verður komið og ekki síðar en innan mánaðar frá því þess er óskað.

2. Áður en endurrit úr þingbókum og dómabókum eru afhent öðrum en aðilum máls skal ef sérstök ástæða er til afmá úr þeim atriði sem eðlilegt er að leynt fari með tilliti til almanna- eða einkahagsmuna.

3. Meðan mál er rekið í héraði, unnt er að skjóta því til æðra dóms eða mál er rekið fyrir æðra dómi er dómara skylt gegn greiðslu gjalds að láta viðkomendum í té eftirgerð af hljóðupptöku eða myndbandsupptöku skv. 3. mgr. 11. gr. eða leyfa þeim að hlýða á slíkar upptökur, svo fljótt sem við verður komið eftir að þess er óskað. Eftir þann tíma má verða við ósk þess efnis ef sérstakar ástæður mæla með því.

4. Dómara er heimilt að krefjast fyrirframgreiðslu áætlaðs gjalds skv. 1. og 2.mgr.

5. Telji dómari óheimilt eða óskylt að verða við ósk um eftirrit eða leyfi til að hlýða á upptöku kveður hann upp úrskurð um það ef þess er krafist.
Í 3. mgr. 14. gr. kemur fram að gegn greiðslu gjalds er dómara heimilt að láta viðkomendum í té hljóðupptöku af skýrslutökum. Er það skylt í sumum tilvikum en heimilt í öðrum. Það er skylt þegar mál er rekið í héraði, unnt er að skjóta því til æðri dóms eða það rekið fyrir æðri dómi. Eigi ekkert að þessum tilvikum við er það heimilt ef sérstakar ástæður mæla með því. Dómari verður því að meta hvort slíkar ástæður séu fyrir hendi að veita skuli aðgang að hljóðupptökum eftir að máli er lokið. Í 5. mgr. kemur svo fram að synji dómari um aðgang að hljóðupptöku er hægt að krefjast þess að hann kveði upp úrskurð þess efnis.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.3.2006

Spyrjandi

Árni Emanúelsson

Tilvísun

Helga Hafliðadóttir. „Hefur maður sem dæmdur var í opinberu máli í héraðsdómi rétt á að fá hljóðupptökur af vitnaleiðslum í dómsal?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5739.

Helga Hafliðadóttir. (2006, 28. mars). Hefur maður sem dæmdur var í opinberu máli í héraðsdómi rétt á að fá hljóðupptökur af vitnaleiðslum í dómsal? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5739

Helga Hafliðadóttir. „Hefur maður sem dæmdur var í opinberu máli í héraðsdómi rétt á að fá hljóðupptökur af vitnaleiðslum í dómsal?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5739>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur maður sem dæmdur var í opinberu máli í héraðsdómi rétt á að fá hljóðupptökur af vitnaleiðslum í dómsal?
Þegar opinbert mál er höfðað gilda um málsmeðferð þess lög um meðferð opinbera mála nr. 19/1991. III kafli laganna fjallar um þinghöld, birtingar og fleira og í 15. gr. er fjallað um hljóðritun í þinghaldi:

1. Hljóðrita má framburð eða taka upp á myndband í stað þess að skrá hann í þingbók ef hentugra þykir. Í þingbók skal þá einungis bóka nafn skýrslugjafa og deili á honum og að skýrsla sé hljóðrituð eða tekin upp á myndband.

2. Skrifa skal upp það sem hljóðritað hefur verið ef máli er skotið til æðra dóms, svo og ef dómari telur sérstakar ástæður til.

3. Hljóðritun skal varðveitt í þrjú ár hið skemmsta frá lokum dómsmáls.

4. Dómara er heimilt að hljóðrita stuttan útdrátt sinn af framburði í stað þess að skrá hann í þingbók og gilda um hann reglur 2. mgr. 14. gr.
Jafnframt kemur fram í 2. mgr. 18. gr.:
Dómsmálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um málaskrár, þingbækur og dómabækur, tölvubúnað og búnað til hljóðritunar og myndbandsupptöku til notkunar í þinghöldum, skjalavörslu dómstóla og afhendingu endurrita úr þingbókum og dómabókum og ákveður gjöld fyrir þau.
Samkvæmt greininni er dómsmálaráðherra heimilt að setja nánari reglur um meðferð sem notuð eru í þinghöldum. Hefur það verið gert í reglugerð nr. 225/1992 um skráningu mála hjá héraðsdómstólum, þingbækur, skjalavörslu og fleira. Í 19. gr. reglugerðarinnar segir að hljóðbönd og myndbönd skulu varðveitt með tryggum hætti í skjalasafni héraðsdómstóls í minnst þrjú ár frá því að máli lauk. 20. gr. er svo ákvæði um afhendingu eftirrita af hljóðböndum:
Um afhendingu frumrita eða ljósrita af skjölum, afhendingu eftirrita af hljóðböndum og myndböndum og aðgang að gögnum í skjalsöfnum héraðsdómstóla fer að öðru leyti eftir ákvæðum 13. og 14. gr. laga um meðferð einkamála.

Um meðferð einkamála gilda lög nr. 91/1991. Afhending hljóðupptaka fer því eftir 13. og 14. gr. laganna. Í tilviki sem þessu á 14. gr. við:
1. Dómara er skylt gegn greiðslu gjalds að láta þeim sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í té staðfest eftirrit af málsskjölum og úr þingbók eða dómabók, svo fljótt sem við verður komið og ekki síðar en innan mánaðar frá því þess er óskað.

2. Áður en endurrit úr þingbókum og dómabókum eru afhent öðrum en aðilum máls skal ef sérstök ástæða er til afmá úr þeim atriði sem eðlilegt er að leynt fari með tilliti til almanna- eða einkahagsmuna.

3. Meðan mál er rekið í héraði, unnt er að skjóta því til æðra dóms eða mál er rekið fyrir æðra dómi er dómara skylt gegn greiðslu gjalds að láta viðkomendum í té eftirgerð af hljóðupptöku eða myndbandsupptöku skv. 3. mgr. 11. gr. eða leyfa þeim að hlýða á slíkar upptökur, svo fljótt sem við verður komið eftir að þess er óskað. Eftir þann tíma má verða við ósk þess efnis ef sérstakar ástæður mæla með því.

4. Dómara er heimilt að krefjast fyrirframgreiðslu áætlaðs gjalds skv. 1. og 2.mgr.

5. Telji dómari óheimilt eða óskylt að verða við ósk um eftirrit eða leyfi til að hlýða á upptöku kveður hann upp úrskurð um það ef þess er krafist.
Í 3. mgr. 14. gr. kemur fram að gegn greiðslu gjalds er dómara heimilt að láta viðkomendum í té hljóðupptöku af skýrslutökum. Er það skylt í sumum tilvikum en heimilt í öðrum. Það er skylt þegar mál er rekið í héraði, unnt er að skjóta því til æðri dóms eða það rekið fyrir æðri dómi. Eigi ekkert að þessum tilvikum við er það heimilt ef sérstakar ástæður mæla með því. Dómari verður því að meta hvort slíkar ástæður séu fyrir hendi að veita skuli aðgang að hljóðupptökum eftir að máli er lokið. Í 5. mgr. kemur svo fram að synji dómari um aðgang að hljóðupptöku er hægt að krefjast þess að hann kveði upp úrskurð þess efnis. ...