Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvernig er hægt að vita hvenær Jesú fæddist?

JGÞ

Hér er einnig að finna svar við spurningu Jóns Estherarsonar:
Er það rétt að Jesús fæddist í mars en ekki desember?

Við vitum í raun ekki alveg hvenær Jesú fæddist. Flestar rannsóknir benda til þess að hann hafi fæðst á tímabilinu 4 f. Kr. til 6. e. Kr. Sumir eru raunar ekki vissir um að hann hafi verið til. Sagnfræðingar telja það þó mjög líklegt miðað við þær heimildir sem þeir hafa.

Ástæðan fyrir því að desembermánuður er tengdur fæðingu Krists er sú að þegar kristni varð ríkistrú hjá Rómverjum yfirtók kirkjan forna helgidaga sem voru í desember. Svonefnd Saturnalia-hátíð var haldin 17.-23. desember að okkar tímatali og þess vegna var hentugt að halda þeirri hefð þótt menn hefðu tekið upp aðra trú.

Hægt er að lesa nánar um Jesú og sagnfræðilegar heimildir í svari Sverris Jakobssonar við spurningunni Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.3.2006

Spyrjandi

Daníel Freyr, f. 1992
Jón Estherarson, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig er hægt að vita hvenær Jesú fæddist?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5747.

JGÞ. (2006, 30. mars). Hvernig er hægt að vita hvenær Jesú fæddist? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5747

JGÞ. „Hvernig er hægt að vita hvenær Jesú fæddist?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5747>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að vita hvenær Jesú fæddist?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Jóns Estherarsonar:

Er það rétt að Jesús fæddist í mars en ekki desember?

Við vitum í raun ekki alveg hvenær Jesú fæddist. Flestar rannsóknir benda til þess að hann hafi fæðst á tímabilinu 4 f. Kr. til 6. e. Kr. Sumir eru raunar ekki vissir um að hann hafi verið til. Sagnfræðingar telja það þó mjög líklegt miðað við þær heimildir sem þeir hafa.

Ástæðan fyrir því að desembermánuður er tengdur fæðingu Krists er sú að þegar kristni varð ríkistrú hjá Rómverjum yfirtók kirkjan forna helgidaga sem voru í desember. Svonefnd Saturnalia-hátíð var haldin 17.-23. desember að okkar tímatali og þess vegna var hentugt að halda þeirri hefð þótt menn hefðu tekið upp aðra trú.

Hægt er að lesa nánar um Jesú og sagnfræðilegar heimildir í svari Sverris Jakobssonar við spurningunni Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til?...