Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?

MBS

Krabbamein eru illkynja æxli sem myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna og þær fara að skipta sér á óeðlilegan hátt. Í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? segir:
Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ekki lengur rétt í samfélagi frumna. Er þá talað um að frumurnar séu illkynja. Þær ryðja sér braut inn í heilbrigðan vef og vaxa inn í blóðæðar og sogæðar. Þannig geta þær dreift sér víðs vegar um líkamann og myndað meinvörp.

Um þetta má einnig lesa nánar í svari við spurningunni Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein?

Einkenni krabbameins eru bæði einstaklingsbundin og misjöfn eftir tegundum krabbameins. Helga Ögmundsdóttir segir í svari sínu við spurningunni Hvernig veit maður hvort maður er með krabbamein?:
Fólk getur fundið hjá sér ákveðin einkenni eða hættumerki sem gætu verið vísbending um tiltekið krabbamein. Þannig geta konur fundið hnút í brjósti, sem vekur grun um brjóstakrabbamein, fólk getur orðið vart við breytingu á hægðum, eða blóð í hægðum, sem getur verið merki um ristilkrabbamein, fæðingarblettur getur farið að stækka og breyta um lögun, sem gæti verið byrjun á sortuæxli í húð, og svo framvegis. Í þessum dæmum er um að ræða grun um tiltekið krabbamein og með læknisrannsókn er hægt að ganga úr skugga um hvort um það er að ræða.

Mikið efni er til á Vísindavefnum um krabbamein sem hægt er að finna með því að setja orðið inn í leitarvélina á forsíðunni eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

30.3.2006

Spyrjandi

Eva Ingibjörg f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

MBS. „Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5752.

MBS. (2006, 30. mars). Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5752

MBS. „Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5752>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?
Krabbamein eru illkynja æxli sem myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna og þær fara að skipta sér á óeðlilegan hátt. Í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? segir:

Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ekki lengur rétt í samfélagi frumna. Er þá talað um að frumurnar séu illkynja. Þær ryðja sér braut inn í heilbrigðan vef og vaxa inn í blóðæðar og sogæðar. Þannig geta þær dreift sér víðs vegar um líkamann og myndað meinvörp.

Um þetta má einnig lesa nánar í svari við spurningunni Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein?

Einkenni krabbameins eru bæði einstaklingsbundin og misjöfn eftir tegundum krabbameins. Helga Ögmundsdóttir segir í svari sínu við spurningunni Hvernig veit maður hvort maður er með krabbamein?:
Fólk getur fundið hjá sér ákveðin einkenni eða hættumerki sem gætu verið vísbending um tiltekið krabbamein. Þannig geta konur fundið hnút í brjósti, sem vekur grun um brjóstakrabbamein, fólk getur orðið vart við breytingu á hægðum, eða blóð í hægðum, sem getur verið merki um ristilkrabbamein, fæðingarblettur getur farið að stækka og breyta um lögun, sem gæti verið byrjun á sortuæxli í húð, og svo framvegis. Í þessum dæmum er um að ræða grun um tiltekið krabbamein og með læknisrannsókn er hægt að ganga úr skugga um hvort um það er að ræða.

Mikið efni er til á Vísindavefnum um krabbamein sem hægt er að finna með því að setja orðið inn í leitarvélina á forsíðunni eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan....