Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þarf alltaf að sækja um leyfi fyrir skemmtunum í heimahúsum samkvæmt lögum?

Helga Hafliðadóttir

Almennt gildir það að ekki þarf ekki að sækja um leyfi fyrir einkasamkvæmi eða skemmtunum í heimahúsum. Réttur manna til að ráða sjálfir hvað þeir aðhafast í sínum heimahúsum er varinn af 71. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þessi réttindi koma einnig fram í 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem var lögfestur hér á landi með lögum nr. 62/1994. 71. gr. stjórnarskrárinnar segir:
Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.

Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.
Í 1. mgr. kemur fram að allir njóti friðhelgi einkalífs en í 3. mgr. segir hins vegar að með lagaheimild, megi takmarka friðhelgi manna með hliðsjón af réttindum annarra, ef brýna nauðsyn beri til. Hér vegast því á tvenns konar hagsmunir sem löggjafinn þarf að meta hverju sinni þegar setja á fólki skorður um einkalíf þess.

Ákvæði um slíka takmörkun er að finna í lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994 í 74. gr. laganna:
Stjórn húsfélags skal semja og leggja fyrir húsfund til samþykktar, sbr. 1. tölul. C-liðar 41. gr., reglur um hagnýtingu sameignar og séreignar að því marki sem lög þessi leyfa.

Skulu reglur þessar, húsreglur, hafa að geyma sem ítarlegust ákvæði um sambýlishætti, umgengni og afnot sameignar og skiptingu afnota ef því er að skipta, allt eftir því sem við á og eðlilegt og haganlegt þykir að reglufesta í viðkomandi húsi.

Í húsreglum fjölbýlishúsa skal m.a. fjalla um neðangreind atriði:

1. Umgengni um sameign og um afnot hennar og hagnýtingu.

2. Bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni og undanþágur frá því banni.

3. Skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss.

4. Hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skuli háttað og hverjar séu skyldur eigenda í því efni.

5. Reglur um hunda- og/eða kattahald sé það leyft, sbr. 13. tölul. A-liðar 41. gr.

6. Reglur um afnot sameiginlegra bílastæða.

7. Reglur um hagnýtingu séreigna að því marki sem unnt er.
Í 3. málsgrein greinarinnar kemur fram um hvaða atriði beri að fjalla í húsreglum fjöleignarhúsa. Í 2. tölulið 3. málsgreinar segir að bannað sé að raska svefnfriði í húsinu frá miðnætti til sjö á morgnana, nema að undantekningar heimili annað. Hafi íbúi í fjölbýlishúsi í hyggju að halda einkasamkvæmi í íbúð sinni sem mun vara lengur en til miðnættis, eða lengur en reglur húsfélagsins hljóða á um, þarf hann þess vegna samþykki nágranna nema sérstakar undanþágur gildi.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.4.2006

Spyrjandi

Viggó Viggósson, f. 1987

Tilvísun

Helga Hafliðadóttir. „Þarf alltaf að sækja um leyfi fyrir skemmtunum í heimahúsum samkvæmt lögum?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5769.

Helga Hafliðadóttir. (2006, 3. apríl). Þarf alltaf að sækja um leyfi fyrir skemmtunum í heimahúsum samkvæmt lögum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5769

Helga Hafliðadóttir. „Þarf alltaf að sækja um leyfi fyrir skemmtunum í heimahúsum samkvæmt lögum?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5769>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þarf alltaf að sækja um leyfi fyrir skemmtunum í heimahúsum samkvæmt lögum?
Almennt gildir það að ekki þarf ekki að sækja um leyfi fyrir einkasamkvæmi eða skemmtunum í heimahúsum. Réttur manna til að ráða sjálfir hvað þeir aðhafast í sínum heimahúsum er varinn af 71. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þessi réttindi koma einnig fram í 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem var lögfestur hér á landi með lögum nr. 62/1994. 71. gr. stjórnarskrárinnar segir:

Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.

Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.
Í 1. mgr. kemur fram að allir njóti friðhelgi einkalífs en í 3. mgr. segir hins vegar að með lagaheimild, megi takmarka friðhelgi manna með hliðsjón af réttindum annarra, ef brýna nauðsyn beri til. Hér vegast því á tvenns konar hagsmunir sem löggjafinn þarf að meta hverju sinni þegar setja á fólki skorður um einkalíf þess.

Ákvæði um slíka takmörkun er að finna í lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994 í 74. gr. laganna:
Stjórn húsfélags skal semja og leggja fyrir húsfund til samþykktar, sbr. 1. tölul. C-liðar 41. gr., reglur um hagnýtingu sameignar og séreignar að því marki sem lög þessi leyfa.

Skulu reglur þessar, húsreglur, hafa að geyma sem ítarlegust ákvæði um sambýlishætti, umgengni og afnot sameignar og skiptingu afnota ef því er að skipta, allt eftir því sem við á og eðlilegt og haganlegt þykir að reglufesta í viðkomandi húsi.

Í húsreglum fjölbýlishúsa skal m.a. fjalla um neðangreind atriði:

1. Umgengni um sameign og um afnot hennar og hagnýtingu.

2. Bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni og undanþágur frá því banni.

3. Skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss.

4. Hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skuli háttað og hverjar séu skyldur eigenda í því efni.

5. Reglur um hunda- og/eða kattahald sé það leyft, sbr. 13. tölul. A-liðar 41. gr.

6. Reglur um afnot sameiginlegra bílastæða.

7. Reglur um hagnýtingu séreigna að því marki sem unnt er.
Í 3. málsgrein greinarinnar kemur fram um hvaða atriði beri að fjalla í húsreglum fjöleignarhúsa. Í 2. tölulið 3. málsgreinar segir að bannað sé að raska svefnfriði í húsinu frá miðnætti til sjö á morgnana, nema að undantekningar heimili annað. Hafi íbúi í fjölbýlishúsi í hyggju að halda einkasamkvæmi í íbúð sinni sem mun vara lengur en til miðnættis, eða lengur en reglur húsfélagsins hljóða á um, þarf hann þess vegna samþykki nágranna nema sérstakar undanþágur gildi....