Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heitir sólkerfið og vetrarbrautin okkar?

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir

Stjörnur (sólstjörnur) eru sjálflýsandi gashnettir í geimnum sem framleiða orku með kjarnasamruna vetnis í helín á einhverju stigi æviskeiðs síns. Reikistjörnur eru hnettir sem snúast í kringum sólstjörnur. Reikistjörnur geta verið mjög bjartar ásýndum þrátt fyrir að þær geisli í raun ekki eigin ljósi heldur endurvarpi ljósi sem fellur á þær.

Sólkerfi samanstendur af sól ásamt fylgihnöttum sem snúast í kringum hana, svo sem reikistjörnum, dvergplánetum, tunglum, halastjörnum og smástirnum. Þetta þetta er skrifað þekkjum við 422 sólkerfi með samtals 504 reikistjörnum í alheiminum.

Sólkerfið okkar heitir einfaldlega Sólkerfið (e. the Solar System). Sólin okkar (e. the Sun) er í því miðju og þar eru einnig átta reikistjörnur og 166 fylgihnettir (tungl) þeirra, fimm dvergreikistjörnur og milljarðar af smærri hnöttum eins og smástirnum, halastjörnum, útstirnum, loftsteinum og rykögnum. Ekki er til formleg skilgreining á því hvar sólkerfið okkar endar og hvar djúpgeimurinn tekur við. Endimörk sólkerfisins ráðast af áhrifamörkum sólvindsins og þar sem þyngdaráhrifa sólarinnar hættir að gæta. Allir hnettir, stórir sem smáir, á sporbaug umhverfis sólina okkar eru hluti af sólkerfinu okkar.

360 gráðu víðmynd af Vetrarbrautinni okkar og öllu norður- og suðurhveli himins. Vetrarbrautin liggur sem slæða yfir himinninn.

Vetrarbrautir (e. galaxies) eru risastór kerfi stjarna og sólkerfa og gass og ryks, sem þyngdarkrafturinn bindur saman. Í hinum sýnilega alheimi eru á að giska 200 milljarðar vetrarbrauta. Vetrarbrautir eru stærstu sýnilegu einingar alheims en lítið annað en gapandi tómið skilur á milli vetrarbrautanna.

Sólin okkar er hluti af vetrarbraut sem inniheldur á bilinu 100 til 400 milljarða sólstjarna. Þessa vetrarbraut köllum við Vetrarbrautina (e. the Milky Way). Vetrarbrautin okkar er næstum galtóm og er fjarlægðin milli stjarna í Vetrarbrautinni að meðaltali um 5 ljósár. Stjörnurnar í Vetrarbrautinni raða sér í skífu þar sem hver og ein ferðast í hring umhverfis miðju vetrarbrautarinnar. Sólin okkar er í um 30.000 ljósára fjarlægð frá miðju Vetrarbrautarinnar en í aðeins 150 milljón km fjarlægð frá jörðinni.

Ef þú ferð út fyrir borgarljósin á stjörnubjartri tunglskinslausri vetrarnóttu kemur þú auga á daufa, slæðu sem gengur þvert yfir himinhvolfið. Þetta er Vetrarbrautin okkar og allar stjörnurnar á himninum tilheyra henni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Hvað eru til mörg sólkerfi?

Höfundar

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.12.2010

Spyrjandi

Hjörvar Elí Petursson f. 2000, Steinunn Brynja Óðinsdóttir f. 1993, Kolfinna Pola Grétarsdóttir f. 1999

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir. „Hvað heitir sólkerfið og vetrarbrautin okkar?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2010, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57691.

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir. (2010, 3. desember). Hvað heitir sólkerfið og vetrarbrautin okkar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57691

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir. „Hvað heitir sólkerfið og vetrarbrautin okkar?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2010. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57691>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir sólkerfið og vetrarbrautin okkar?
Stjörnur (sólstjörnur) eru sjálflýsandi gashnettir í geimnum sem framleiða orku með kjarnasamruna vetnis í helín á einhverju stigi æviskeiðs síns. Reikistjörnur eru hnettir sem snúast í kringum sólstjörnur. Reikistjörnur geta verið mjög bjartar ásýndum þrátt fyrir að þær geisli í raun ekki eigin ljósi heldur endurvarpi ljósi sem fellur á þær.

Sólkerfi samanstendur af sól ásamt fylgihnöttum sem snúast í kringum hana, svo sem reikistjörnum, dvergplánetum, tunglum, halastjörnum og smástirnum. Þetta þetta er skrifað þekkjum við 422 sólkerfi með samtals 504 reikistjörnum í alheiminum.

Sólkerfið okkar heitir einfaldlega Sólkerfið (e. the Solar System). Sólin okkar (e. the Sun) er í því miðju og þar eru einnig átta reikistjörnur og 166 fylgihnettir (tungl) þeirra, fimm dvergreikistjörnur og milljarðar af smærri hnöttum eins og smástirnum, halastjörnum, útstirnum, loftsteinum og rykögnum. Ekki er til formleg skilgreining á því hvar sólkerfið okkar endar og hvar djúpgeimurinn tekur við. Endimörk sólkerfisins ráðast af áhrifamörkum sólvindsins og þar sem þyngdaráhrifa sólarinnar hættir að gæta. Allir hnettir, stórir sem smáir, á sporbaug umhverfis sólina okkar eru hluti af sólkerfinu okkar.

360 gráðu víðmynd af Vetrarbrautinni okkar og öllu norður- og suðurhveli himins. Vetrarbrautin liggur sem slæða yfir himinninn.

Vetrarbrautir (e. galaxies) eru risastór kerfi stjarna og sólkerfa og gass og ryks, sem þyngdarkrafturinn bindur saman. Í hinum sýnilega alheimi eru á að giska 200 milljarðar vetrarbrauta. Vetrarbrautir eru stærstu sýnilegu einingar alheims en lítið annað en gapandi tómið skilur á milli vetrarbrautanna.

Sólin okkar er hluti af vetrarbraut sem inniheldur á bilinu 100 til 400 milljarða sólstjarna. Þessa vetrarbraut köllum við Vetrarbrautina (e. the Milky Way). Vetrarbrautin okkar er næstum galtóm og er fjarlægðin milli stjarna í Vetrarbrautinni að meðaltali um 5 ljósár. Stjörnurnar í Vetrarbrautinni raða sér í skífu þar sem hver og ein ferðast í hring umhverfis miðju vetrarbrautarinnar. Sólin okkar er í um 30.000 ljósára fjarlægð frá miðju Vetrarbrautarinnar en í aðeins 150 milljón km fjarlægð frá jörðinni.

Ef þú ferð út fyrir borgarljósin á stjörnubjartri tunglskinslausri vetrarnóttu kemur þú auga á daufa, slæðu sem gengur þvert yfir himinhvolfið. Þetta er Vetrarbrautin okkar og allar stjörnurnar á himninum tilheyra henni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Hvað eru til mörg sólkerfi?
...