Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hvað getur maður lifað lengi á blautu grasi?

JGÞ

Við skiljum spurninguna svo að hér sé átt við að maðurinn borði blautt gras en einnig væri hægt að skilja hana á þann veg að spyrjandi vilji fá að vita hversu lengi maður geti legið eða staðið á blautu grasi. Það væri væntanlega hægt að lifa ansi lengi þannig, alveg jafn lengi og ef menn stæðu inni í skrifstofu eða skólastofu, að minnsta kosti ef maður fengi einhverja næringu.

Orkan sem við fáum úr jurtum er aðallega í formi sterkju sem er forðasykra plöntunnar. Aðalbyggingarefni og uppistaða í frumuveggjum planta er hins vegar beðmi sem einnig kallast sellulósi. Meltingarensímin okkar ráða ekki við að melta það og við getum þess vegna ekki nýtt okkur sellulósa sem næringu.

Í grasi er nær eingöngu ómeltanlegur sellulósi og þess vegna geta menn ekki lifað á grasi einu saman.

Í grasi er nær eingöngu ómeltanlegur sellulósi og þess vegna gætum við ekki lifað á grasi einu saman. Sterkju í jurtaríkinu er frekar að finna í ávöxtum og rótum planta.

Ef við hefðum eingöngu blautt gras til að nærast á gætum við þess vegna lifað álíka lengi og þeir sem hafa ekkert að nærast á nema vatn. Þannig er að vísu hægt að þrauka nokkuð lengi en að vísu fer það eftir því í hvers konar líkamlegu ástandi menn eru. Við mælum alls ekki með því að menn reyni að lifa á blautu grasi þar sem fljótlega færi að gera vart við sig skortur á ýmsum næringarefnum.

Hægt er að fræðast meira um þetta efni í svari eftir Björn Sigurð Gunnarsson við spurningunni Getum við lifað á hundasúrum, grasi og öðru slíku eins og hestarnir og kýrnar? en þetta svar byggir á því.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

5.4.2006

Spyrjandi

Matthías Jónasson, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Hvað getur maður lifað lengi á blautu grasi?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2006. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5787.

JGÞ. (2006, 5. apríl). Hvað getur maður lifað lengi á blautu grasi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5787

JGÞ. „Hvað getur maður lifað lengi á blautu grasi?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2006. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5787>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur maður lifað lengi á blautu grasi?
Við skiljum spurninguna svo að hér sé átt við að maðurinn borði blautt gras en einnig væri hægt að skilja hana á þann veg að spyrjandi vilji fá að vita hversu lengi maður geti legið eða staðið á blautu grasi. Það væri væntanlega hægt að lifa ansi lengi þannig, alveg jafn lengi og ef menn stæðu inni í skrifstofu eða skólastofu, að minnsta kosti ef maður fengi einhverja næringu.

Orkan sem við fáum úr jurtum er aðallega í formi sterkju sem er forðasykra plöntunnar. Aðalbyggingarefni og uppistaða í frumuveggjum planta er hins vegar beðmi sem einnig kallast sellulósi. Meltingarensímin okkar ráða ekki við að melta það og við getum þess vegna ekki nýtt okkur sellulósa sem næringu.

Í grasi er nær eingöngu ómeltanlegur sellulósi og þess vegna geta menn ekki lifað á grasi einu saman.

Í grasi er nær eingöngu ómeltanlegur sellulósi og þess vegna gætum við ekki lifað á grasi einu saman. Sterkju í jurtaríkinu er frekar að finna í ávöxtum og rótum planta.

Ef við hefðum eingöngu blautt gras til að nærast á gætum við þess vegna lifað álíka lengi og þeir sem hafa ekkert að nærast á nema vatn. Þannig er að vísu hægt að þrauka nokkuð lengi en að vísu fer það eftir því í hvers konar líkamlegu ástandi menn eru. Við mælum alls ekki með því að menn reyni að lifa á blautu grasi þar sem fljótlega færi að gera vart við sig skortur á ýmsum næringarefnum.

Hægt er að fræðast meira um þetta efni í svari eftir Björn Sigurð Gunnarsson við spurningunni Getum við lifað á hundasúrum, grasi og öðru slíku eins og hestarnir og kýrnar? en þetta svar byggir á því.

Mynd:

...