Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan er orðatiltækið "að slá á þráðinn" komið í merkingunni að hringja í einhvern?

Orðatiltækið að slá á þráðinn 'hringja í e-n' er ungt í íslensku máli. Það er fengið að láni úr dönsku slå på tråden í sömu merkingu. Þráður er þarna í merkingunni 'taug, strengur', samanber símaþráður.

Orðatiltækið að slá á þráðinn> merkir að 'hringa í einhvern'.

Hægt er að lesa meira um málfar sem tengist símum á Vísindavefnum meðal annars í svörum við spurningunum:

Mynd:

Útgáfudagur

7.4.2006

Spyrjandi

Jón Gísli Ragnarsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðatiltækið "að slá á þráðinn" komið í merkingunni að hringja í einhvern?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2006. Sótt 25. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5808.

Guðrún Kvaran. (2006, 7. apríl). Hvaðan er orðatiltækið "að slá á þráðinn" komið í merkingunni að hringja í einhvern? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5808

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðatiltækið "að slá á þráðinn" komið í merkingunni að hringja í einhvern?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2006. Vefsíða. 25. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5808>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jónas R. Viðarsson

1971

Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og Nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt sé talið.