Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Notaðist Hómer við stuðlasetningu?

Geir Þ. Þórarinsson

Í stuttu máli er svarið nei, stuðlasetning er ekki sérstakur þáttur í bragarhætti Hómers

Kviður Hómers eru ortar undir sexliðahætti (hexametri), sem er líka stundum nefnt hetjulag á íslensku af því að frægustu kvæði sem ort hafa verið undir þessum hætti eru söguljóð (eða epískur kveðskapur), sem fjalla gjarnan um hetjur, til dæmis Ilíonskviða og Ódysseifskviða Hómers og Eneasarkviða Virgils, sem eru allar til í íslenskri þýðingu.

Í grískum kveðskap skiptir lengd atkvæða máli. Í forngrísku er til föst lengd sérhljóða þannig að sumir sérhljóðar eru langir, til dæmis eta (η) og ómega (ω), en aðrir stuttir, til dæmis epsílon (ε) og ómíkron (ο). Enn aðrir geta verið ýmist langir eða stuttir, til dæmis alfa (α) og upsílon (υ). Nánari reglur kveða svo á um hvenær stuttur sérhljóði telst langur vegna stöðu sinnar.

Gríska skáldið Hómer ásamt Kallíópu sem var gyðja söguljóða. Hluti af rómverskri mósaíkmynd frá 3. öld.

Í sexliðahætti koma fyrir í hverri línu sex bragliðir. Fimm fyrstu liðirnir eru réttir þríliðir (stundum nefndir fingur eða daktylos), þar sem hver þríliður samanstendur af löngu atkvæði og tveimur stuttum. Sjötti og síðasti liðurinn kallast stýfður liður því hann hefur einungis tvö atkvæði, hið fyrra langt og hið síðara ýmist langt eða stutt. Tveimur stuttum atkvæðum í þrílið má svo skipta út fyrir eitt langt atkvæði. Slíkur liður, með tveimur löngum atkvæðum, heitir spondeios. Sjaldnast er fimmti liðurinn spondeios en þegar það gerist er talað um „spondíska“ línu. Venjulega er braghvíld í þriðja lið en einnig geta verið aðrar aukalegar braghvíldir í línu.

Línan lítur þá svona út:

— uu | — uu | — uu | — uu | — uu | — x

Hér táknar merkið — langt atkvæði en merkið u táknar stutt atkvæði og merkið x táknar atkvæði sem ýmist getur verið langt eða stutt. Lóðréttu strikin greina milli bragliða.

Braghvíld er táknuð með tveimur skrástrikum //. Þegar braghvíld kemur á eftir fyrsta atkvæði í braglið er það táknað svona — // uu en þegar braghvíldin kemur á eftir öðru atkvæði liðarins er það táknað svona — u // u.

Í klassískum fræðum kallast greining á bragarhætti með tilhlýðandi merkingu á stuttum og löngum atkvæðum og braghvíld yfirleitt skandering. Ef við skoðum dæmi um skanderaða línu úr fyrstu bók Ilíonskviðu Hómers gæti hún litið svona út:

  —       —|         —u     u| — //u  u|—  u   u| — u     u | —    —

τίς τ’ ἄρ σφωε θεῶν ἔριδι ξυνέηκε μάχεσθαι;

Línuna þýðir Sveinbjörn Egilsson þannig: „Hverr guðanna var það þá, er hleypti þeim saman, til að eigast við í orðadeilu?“ (Hómer, bls. 1)

Þess má geta að í kvæðinu „Ísland farsælda frón“ er önnur hver lína undir sexliðahætti en á móti er önnur hver lína undir fimmliðahætti. Slíkt heitir elegískur háttur en er stundum kallað tregalag á íslensku.

Heimildir:
  • Hómer, Ilíonskviða. Sveinbjörn Egilsson (þýð.) (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1949).

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

18.4.2013

Spyrjandi

Arnar Þór Kristjánsson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Notaðist Hómer við stuðlasetningu?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2013, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58122.

Geir Þ. Þórarinsson. (2013, 18. apríl). Notaðist Hómer við stuðlasetningu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58122

Geir Þ. Þórarinsson. „Notaðist Hómer við stuðlasetningu?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2013. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58122>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Notaðist Hómer við stuðlasetningu?
Í stuttu máli er svarið nei, stuðlasetning er ekki sérstakur þáttur í bragarhætti Hómers

Kviður Hómers eru ortar undir sexliðahætti (hexametri), sem er líka stundum nefnt hetjulag á íslensku af því að frægustu kvæði sem ort hafa verið undir þessum hætti eru söguljóð (eða epískur kveðskapur), sem fjalla gjarnan um hetjur, til dæmis Ilíonskviða og Ódysseifskviða Hómers og Eneasarkviða Virgils, sem eru allar til í íslenskri þýðingu.

Í grískum kveðskap skiptir lengd atkvæða máli. Í forngrísku er til föst lengd sérhljóða þannig að sumir sérhljóðar eru langir, til dæmis eta (η) og ómega (ω), en aðrir stuttir, til dæmis epsílon (ε) og ómíkron (ο). Enn aðrir geta verið ýmist langir eða stuttir, til dæmis alfa (α) og upsílon (υ). Nánari reglur kveða svo á um hvenær stuttur sérhljóði telst langur vegna stöðu sinnar.

Gríska skáldið Hómer ásamt Kallíópu sem var gyðja söguljóða. Hluti af rómverskri mósaíkmynd frá 3. öld.

Í sexliðahætti koma fyrir í hverri línu sex bragliðir. Fimm fyrstu liðirnir eru réttir þríliðir (stundum nefndir fingur eða daktylos), þar sem hver þríliður samanstendur af löngu atkvæði og tveimur stuttum. Sjötti og síðasti liðurinn kallast stýfður liður því hann hefur einungis tvö atkvæði, hið fyrra langt og hið síðara ýmist langt eða stutt. Tveimur stuttum atkvæðum í þrílið má svo skipta út fyrir eitt langt atkvæði. Slíkur liður, með tveimur löngum atkvæðum, heitir spondeios. Sjaldnast er fimmti liðurinn spondeios en þegar það gerist er talað um „spondíska“ línu. Venjulega er braghvíld í þriðja lið en einnig geta verið aðrar aukalegar braghvíldir í línu.

Línan lítur þá svona út:

— uu | — uu | — uu | — uu | — uu | — x

Hér táknar merkið — langt atkvæði en merkið u táknar stutt atkvæði og merkið x táknar atkvæði sem ýmist getur verið langt eða stutt. Lóðréttu strikin greina milli bragliða.

Braghvíld er táknuð með tveimur skrástrikum //. Þegar braghvíld kemur á eftir fyrsta atkvæði í braglið er það táknað svona — // uu en þegar braghvíldin kemur á eftir öðru atkvæði liðarins er það táknað svona — u // u.

Í klassískum fræðum kallast greining á bragarhætti með tilhlýðandi merkingu á stuttum og löngum atkvæðum og braghvíld yfirleitt skandering. Ef við skoðum dæmi um skanderaða línu úr fyrstu bók Ilíonskviðu Hómers gæti hún litið svona út:

  —       —|         —u     u| — //u  u|—  u   u| — u     u | —    —

τίς τ’ ἄρ σφωε θεῶν ἔριδι ξυνέηκε μάχεσθαι;

Línuna þýðir Sveinbjörn Egilsson þannig: „Hverr guðanna var það þá, er hleypti þeim saman, til að eigast við í orðadeilu?“ (Hómer, bls. 1)

Þess má geta að í kvæðinu „Ísland farsælda frón“ er önnur hver lína undir sexliðahætti en á móti er önnur hver lína undir fimmliðahætti. Slíkt heitir elegískur háttur en er stundum kallað tregalag á íslensku.

Heimildir:
  • Hómer, Ilíonskviða. Sveinbjörn Egilsson (þýð.) (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1949).

Mynd:...