Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvað gerist ef öll tígrisdýr (allar tegundir) deyja út?

Jón Már Halldórsson

Líklega yrði ekki neitt vistfræðilegt hrun þótt tígrisdýr hyrfu þar sem þau lifa á tiltölulega afmörkuðum og litlum svæðum. Ef tígrisdýr yrðu útdauð færu áhrifin væntanlega eftir aðstæðum á þeim svæðum þar sem þau lifa nú.

Þar sem tígrisdýrum hefur fækkað hefur öðrum stórvöxnum afræningjum fjölgað og háttarlag þeirra breyst þótt þær breytingar séu ekki miklar í grundvallaratriðum. Á Indlandi eru það hlébarðar (Panthera pardus) og villihundar (Cuon alpinus) sem helst keppa við tígrisdýr um bráð og í Síberíu eru það aðallega úlfar (Canis lupus) og gaupur (Lynx lynx). Þegar síberíutígrisdýrinu fækkaði niður í nokkra tugi dýra í Ussurilandi (í Rússlandi) um miðja síðustu öld þá fjölgaði úlfum og gaupum. Vísindamenn hafa einnig tekið eftir því að á þeim svæðum þar sem tígrisdýr hafa horfið sökum veiðiþjófnaðar hefur háttarlag hlébarða breyst á þann hátt að þeir halda sig meira á jörðinni og éta bráð sína frekar þar en að bera hana upp í tré.Síberíutígrisdýr (Panthera tigris altaica).

Ef tígrisdýrin væru einu stóru rándýrin á svæðinu myndi málið horfa öðru vísi við. Þá er líklegt að afleiðingar þess að þau hyrfu yrðu þær að veiðidýrum fjölgaði, jafnvel óhóflega, sem gæti að lokum leitt til ofbeitar og í kjölfarið hnignunar í gróðurfari. Nokkur dæmi eru þekkt þar sem stór rándýr hafa horfið, svo sem víða í Bandaríkjunum þar sem fjallaljón (Puma concolor) og úlfar (Canis lupus) hurfu af stórum svæðum, og í kjölfari fjölgaði dádýrum óhóflega.

Í ljósi reynslunnar má því gera ráð fyrir að öðrum stórum rándýrum sem hafa sambærilega vistfræðilega stöðu og tígrisdýr farnist vel við brotthvarf tígrisdýra. Ef það eru enginn önnur rándýr sem hagnast á brotthvarfinu þá gæti það leitt til offjölgunar grasbíta sem í kjölfarið myndi leiða til ofbeitar á svæðinu.

Hins vegar eru rökin fyrir því að reyna að bjarga tígrisdýrum frá því að deyja út ekki eingöngu vistfræðileg heldur ekki síður menningarleg, þar sem tígrisdýr hafa merkingu fyrir fólk. Tígrisdýr er meðal annars þjóðardýr Indlands auk þess að vera héraðsdýr nokkurra héraða í Asíu svo sem í Primorye sýslu í austurhluta Rússlands.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör um tígrisdýr, til dæmis:

Mynd: U.S. Fish & Wildlife Service

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.4.2006

Spyrjandi

Hallgrímur Hjálmarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað gerist ef öll tígrisdýr (allar tegundir) deyja út?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2006. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5819.

Jón Már Halldórsson. (2006, 11. apríl). Hvað gerist ef öll tígrisdýr (allar tegundir) deyja út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5819

Jón Már Halldórsson. „Hvað gerist ef öll tígrisdýr (allar tegundir) deyja út?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2006. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5819>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef öll tígrisdýr (allar tegundir) deyja út?
Líklega yrði ekki neitt vistfræðilegt hrun þótt tígrisdýr hyrfu þar sem þau lifa á tiltölulega afmörkuðum og litlum svæðum. Ef tígrisdýr yrðu útdauð færu áhrifin væntanlega eftir aðstæðum á þeim svæðum þar sem þau lifa nú.

Þar sem tígrisdýrum hefur fækkað hefur öðrum stórvöxnum afræningjum fjölgað og háttarlag þeirra breyst þótt þær breytingar séu ekki miklar í grundvallaratriðum. Á Indlandi eru það hlébarðar (Panthera pardus) og villihundar (Cuon alpinus) sem helst keppa við tígrisdýr um bráð og í Síberíu eru það aðallega úlfar (Canis lupus) og gaupur (Lynx lynx). Þegar síberíutígrisdýrinu fækkaði niður í nokkra tugi dýra í Ussurilandi (í Rússlandi) um miðja síðustu öld þá fjölgaði úlfum og gaupum. Vísindamenn hafa einnig tekið eftir því að á þeim svæðum þar sem tígrisdýr hafa horfið sökum veiðiþjófnaðar hefur háttarlag hlébarða breyst á þann hátt að þeir halda sig meira á jörðinni og éta bráð sína frekar þar en að bera hana upp í tré.Síberíutígrisdýr (Panthera tigris altaica).

Ef tígrisdýrin væru einu stóru rándýrin á svæðinu myndi málið horfa öðru vísi við. Þá er líklegt að afleiðingar þess að þau hyrfu yrðu þær að veiðidýrum fjölgaði, jafnvel óhóflega, sem gæti að lokum leitt til ofbeitar og í kjölfarið hnignunar í gróðurfari. Nokkur dæmi eru þekkt þar sem stór rándýr hafa horfið, svo sem víða í Bandaríkjunum þar sem fjallaljón (Puma concolor) og úlfar (Canis lupus) hurfu af stórum svæðum, og í kjölfari fjölgaði dádýrum óhóflega.

Í ljósi reynslunnar má því gera ráð fyrir að öðrum stórum rándýrum sem hafa sambærilega vistfræðilega stöðu og tígrisdýr farnist vel við brotthvarf tígrisdýra. Ef það eru enginn önnur rándýr sem hagnast á brotthvarfinu þá gæti það leitt til offjölgunar grasbíta sem í kjölfarið myndi leiða til ofbeitar á svæðinu.

Hins vegar eru rökin fyrir því að reyna að bjarga tígrisdýrum frá því að deyja út ekki eingöngu vistfræðileg heldur ekki síður menningarleg, þar sem tígrisdýr hafa merkingu fyrir fólk. Tígrisdýr er meðal annars þjóðardýr Indlands auk þess að vera héraðsdýr nokkurra héraða í Asíu svo sem í Primorye sýslu í austurhluta Rússlands.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör um tígrisdýr, til dæmis:

Mynd: U.S. Fish & Wildlife Service

...