Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvers konar hljóðfæri er þeremín?

HMS

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt?

Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergeyevich Termen, betur þekktur sem Léon Theremin. Hljóðfærið var eitt fyrsta rafhljóðfærið í heiminum og var ennfremur fyrsta hljóðfærið sem hægt var að leika á án snertingar.

Þeremín-hljóðfærið lítur út eins og hálfgerður kassi með tveimur loftnetum. Spilað er á það tvíhent; önnur höndin stjórnar tónhæð og hin styrk hljóðsins, og er það gert með því að færa hendurnar nær eða fjær loftnetunum, allt eftir því hvort hækka eða lækka á hljóðið. Hljómblærinn er allsérstakur; menn geta helst ímyndað sér hvernig þeremín hljómar með því að hugsa sér "geimveruhljóð" í gömlum bíómyndum. Hægt er að nálgast allmörg tóndæmi á síðunni thereminvox.com.

Þeremín hefur tóngjafa sem sífellt gefa frá sér tóna af tíðni sem er of há til að mannseyrað greini hana. Hljóðbylgjurnar sameinast síðan og mynda nýja bylgju eins og er útskýrt nánar í svari við spurningunni Hvað ákveður nákvæmlega tónhæð hvers tóns? Tíðni þessarar samsettu bylgju er nógu lág til að fólk geti heyrt hana sem hljóð.

Loftnetin tvö geta breytt eiginleikum hljóðbylgnanna; annað hefur áhrif á tíðni (sem við skynjum sem tiltekna tónhæð), en hitt hefur áhrif á sveifluvídd (sem við túlkum sem styrkleika hljóðs). Sá sem leikur á þeremín getur síðan aftur breytt eiginleikum loftnetanna, allt eftir því hversu nálægt þeim hann fer. Líkja má þessu við þau áhrif sem fólk getur haft á óskýrar sjónvarpsútsendingar; standi það á tilteknum stað getur það gert útsendinguna skýrari en standi það á öðrum stað getur það truflað hana. Þannig getur fólk því spilað á þeremín án þess að snerta það.

Vilji menn kynna sér nákvæmari útlistingu á virkni þeremíns er þeim bent á síðuna The theremin: How it works.

Heimildir, frekara lesefni og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

12.4.2006

Spyrjandi

Rúna Jóhannsdóttir

Tilvísun

HMS. „Hvers konar hljóðfæri er þeremín?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5821.

HMS. (2006, 12. apríl). Hvers konar hljóðfæri er þeremín? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5821

HMS. „Hvers konar hljóðfæri er þeremín?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5821>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar hljóðfæri er þeremín?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt?

Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergeyevich Termen, betur þekktur sem Léon Theremin. Hljóðfærið var eitt fyrsta rafhljóðfærið í heiminum og var ennfremur fyrsta hljóðfærið sem hægt var að leika á án snertingar.

Þeremín-hljóðfærið lítur út eins og hálfgerður kassi með tveimur loftnetum. Spilað er á það tvíhent; önnur höndin stjórnar tónhæð og hin styrk hljóðsins, og er það gert með því að færa hendurnar nær eða fjær loftnetunum, allt eftir því hvort hækka eða lækka á hljóðið. Hljómblærinn er allsérstakur; menn geta helst ímyndað sér hvernig þeremín hljómar með því að hugsa sér "geimveruhljóð" í gömlum bíómyndum. Hægt er að nálgast allmörg tóndæmi á síðunni thereminvox.com.

Þeremín hefur tóngjafa sem sífellt gefa frá sér tóna af tíðni sem er of há til að mannseyrað greini hana. Hljóðbylgjurnar sameinast síðan og mynda nýja bylgju eins og er útskýrt nánar í svari við spurningunni Hvað ákveður nákvæmlega tónhæð hvers tóns? Tíðni þessarar samsettu bylgju er nógu lág til að fólk geti heyrt hana sem hljóð.

Loftnetin tvö geta breytt eiginleikum hljóðbylgnanna; annað hefur áhrif á tíðni (sem við skynjum sem tiltekna tónhæð), en hitt hefur áhrif á sveifluvídd (sem við túlkum sem styrkleika hljóðs). Sá sem leikur á þeremín getur síðan aftur breytt eiginleikum loftnetanna, allt eftir því hversu nálægt þeim hann fer. Líkja má þessu við þau áhrif sem fólk getur haft á óskýrar sjónvarpsútsendingar; standi það á tilteknum stað getur það gert útsendinguna skýrari en standi það á öðrum stað getur það truflað hana. Þannig getur fólk því spilað á þeremín án þess að snerta það.

Vilji menn kynna sér nákvæmari útlistingu á virkni þeremíns er þeim bent á síðuna The theremin: How it works.

Heimildir, frekara lesefni og mynd

...