Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig stendur á því að veðurmunur er svona mikill á milli svæða á jafnlitlu landi og Íslandi?

Trausti Jónsson

Munur á veðri eftir landshlutum ræðst að miklu leyti af fjöllum og hálendi Íslands, en afstaða lands og sjávar, hnattstöðumunur og fleira hefur einnig áhrif.

Vindátt og stöðugleiki loftsins ráða mestu um úrkomu- og skýjamyndun. Úrkoman er að jafnaði mest í þeim landshluta sem er áveðurs hverju sinni, það er að segja þar sem vindur stendur af hafi. Hún er þá oftast minni hlémegin, þar sem vindur stendur af landi. Úrkoma og ský myndast í uppstreymi, þar sem rakt loft lyftist, til dæmis þegar vindur blæs upp fjallshlíð. Hins vegar leysir niðurstreymi hlémegin fjalla oft upp ský þannig að þar er yfirleitt þurrt og oft bjart veður.



Í sunnanátt er Suðurland áveðurs, þar er þá oft rigning, veður þungbúið og að sumarlagi er svalt. Norðurland er hlémegin í sunnanáttinni og þar er þá þurrt og oft hlýtt veður. Í norðanátt er þungbúið og oft úrkomusamt norðanlands, en bjart og þurrt syðra. Austanáttin færir vestlendingum oft þurrt, hlýtt og bjart veður, en austanlands er það vestanáttin sem er björt og hlý. Á vetrum er snjókoma og éljagangur áveðurs á landinu, en þurrt og bjart veður hlémegin. Í suðlægum áttum fellur úrkoma nær eingöngu sem regn allt árið um kring.

Allmikill veðurmunur verður stundum í hægum vindi þegar engin sérstök vindátt er ríkjandi. Þá getur uppstreymi yfir landinu að sumarlagi valdið skýjuðu veðri og jafnvel skúrum, en á sama tíma er þá oft þurrt og bjart við sjávarsíðuna. Á sumrin er einnig algengt að svalt þokuloft sé við sjóinn, en bjart, hlýtt og þurrt á sama tíma inn til landsins. Á vetrum er sjórinn oftast hlýrri en landið, þar er því tilhneiging til uppstreymis á þeim tíma árs. Þá getur verið mikill hitamunur milli innsveita og útnesja, sérstaklega ef vindur er hægur.

Önnur svör á Vísindavefnum:

Mynd: MODIS Rapid Response System

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

25.4.2006

Spyrjandi

Davíð Bragason

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvernig stendur á því að veðurmunur er svona mikill á milli svæða á jafnlitlu landi og Íslandi?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2006, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5839.

Trausti Jónsson. (2006, 25. apríl). Hvernig stendur á því að veðurmunur er svona mikill á milli svæða á jafnlitlu landi og Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5839

Trausti Jónsson. „Hvernig stendur á því að veðurmunur er svona mikill á milli svæða á jafnlitlu landi og Íslandi?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2006. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5839>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig stendur á því að veðurmunur er svona mikill á milli svæða á jafnlitlu landi og Íslandi?
Munur á veðri eftir landshlutum ræðst að miklu leyti af fjöllum og hálendi Íslands, en afstaða lands og sjávar, hnattstöðumunur og fleira hefur einnig áhrif.

Vindátt og stöðugleiki loftsins ráða mestu um úrkomu- og skýjamyndun. Úrkoman er að jafnaði mest í þeim landshluta sem er áveðurs hverju sinni, það er að segja þar sem vindur stendur af hafi. Hún er þá oftast minni hlémegin, þar sem vindur stendur af landi. Úrkoma og ský myndast í uppstreymi, þar sem rakt loft lyftist, til dæmis þegar vindur blæs upp fjallshlíð. Hins vegar leysir niðurstreymi hlémegin fjalla oft upp ský þannig að þar er yfirleitt þurrt og oft bjart veður.



Í sunnanátt er Suðurland áveðurs, þar er þá oft rigning, veður þungbúið og að sumarlagi er svalt. Norðurland er hlémegin í sunnanáttinni og þar er þá þurrt og oft hlýtt veður. Í norðanátt er þungbúið og oft úrkomusamt norðanlands, en bjart og þurrt syðra. Austanáttin færir vestlendingum oft þurrt, hlýtt og bjart veður, en austanlands er það vestanáttin sem er björt og hlý. Á vetrum er snjókoma og éljagangur áveðurs á landinu, en þurrt og bjart veður hlémegin. Í suðlægum áttum fellur úrkoma nær eingöngu sem regn allt árið um kring.

Allmikill veðurmunur verður stundum í hægum vindi þegar engin sérstök vindátt er ríkjandi. Þá getur uppstreymi yfir landinu að sumarlagi valdið skýjuðu veðri og jafnvel skúrum, en á sama tíma er þá oft þurrt og bjart við sjávarsíðuna. Á sumrin er einnig algengt að svalt þokuloft sé við sjóinn, en bjart, hlýtt og þurrt á sama tíma inn til landsins. Á vetrum er sjórinn oftast hlýrri en landið, þar er því tilhneiging til uppstreymis á þeim tíma árs. Þá getur verið mikill hitamunur milli innsveita og útnesja, sérstaklega ef vindur er hægur.

Önnur svör á Vísindavefnum:

Mynd: MODIS Rapid Response System

...