Hvað veldur því að blanda af maíssterkju og vatni verður fast efni við högg og hvers vegna dansar hún á hátalara við lága tíðni?Maíssterkja blönduð með vatni er dæmi um svokallaðan ó-Newtonskan (e. non-Newtonian) vökva. Slíkur vökvi á það til að breyta þykkt (seigju) sinni þegar hann er áreittur. Flestir vökvar úr daglegu lífi eru Newtonskir og breyta ekki þykkleika sínum við áreiti. Sumir vökvar verða þynnri þegar þeir eru áreittir eins og til dæmis tómatssósa. Þessi eiginleiki veldur því að tómatsósan flæðir auðveldar úr flöskunni í andartak eftir að barið er á hana. Eitt besta þekkta dæmið um vökva sem þykkist þegar hann er áreittur er vatn blandað með sandi; maíssterkja blönduð með vatni er einnig gott dæmi.

Mynd 1. Þegar blanda af maíssterkju og vatni (efri mynd) í ákveðnum hlutföllum er beitt þrýstingi festast sterku agnirnar saman og mynda klasa (neðri mynd) sem valda því að blandan hagar sér tímabundið nánast eins og fast efni.

Mynd 2. Ákveðið tíðnibil hátalara veldur því að maíssterkja í vatni myndar strýtur sem hristast og virðast dansa.
- Non-Newtonian fluid - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 08.09.2013).
- Nathan C. Crawford, et al., "Shear thickening of corn starch suspensions: Does concentration matter?", Journal of Colloid and Interface Science Volume 396, 15 April 2013, Pages 83–89.
- Starch - Wikipedia, the free encyclopedia.
- Fong Wang 2013: 2011/6/1 - 2011/7/1. (Sótt 16.09.2013).
- 20090420-DSC07486 | Flickr - Photo Sharing! Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. Myndrétthafi er Lis Bokt. (Sótt 15.09.2013).
- Slow-Mo Non-Newtonian Fluid on a Speaker - YouTube. (Skoðað 21.09.2013).
- Dancing Speaker - Non Newtonian Fluid on Vimeo. (Skoðað 14.05.2014).