Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur maður fengið hlaupabólu tvisvar sinnum?

Þórólfur Guðnason

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Fá allir krakkar hlaupabólu?
  • Hvernig er hægt að koma í veg fyrir of mikinn kláða þegar fólk fær hlaupabólu?

Það er ekki víst að allir krakkar fái hlaupabólu, en margir fá hana þar sem hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur sem berst fyrst og fremst á milli barna. Hlaupabóla orsakast af veiru (varicella-zoster) sem sem berst á milli fólks með úðasmiti eða með beinni snertingu, til dæmis snertingu við sprungnar blöðrur. Einstaklingur getur smitað aðra allt að þremur dögum áður en hann fær sjálfur útbrot og er smitandi þar til allar bólur hafa sprungið og þornað upp. Veiran er til staðar í vessanum sem er inni í bólunum og því getur einstaklingur smitað meðan einhver vessi er enn til staðar. Meðgöngutími sjúkdómsins, það er að segja sá tími sem líður frá því að einstaklingur smitast þar til hann fer að fá einkenni, í þessu tilviki bólur, vessafylltar blöðrur og sár, er 10-21 dagur.

Einkenni hlaupabólu eru meðal annars slappleiki og hiti sem geta komið áður en bólur myndast. Útbrot, sem valda kláða, myndast fyrst á búk og í andliti en berast síðan í hársvörð, handleggi og fætur. Þau geta einnig borist yfir á slímhúðir og kynfæri. Til að byrja með eru útbrotin litlar rauðar bólur sem verða að blöðrum á nokkrum klukkutímum. Blöðrurnar verða síðan að sárum á 1-2 dögum, það myndast hrúður og þær þorna upp. Nýjar blöðrur geta myndast eftir 3-6 daga. Það er mjög mismunandi hversu margar blöðrur hver einstaklingur fær. Börn verða yfirleitt lítið veik á meðan fullorðnir geta orðið mjög veikir.


Útbrotin sem fylgja hlaupabólu byrja sem litlir rauðir blettir, verða síðan að vökvafylltum blöðrum og loks sárum sem þorna upp.

Einstaklingur er smitandi þangað til að allar blöðrur eru orðnar að sárum og nýjar eru hættar að myndast. Halda skal smituðum einstaklingi heima við. Gæta verður hreinlætis ef komið er við blöðrurnar eða svæðin í kring og ráðlegt að þvo sér vel um hendur. Börn klóra gjarnan í blöðrurnar og geta því borið smit.

Batahorfur eru afar góðar og yfirleitt stafar engin hætta af sjúkdómnum. Hlaupabóla varir í 7-10 daga hjá börnum en lengur hjá fullorðnum. Fullorðnir fá oftar fylgikvilla en börn, en þeir eru hins vegar mjög sjaldgæfir.

Meðferð við hlaupabólu felst í því að draga úr einkennum. Hægt er að lina kláða með köldum bakstri. Hiti og sviti auka á kláðann og því getur verið gott að vera í svölu umhverfi og sturta eða bað geta slegið á kláðann. Sinkáburður, púður og áburður sem inniheldur menthol og mentholspritt eru dæmi um efni sem gott er að bera á útvortis og draga úr kláðanum til skamms tíma. Notkun þeirra getur þó valdið sviða í stutta stund.

Ef kláðinn truflar svefn er hægt að gefa kláðastillandi lyf, en þau geta haft sljóvgandi áhrif. Hægt er að meðhöndla sjúkdóminn hjá heilbrigðum einstaklingi með lyfjum. Þeir sem eru í áhættuhópi, svo sem þungaðar konur sem ekki hafa fengið hlaupabólu og einstaklingar með veiklað ónæmiskerfi, geta fengið mótefni gegn sjúkdómnum. Í sumum löndum er bólusett gegn veirunni, en það er ekki gert hér á landi.

Sá sem hefur einu sinni fengið hlaupabólu fær hana aldrei aftur. Hins vegar getur veiran síðar valdið sjúkdómi sem heitir ristill (herpes zoster). Einstaklingur með ristil getur smitað aðra af hlaupabólu. Til þess að fræðast meira um ónæmi (þar með talið ástæðu þess að fólk fær hlaupabólu aðeins einu sinni) er gott að lesa svar Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig vinnur ónæmiskerfið?

Þetta svar er lítillega breytt útgáfa af pistli um hlaupabólu á vefsetrinu Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess.

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Guðnason

fyrrverandi sóttvarnalæknir

Útgáfudagur

3.5.2006

Síðast uppfært

14.4.2021

Spyrjandi

Valdís Birta
Alexander Harðarson
Jónas Jökull Hallgrímsson
Adelina Árnadóttir

Tilvísun

Þórólfur Guðnason. „Getur maður fengið hlaupabólu tvisvar sinnum?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2006, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5856.

Þórólfur Guðnason. (2006, 3. maí). Getur maður fengið hlaupabólu tvisvar sinnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5856

Þórólfur Guðnason. „Getur maður fengið hlaupabólu tvisvar sinnum?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2006. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5856>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur maður fengið hlaupabólu tvisvar sinnum?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Fá allir krakkar hlaupabólu?
  • Hvernig er hægt að koma í veg fyrir of mikinn kláða þegar fólk fær hlaupabólu?

Það er ekki víst að allir krakkar fái hlaupabólu, en margir fá hana þar sem hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur sem berst fyrst og fremst á milli barna. Hlaupabóla orsakast af veiru (varicella-zoster) sem sem berst á milli fólks með úðasmiti eða með beinni snertingu, til dæmis snertingu við sprungnar blöðrur. Einstaklingur getur smitað aðra allt að þremur dögum áður en hann fær sjálfur útbrot og er smitandi þar til allar bólur hafa sprungið og þornað upp. Veiran er til staðar í vessanum sem er inni í bólunum og því getur einstaklingur smitað meðan einhver vessi er enn til staðar. Meðgöngutími sjúkdómsins, það er að segja sá tími sem líður frá því að einstaklingur smitast þar til hann fer að fá einkenni, í þessu tilviki bólur, vessafylltar blöðrur og sár, er 10-21 dagur.

Einkenni hlaupabólu eru meðal annars slappleiki og hiti sem geta komið áður en bólur myndast. Útbrot, sem valda kláða, myndast fyrst á búk og í andliti en berast síðan í hársvörð, handleggi og fætur. Þau geta einnig borist yfir á slímhúðir og kynfæri. Til að byrja með eru útbrotin litlar rauðar bólur sem verða að blöðrum á nokkrum klukkutímum. Blöðrurnar verða síðan að sárum á 1-2 dögum, það myndast hrúður og þær þorna upp. Nýjar blöðrur geta myndast eftir 3-6 daga. Það er mjög mismunandi hversu margar blöðrur hver einstaklingur fær. Börn verða yfirleitt lítið veik á meðan fullorðnir geta orðið mjög veikir.


Útbrotin sem fylgja hlaupabólu byrja sem litlir rauðir blettir, verða síðan að vökvafylltum blöðrum og loks sárum sem þorna upp.

Einstaklingur er smitandi þangað til að allar blöðrur eru orðnar að sárum og nýjar eru hættar að myndast. Halda skal smituðum einstaklingi heima við. Gæta verður hreinlætis ef komið er við blöðrurnar eða svæðin í kring og ráðlegt að þvo sér vel um hendur. Börn klóra gjarnan í blöðrurnar og geta því borið smit.

Batahorfur eru afar góðar og yfirleitt stafar engin hætta af sjúkdómnum. Hlaupabóla varir í 7-10 daga hjá börnum en lengur hjá fullorðnum. Fullorðnir fá oftar fylgikvilla en börn, en þeir eru hins vegar mjög sjaldgæfir.

Meðferð við hlaupabólu felst í því að draga úr einkennum. Hægt er að lina kláða með köldum bakstri. Hiti og sviti auka á kláðann og því getur verið gott að vera í svölu umhverfi og sturta eða bað geta slegið á kláðann. Sinkáburður, púður og áburður sem inniheldur menthol og mentholspritt eru dæmi um efni sem gott er að bera á útvortis og draga úr kláðanum til skamms tíma. Notkun þeirra getur þó valdið sviða í stutta stund.

Ef kláðinn truflar svefn er hægt að gefa kláðastillandi lyf, en þau geta haft sljóvgandi áhrif. Hægt er að meðhöndla sjúkdóminn hjá heilbrigðum einstaklingi með lyfjum. Þeir sem eru í áhættuhópi, svo sem þungaðar konur sem ekki hafa fengið hlaupabólu og einstaklingar með veiklað ónæmiskerfi, geta fengið mótefni gegn sjúkdómnum. Í sumum löndum er bólusett gegn veirunni, en það er ekki gert hér á landi.

Sá sem hefur einu sinni fengið hlaupabólu fær hana aldrei aftur. Hins vegar getur veiran síðar valdið sjúkdómi sem heitir ristill (herpes zoster). Einstaklingur með ristil getur smitað aðra af hlaupabólu. Til þess að fræðast meira um ónæmi (þar með talið ástæðu þess að fólk fær hlaupabólu aðeins einu sinni) er gott að lesa svar Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig vinnur ónæmiskerfið?

Þetta svar er lítillega breytt útgáfa af pistli um hlaupabólu á vefsetrinu Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess.

Mynd:...