Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er formúla vatns H2O en ekki OH2?

Emelía Eiríksdóttir og Sigþór Pétursson

Reglan sem vanalega gildir um röðun tákna í efnaformúlum er sú að frumefnið sem er rafjákvæðara (e. more electropositive), það er að segja með minni rafdrægni, kemur fyrst. Þannig skrifum við HCl fyrir vetnisklóríð en ekki ClH, NaCl fyrir matarsalt en ekki ClNa og NO2 fyrir köfnunarefnistvíoxíð en ekki O2N. Samkvæmt því á vetnið líka að koma á undan súrefninu í formúlu vatns, það er H2O en ekki OH2. Að sama skapi er efnaformúlan fyrir súrefnistvíflúoríð OF2.

Það að undantekningin sanni regluna á oft við í efnafræðinni og það er auðvelt að finna dæmi þar sem þessi einfalda regla er brotin. Ammóníak er mjög algengt efni sem samanstendur af einni köfnunarefnisfrumeind (N) og þremur vetnisfrumeindum (H). Formúla ammóníaks er alltaf skrifuð NH3, ekki H3N. Það sama á við um efnaformúluna fyrir sameindajónina hydroxíð sem er OH- en ekki HO-.

Lotukerfið þar sem rafdrægni frumefnanna er gefin til kynna. Því hærri sem talan inni í rammanum fyrir hvert frumefni er, því rafdrægnara er frumefnið. Smelltu á myndina til að skoða stærra eintak af henni.

Reyndar eru reglurnar fleiri. Í lífrænum efnasamböndum kemur nefnilega kolefni (C) vanalega fyrst í formúlunni, vetni næst og þar eftir koma frumefnin í stafrófsröð. Sem dæmi er formúla tríflúoróediksýru C2HF3O2.

Katjónin (plúsjónin) er vanalega rituð fyrst í jónaefnum samanber dæmið um matarsalt hér að ofan. Það sama á við um ólífræn efni, þó að vetni komi vanalega fyrst í ólífrænum sýrum og hydroxíð jón (OH-) síðast í ólífrænum bösum. Súrefni er síðan vanalega ritað seinast í oxíðum. Gott dæmi um ólífrænar sýrur eru brennisteinssýra H2SO4 og saltsýra HCl. Natrínhydroxíð (NaOH) og natrínkarbónat (Na2CO3) eru algengir ólífrænir basar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundar

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

prófessor í efnafræði við HA

Útgáfudagur

19.4.2011

Spyrjandi

Örn Arnarson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir og Sigþór Pétursson. „Af hverju er formúla vatns H2O en ekki OH2?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2011, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58685.

Emelía Eiríksdóttir og Sigþór Pétursson. (2011, 19. apríl). Af hverju er formúla vatns H2O en ekki OH2? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58685

Emelía Eiríksdóttir og Sigþór Pétursson. „Af hverju er formúla vatns H2O en ekki OH2?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2011. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58685>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er formúla vatns H2O en ekki OH2?
Reglan sem vanalega gildir um röðun tákna í efnaformúlum er sú að frumefnið sem er rafjákvæðara (e. more electropositive), það er að segja með minni rafdrægni, kemur fyrst. Þannig skrifum við HCl fyrir vetnisklóríð en ekki ClH, NaCl fyrir matarsalt en ekki ClNa og NO2 fyrir köfnunarefnistvíoxíð en ekki O2N. Samkvæmt því á vetnið líka að koma á undan súrefninu í formúlu vatns, það er H2O en ekki OH2. Að sama skapi er efnaformúlan fyrir súrefnistvíflúoríð OF2.

Það að undantekningin sanni regluna á oft við í efnafræðinni og það er auðvelt að finna dæmi þar sem þessi einfalda regla er brotin. Ammóníak er mjög algengt efni sem samanstendur af einni köfnunarefnisfrumeind (N) og þremur vetnisfrumeindum (H). Formúla ammóníaks er alltaf skrifuð NH3, ekki H3N. Það sama á við um efnaformúluna fyrir sameindajónina hydroxíð sem er OH- en ekki HO-.

Lotukerfið þar sem rafdrægni frumefnanna er gefin til kynna. Því hærri sem talan inni í rammanum fyrir hvert frumefni er, því rafdrægnara er frumefnið. Smelltu á myndina til að skoða stærra eintak af henni.

Reyndar eru reglurnar fleiri. Í lífrænum efnasamböndum kemur nefnilega kolefni (C) vanalega fyrst í formúlunni, vetni næst og þar eftir koma frumefnin í stafrófsröð. Sem dæmi er formúla tríflúoróediksýru C2HF3O2.

Katjónin (plúsjónin) er vanalega rituð fyrst í jónaefnum samanber dæmið um matarsalt hér að ofan. Það sama á við um ólífræn efni, þó að vetni komi vanalega fyrst í ólífrænum sýrum og hydroxíð jón (OH-) síðast í ólífrænum bösum. Súrefni er síðan vanalega ritað seinast í oxíðum. Gott dæmi um ólífrænar sýrur eru brennisteinssýra H2SO4 og saltsýra HCl. Natrínhydroxíð (NaOH) og natrínkarbónat (Na2CO3) eru algengir ólífrænir basar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...