Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju prumpar maður og ropar?

EDS

Allir hafa loft í meltingarveginum sem líkaminn þarf að losa sig við og til þess notar hann ropa eða prump. Þetta loft á sér tvenns konar uppruna, annars vegar loft sem við gleypum og hins vegar loft sem myndast við niðurbrot ómeltanlegrar fæðu.

Við gleypum alltaf svolítið loft þegar við kyngjum mat eða drykk. Það er misjafnt hversu mikið það loft er og meira eftir því sem borðað er hraðar. Mest af þessu gleypta lofti fer aftur út sömu leið þegar við ropum.

Loft sem myndast vegna niðurbrots ómeltanlegrar fæðu fer hins vegar nær allt hina leiðina út úr líkamanum, það er sem prump. Þuríður Þorbjarnardóttir útskýrir þetta í svari sínu við spurningunni Hvað veldur vindgangi? Þar segir meðal annars:
Líkaminn getur ekki melt og tekið upp sumar tegundir kolvetna í smáþörmum vegna skorts á réttum meltingarensímum. Þessi ómelta fæða berst frá smáþörmum í ristilinn. Þar eru náttúrulegar og skaðlausar bakteríur sem sundra fæðunni og mynda um leið lofttegundirnar vetni og koltvíoxíð.

Fæðutegundir valda mismiklum vindgangi. Vitað er að fæðutegundir sem innihalda sykrur (kolvetni) geta valdið vindgangi en fita og prótín valda aftur á móti litlum vindgangi. Í áðurnefndi svari um vindgang er fjallað nánar um prump og ropa, vindlosandi fæðutegundir, einkenni og vandamál tengd lofti í meltingarvegi og hvað er hægt að gera við of miklu lofti í meltingarvegi.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um meltingarveginn og meltingarfærin, til dæmis svör Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunum:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.5.2006

Spyrjandi

Sigrún Torfadóttir, f. 1994

Tilvísun

EDS. „Af hverju prumpar maður og ropar?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2006, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5879.

EDS. (2006, 9. maí). Af hverju prumpar maður og ropar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5879

EDS. „Af hverju prumpar maður og ropar?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2006. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5879>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju prumpar maður og ropar?
Allir hafa loft í meltingarveginum sem líkaminn þarf að losa sig við og til þess notar hann ropa eða prump. Þetta loft á sér tvenns konar uppruna, annars vegar loft sem við gleypum og hins vegar loft sem myndast við niðurbrot ómeltanlegrar fæðu.

Við gleypum alltaf svolítið loft þegar við kyngjum mat eða drykk. Það er misjafnt hversu mikið það loft er og meira eftir því sem borðað er hraðar. Mest af þessu gleypta lofti fer aftur út sömu leið þegar við ropum.

Loft sem myndast vegna niðurbrots ómeltanlegrar fæðu fer hins vegar nær allt hina leiðina út úr líkamanum, það er sem prump. Þuríður Þorbjarnardóttir útskýrir þetta í svari sínu við spurningunni Hvað veldur vindgangi? Þar segir meðal annars:
Líkaminn getur ekki melt og tekið upp sumar tegundir kolvetna í smáþörmum vegna skorts á réttum meltingarensímum. Þessi ómelta fæða berst frá smáþörmum í ristilinn. Þar eru náttúrulegar og skaðlausar bakteríur sem sundra fæðunni og mynda um leið lofttegundirnar vetni og koltvíoxíð.

Fæðutegundir valda mismiklum vindgangi. Vitað er að fæðutegundir sem innihalda sykrur (kolvetni) geta valdið vindgangi en fita og prótín valda aftur á móti litlum vindgangi. Í áðurnefndi svari um vindgang er fjallað nánar um prump og ropa, vindlosandi fæðutegundir, einkenni og vandamál tengd lofti í meltingarvegi og hvað er hægt að gera við of miklu lofti í meltingarvegi.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um meltingarveginn og meltingarfærin, til dæmis svör Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunum:...