Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Stinglaxinn (Aphanopus carbo) er langvaxinn og þunnvaxinn fiskur sem getur orðið allt að 110 cm á lengd.
Í riti Einars Jónssonar fiskifræðings, Íslenskir fiskar, segir hann svo um stinglaxinn:
Hausinn er í meðallagi langur, en þunnur og frammjór og flatur að ofan. Neðri skoltur er framteygður og á honum er lítill hnúðnabbi. Kjaftur er stór og tennur á skoltum stórar, tvíeggjaðar og í einfaldri röð. Á milli þeirra eru örsmáar tennur og auk þess 3-4 stórar höggtennur á miðskoltsbeini. Augu eru stór. Bolur er langur og tvískiptur. Fremri hluti hans hærri og með broddgeislum. Raufaruggi er í meðallagi, og er aftari hluti hans lægri.
Stinglaxinn finnst í Norðaustur-Atlantshafi frá eyjunni Madeira og við Spán og Portúgal og norður um Bretlandseyjar til Noregs og við Ísland. Hann er orðinn sífellt algengari í veiðarfærum íslenskra skipa innan efnahagslögsögunnar. Honum var þó fyrst lýst sem sjóreknum lifandi fiski í Vestmannaeyjum árið 1904.
Stinglaxinn (Aphanopus carbo) á portúgölsku frímerki. Fannst fyrst við Ísland árið 1904.
Stinglaxinn er miðsævis- og botnlægur fiskur og er hann algengur á dýptarbilinu 180 til 1600 metrar. Algengasta fæða stinglaxins er kolmunni (Micromesistius poutassou), smokkfiskur (Decapoda) og laxsíld (Myctophidae). Stinglaxinn hefur komið í veiðarfæri sjómanna hér við land sem meðafli, aðallega með gulllaxveiðum sem hafa aukist verulega á Íslandsmiðum hin síðari ár. Til að mynda var heildarafli íslenskra skipa árið 2010 um 109 tonn.
Mynd:
Jón Már Halldórsson. „Hvað er stinglax og finnst hann á Íslandsmiðum?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2011, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58792.
Jón Már Halldórsson. (2011, 15. ágúst). Hvað er stinglax og finnst hann á Íslandsmiðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58792
Jón Már Halldórsson. „Hvað er stinglax og finnst hann á Íslandsmiðum?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2011. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58792>.