Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heyrist garnagaul?

EDS

Stuttlega er fjallað um garnagaul í svari Jónasar Magnússonar við spurningunni Hvers vegna heyrast stundum hljóð úr innyflum manna, til dæmis þegar fólk er svangt? Þar kemur fram að þegar garnirnar dragast saman, hreyfist loft sem er í þeim til og við það getur framkallast hljóð sem við köllum garnagaul.

Á ensku kallast garnagaul stundum 'stomach growling' og er þar verið að vísa í hljóð úr maga. Í raun getur hljóðið sem við heyrum komið bæði úr görnum og maga. Það sem meira er, hljóðið er ekki eingöngu bundið við hungur, garnirnar geta gaulað líka þó við höfum borðað, hins vegar heyrist það ekki eins vel þar sem maturinn dempar hljóðið í meltingarfærunum.

Til þess að fæða berist áleiðs niður meltingarveginn eiga sér stað reglulegir samdrættir, svokallaðar iðrahreyfingar eða þarmahreyfingar (e. peristaltic). Þessar hreyfingar aukast þegar fæðu er neytt en þær aukast einnig um það bil tveimur tímum eftir að fæðan er farin úr maga og smáþörmum. Þá er verið að hreinsa út það sem eftir er í maganum svo sem slím, matarleifar og bakteríur og koma þannig í veg fyrir að þetta safnist fyrir á einum stað. Þessir samdrættir geta staðið yfir í 10-20 mínútur og endurtekið sig á eins til tveggja tíma fresti þar til fæðu er neytt aftur. Það er þess vegna sem við heyrum ekki stöðugt garnagaul þegar við erum svöng heldur kemur það og fer.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör sem tengjast meltingarveginum og einstaka meltingarfærum, til dæmis svör Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunum:

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.5.2006

Spyrjandi

Sturla Lange, f. 1994

Tilvísun

EDS. „Af hverju heyrist garnagaul?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2006, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5883.

EDS. (2006, 9. maí). Af hverju heyrist garnagaul? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5883

EDS. „Af hverju heyrist garnagaul?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2006. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5883>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heyrist garnagaul?
Stuttlega er fjallað um garnagaul í svari Jónasar Magnússonar við spurningunni Hvers vegna heyrast stundum hljóð úr innyflum manna, til dæmis þegar fólk er svangt? Þar kemur fram að þegar garnirnar dragast saman, hreyfist loft sem er í þeim til og við það getur framkallast hljóð sem við köllum garnagaul.

Á ensku kallast garnagaul stundum 'stomach growling' og er þar verið að vísa í hljóð úr maga. Í raun getur hljóðið sem við heyrum komið bæði úr görnum og maga. Það sem meira er, hljóðið er ekki eingöngu bundið við hungur, garnirnar geta gaulað líka þó við höfum borðað, hins vegar heyrist það ekki eins vel þar sem maturinn dempar hljóðið í meltingarfærunum.

Til þess að fæða berist áleiðs niður meltingarveginn eiga sér stað reglulegir samdrættir, svokallaðar iðrahreyfingar eða þarmahreyfingar (e. peristaltic). Þessar hreyfingar aukast þegar fæðu er neytt en þær aukast einnig um það bil tveimur tímum eftir að fæðan er farin úr maga og smáþörmum. Þá er verið að hreinsa út það sem eftir er í maganum svo sem slím, matarleifar og bakteríur og koma þannig í veg fyrir að þetta safnist fyrir á einum stað. Þessir samdrættir geta staðið yfir í 10-20 mínútur og endurtekið sig á eins til tveggja tíma fresti þar til fæðu er neytt aftur. Það er þess vegna sem við heyrum ekki stöðugt garnagaul þegar við erum svöng heldur kemur það og fer.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör sem tengjast meltingarveginum og einstaka meltingarfærum, til dæmis svör Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunum:

Heimildir:...