Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verkar sjónvarp?

Rafeindabyssa í myndlampa sjónvarpsins skýtur rafeindum á skjáinn og þar sem rafeindirnar lenda lýsist skjárinn upp og við sjáum ljós. Til þess að þetta gangi upp þarf skjárinn að vera húðaður að innan með efni sem hefur þann eiginleika að gefa frá sér ljós þegar rafeindir skella á því.

Til að fá svarthvíta mynd á skjáinn þarf einungis að stýra styrk rafeindageislans og þá fæst breytilegt ljósmagn á skjánum. Til þess að við sjáum litmynd þarf þrjár rafeindabyssur sem skjóta rafeindum á þrjá punkta sem hver geislar einum þriggja grunnlitanna (rauður, grænn, blár) í hverjum díl á skjánum.

Hægt er að fræðast meira um þetta í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum?

Útgáfudagur

10.5.2006

Spyrjandi

Sonja Gunnarsdóttir, f. 1991

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig verkar sjónvarp?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2006. Sótt 23. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=5887.

JGÞ. (2006, 10. maí). Hvernig verkar sjónvarp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5887

JGÞ. „Hvernig verkar sjónvarp?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2006. Vefsíða. 23. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5887>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Valdimar Sigurðsson

1978

Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir Valdimars hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu.