Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum?

Hildur Guðmundsdóttir

Upphaflega spurningin var:
Hvernig virka myndlampar í sjónvörpum og hvernig nýtir maður sér segulsvið og/eða rafsvið við stýringu rafeindageisla í þeim?

Í myndlampa er skjár og rafeindabyssa ásamt stýribúnaði. Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginleika að gefa frá sér ljós þegar rafeindir rekast á það. Í fyrstu var notaður fosfór í þessa húð en síðan fundust önnur hentug efni með sömu eiginleika, einkum úr flokki svokallaðra hliðarmálma (transition metals) og lantaníða (rare earths). Rafeindabyssan skýtur rafeindum í mjórri bunu á skjáinn. Þar sem rafeindageislinn lendir á skjánum sést ljós punktur hinum megin á skjánum og þannig er byggð upp mynd.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Skýringarmynd af myndlampa.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Skjárinn er þakinn litlum dílum eða myndeiningum (e. pixels) sem eru það margir og smáir að augað skynjar þá ekki heldur sér samfellda mynd (dæmigerður skjár hefur nokkur hundruð þúsund myndeiningar). Rafeindageislanum er miðað á einn díl í einu og ferðast geislinn á gífurlegum hraða í sífellu á milli allra díla. Hver díll er skannaður um það bil 30 sinnum á sekúndu. Með því að stjórna styrk rafeindageislans fæst breytilegt ljósmagn í hverjum díl og þannig er hægt að birta svart-hvíta mynd.

Mismunandi fosfórljómandi efni geisla frá sér ljósi með mismunandi bylgjulengd og þar með mismunandi lit. Með því að velja heppilegan fosfór má því fá fram ákveðinn lit. Í litasjónvörpum eru þrír punktar í hverjum díl, hver þeirra geislar einum grunnlitanna (rauður, grænn, blár) og er sér rafeindabyssa fyrir hvern lit.

Til að beina rafeindageislanum á réttan stað á skjánum eru tvær leiðir færar. Þar sem rafeindir hafa hleðslu er hægt að nota rafsvið til að stýra þeim í gefna átt. Til þess eru notaðar fjórar plötur umhverfis geislann, tvær fyrir lóðrétta hreyfingu og tvær fyrir lárétta, og spennumunur milli þeirra verður til þess að rafeindirnar fá hröðun þvert á upphafsstefnuna.

Hlaðin ögn á ferð víxlverkar einnig við segulsvið. Krafturinn á ögnina er hornréttur bæði á stefnu hraða hennar og stefnu segulsviðsins. Því er einnig hægt að nota breytilegt segulsvið, fengið með spólum, til að breyta stefnu rafeindageislans.

Tölvuskjáir eru misnæmir en á sumum þeirra bjagast myndin þegar farsíma er haldið nálægt þeim. Þetta má skilja út frá því að rafsegulbylgjur frá símanum afmynda sviðin sem stýra rafeindageislanum inni í skjánum. Svipuð útkoma fæst þegar segull er settur við skjáinn en þó er ekki ráðlegt að prófa það því slíkt fer illa með skjáinn.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: Síða hjá Tækniháskóla Georgíu í Bandaríkjunum.

Höfundur

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

26.5.2004

Spyrjandi

Kristín Þórhallsdóttir

Tilvísun

Hildur Guðmundsdóttir. „Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2004, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4279.

Hildur Guðmundsdóttir. (2004, 26. maí). Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4279

Hildur Guðmundsdóttir. „Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2004. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4279>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum?
Upphaflega spurningin var:

Hvernig virka myndlampar í sjónvörpum og hvernig nýtir maður sér segulsvið og/eða rafsvið við stýringu rafeindageisla í þeim?

Í myndlampa er skjár og rafeindabyssa ásamt stýribúnaði. Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginleika að gefa frá sér ljós þegar rafeindir rekast á það. Í fyrstu var notaður fosfór í þessa húð en síðan fundust önnur hentug efni með sömu eiginleika, einkum úr flokki svokallaðra hliðarmálma (transition metals) og lantaníða (rare earths). Rafeindabyssan skýtur rafeindum í mjórri bunu á skjáinn. Þar sem rafeindageislinn lendir á skjánum sést ljós punktur hinum megin á skjánum og þannig er byggð upp mynd.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Skýringarmynd af myndlampa.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Skjárinn er þakinn litlum dílum eða myndeiningum (e. pixels) sem eru það margir og smáir að augað skynjar þá ekki heldur sér samfellda mynd (dæmigerður skjár hefur nokkur hundruð þúsund myndeiningar). Rafeindageislanum er miðað á einn díl í einu og ferðast geislinn á gífurlegum hraða í sífellu á milli allra díla. Hver díll er skannaður um það bil 30 sinnum á sekúndu. Með því að stjórna styrk rafeindageislans fæst breytilegt ljósmagn í hverjum díl og þannig er hægt að birta svart-hvíta mynd.

Mismunandi fosfórljómandi efni geisla frá sér ljósi með mismunandi bylgjulengd og þar með mismunandi lit. Með því að velja heppilegan fosfór má því fá fram ákveðinn lit. Í litasjónvörpum eru þrír punktar í hverjum díl, hver þeirra geislar einum grunnlitanna (rauður, grænn, blár) og er sér rafeindabyssa fyrir hvern lit.

Til að beina rafeindageislanum á réttan stað á skjánum eru tvær leiðir færar. Þar sem rafeindir hafa hleðslu er hægt að nota rafsvið til að stýra þeim í gefna átt. Til þess eru notaðar fjórar plötur umhverfis geislann, tvær fyrir lóðrétta hreyfingu og tvær fyrir lárétta, og spennumunur milli þeirra verður til þess að rafeindirnar fá hröðun þvert á upphafsstefnuna.

Hlaðin ögn á ferð víxlverkar einnig við segulsvið. Krafturinn á ögnina er hornréttur bæði á stefnu hraða hennar og stefnu segulsviðsins. Því er einnig hægt að nota breytilegt segulsvið, fengið með spólum, til að breyta stefnu rafeindageislans.

Tölvuskjáir eru misnæmir en á sumum þeirra bjagast myndin þegar farsíma er haldið nálægt þeim. Þetta má skilja út frá því að rafsegulbylgjur frá símanum afmynda sviðin sem stýra rafeindageislanum inni í skjánum. Svipuð útkoma fæst þegar segull er settur við skjáinn en þó er ekki ráðlegt að prófa það því slíkt fer illa með skjáinn.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: Síða hjá Tækniháskóla Georgíu í Bandaríkjunum....