Greindarvísitala (e. intelligence quotient, IQ) Hitlers er talin hafa verið á bilinu 138-145 og er oftast vísað í töluna 141 í þessu samhengi. Samkvæmt svari við spurningunni Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær er hún orðin óeðlilega lág eða há? þá myndi Hitler hafa verið bráðger, það er að segja mjög hæfileikaríkur og langt yfir meðallagi greindur. Sumir myndu jafnvel vilja kalla hann snilling þó flestir láti það ósagt í ljósi þeirra hörmunga sem dundu á heiminum í seinni heimstyrjöldinni fyrir tilstuðlan Hitlers. Talið er að einungis 1 af hverjum 200-300 einstaklingum séu með greindarvísitölu 141 og hærri.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Átti Hitler konu og börn? eftir EDS
- Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir? eftir ÍDÞ
- Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær er hún orðin óeðlilega lág eða há? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur
- Hvað er greind? eftir Sigurð J. Grétarsson
- Hvað eru bráðger börn? eftir Orra Smárason
- Samanburður á greindarvísitölum. Skoðað 16.03.11
- Var Hitler snillingur? Skoðað 16.03.11
- Áætluð greindarvísitala frægs fólks. Skoðað 16.03.11
- Áætluð og mæld greindarvísitala frægs fólks. Skoðað 16.03.11
- Greindarvísitölur nokkurra leiðtoga Nasistaflokksins. Skoðað 16.03.11
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.