Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir?

ÍDÞ

Eins og lesa má í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Af hverju eru sumir gáfaðri en aðrir? hefur verið deilt um hvort greind sé meðfædd eða áunnin.

Helstu rannsóknirnar í þessu sambandi snúa að eineggja tvíburum sem hafa verið skildir að við fæðingu, þó að öðrum ástæðum en til að gera rannsóknina! Mikil fylgni er á milli greindar hjá tvíburum. Sé annar tvíburinn greindur eru miklar líkur á að hinn sé það líka. Fylgnin minnkar svo þegar skoðaðir eru tvíeggja tvíburar, systkini, hálfsystkini og svo framvegis. Með þetta í huga gætum við dregið þá ályktun að greind erfist, líkt og til dæmis háralitur.

Sumir eru lunknari en aðrir í efnafræði.

Aftur á móti er það ekki svo að eineggja tvíburar séu jafngreindir. Þegar skoðaðir eru annars vegar eineggja tvíburar sem ólust upp saman og hins vegar eineggja tvíburar sem ólust upp hvor í sínu lagi kemur í ljós að meiri líkur eru á því að eineggja tvíburar sem ólust upp saman séu svipað greindir. Auk þess má benda á að þær rannsóknir sem hafa verið gerðar eru flestar frá Vesturlöndum og þó svo að aðstæður séu mismunandi eru þær ef til vill ekki ýkjaólíkar, lítill munur er á uppeldisaðstæðum barna á Höfn í Hornafirði og í Reykjavík. Erfðir skipta þannig ekki öllu máli en þó mjög miklu máli.

En er hægt að segja að einhver sé snjallari, klárari eða gáfaðri en annar? Til að mynda eru sumir fljótari að lesa á meðan aðrir eru sneggri að margfalda. Hæfileikar okkar liggja á mismunandi sviðum og þó að einhverjum gangi illa í skólanum þá þarf það ekki að þýða að sá hinn sami sé heimskur, þvert á móti. Hæfileikar þess aðila gætu til dæmis legið á sviði smíða. Það er því mismunandi hvað fólk telur til gáfna. Eins og Albert Einstein á eitt sinn að hafa sagt: „Allir eru snillingar. En ef þú dæmir fisk út frá hæfileikum hans til að klifra upp tré þá mun hann svo lengi sem hann lifir halda að hann sé heimskur.”

Gamli málshátturinn um að æfingin skapi meistarann á einnig vel við hér.

Heimild og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Karolina Darnowska, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011, sótt 18. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58898.

ÍDÞ. (2011, 16. mars). Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58898

ÍDÞ. „Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 18. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58898>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir?
Eins og lesa má í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Af hverju eru sumir gáfaðri en aðrir? hefur verið deilt um hvort greind sé meðfædd eða áunnin.

Helstu rannsóknirnar í þessu sambandi snúa að eineggja tvíburum sem hafa verið skildir að við fæðingu, þó að öðrum ástæðum en til að gera rannsóknina! Mikil fylgni er á milli greindar hjá tvíburum. Sé annar tvíburinn greindur eru miklar líkur á að hinn sé það líka. Fylgnin minnkar svo þegar skoðaðir eru tvíeggja tvíburar, systkini, hálfsystkini og svo framvegis. Með þetta í huga gætum við dregið þá ályktun að greind erfist, líkt og til dæmis háralitur.

Sumir eru lunknari en aðrir í efnafræði.

Aftur á móti er það ekki svo að eineggja tvíburar séu jafngreindir. Þegar skoðaðir eru annars vegar eineggja tvíburar sem ólust upp saman og hins vegar eineggja tvíburar sem ólust upp hvor í sínu lagi kemur í ljós að meiri líkur eru á því að eineggja tvíburar sem ólust upp saman séu svipað greindir. Auk þess má benda á að þær rannsóknir sem hafa verið gerðar eru flestar frá Vesturlöndum og þó svo að aðstæður séu mismunandi eru þær ef til vill ekki ýkjaólíkar, lítill munur er á uppeldisaðstæðum barna á Höfn í Hornafirði og í Reykjavík. Erfðir skipta þannig ekki öllu máli en þó mjög miklu máli.

En er hægt að segja að einhver sé snjallari, klárari eða gáfaðri en annar? Til að mynda eru sumir fljótari að lesa á meðan aðrir eru sneggri að margfalda. Hæfileikar okkar liggja á mismunandi sviðum og þó að einhverjum gangi illa í skólanum þá þarf það ekki að þýða að sá hinn sami sé heimskur, þvert á móti. Hæfileikar þess aðila gætu til dæmis legið á sviði smíða. Það er því mismunandi hvað fólk telur til gáfna. Eins og Albert Einstein á eitt sinn að hafa sagt: „Allir eru snillingar. En ef þú dæmir fisk út frá hæfileikum hans til að klifra upp tré þá mun hann svo lengi sem hann lifir halda að hann sé heimskur.”

Gamli málshátturinn um að æfingin skapi meistarann á einnig vel við hér.

Heimild og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....