Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Hver var greindarvísitala Alberts Einsteins?

ÞV og HMS

Hæfileikar fólks eru flóknari og margbrotnari en svo að á þá verði lagðir einfaldir mælikvarðar og þar með sé öllu svarað. Engu að síður hafa sálfræðingar búið til hugtakið greindarvísitölu sem kemur stundum að gagni og getur til dæmis sagt fyrir um getu og hæfileika fólks á tilteknum sviðum. Orri Smárason segir í svari sínu við spurningunni Hvað er tilfinningagreind? Er hún mikilvæg?

Fjölmargar rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að þeir sem hafa háa greindarvísitölu fá almennt hærri einkunnir í skóla, eru líklegri til að afla sér góðrar menntunar, standa sig betur í vinnunni, eru líklegri til að giftast og ólíklegri til að skilja, eru sjaldnar atvinnulausir, ólíklegri til að lifa undir fátæktarmörkum, ólíklegri til að verða fangelsaðir og eru almennt hærra settir og betur launaðir en aðrir.


Einstein var óneitanlega gáfaður maður þótt ekki sé endilega hægt að meta nákvæma greindarvísitölu hans.

Greindarvísitala er alltaf reiknuð út frá tilteknu greindarprófi og Einstein er ekki talinn hafa tekið slíkt próf. Án greindarprófs er erfitt ef ekki ómögulegt að meta greindarvísitölu fólks af neinni nákvæmni. Jafnvel þótt Einstein hefði tekið greindarpróf hefði ekkert eitt svar verið við þessari spurningu, þar sem vísitölur samkvæmt mismunandi greindarprófum eru ekki endilega sambærilegar. Auk þess eru fæst greindarpróf til þess ætluð að meta afburðagreint fólk, heldur hafa þau þvert á móti yfirleitt það hlutverk að skima eftir þeim sem standa sig illa og gætu þurft á hjálp að halda.

Einstein var vissulega greindur maður sem hafði til að bera bæði sköpunarkraft, frumlega og sjálfstæða hugsun og þrautseigju. Hann hefði vafalaust náð góðum árangri á greindarprófi, en hæfileikum hans hefði þó engan veginn verið lýst til hlítar með því. Til dæmis er líklegt að margir sem hafa haft svipaða greindarvísitölu og hann hafi engan veginn verið sambærilegir við hann í verkum sínum.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

30.3.2007

Spyrjandi

Starri Friðriksson, f. 1994

Tilvísun

ÞV og HMS. „Hver var greindarvísitala Alberts Einsteins?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2007. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6570.

ÞV og HMS. (2007, 30. mars). Hver var greindarvísitala Alberts Einsteins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6570

ÞV og HMS. „Hver var greindarvísitala Alberts Einsteins?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2007. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6570>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var greindarvísitala Alberts Einsteins?
Hæfileikar fólks eru flóknari og margbrotnari en svo að á þá verði lagðir einfaldir mælikvarðar og þar með sé öllu svarað. Engu að síður hafa sálfræðingar búið til hugtakið greindarvísitölu sem kemur stundum að gagni og getur til dæmis sagt fyrir um getu og hæfileika fólks á tilteknum sviðum. Orri Smárason segir í svari sínu við spurningunni Hvað er tilfinningagreind? Er hún mikilvæg?

Fjölmargar rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að þeir sem hafa háa greindarvísitölu fá almennt hærri einkunnir í skóla, eru líklegri til að afla sér góðrar menntunar, standa sig betur í vinnunni, eru líklegri til að giftast og ólíklegri til að skilja, eru sjaldnar atvinnulausir, ólíklegri til að lifa undir fátæktarmörkum, ólíklegri til að verða fangelsaðir og eru almennt hærra settir og betur launaðir en aðrir.


Einstein var óneitanlega gáfaður maður þótt ekki sé endilega hægt að meta nákvæma greindarvísitölu hans.

Greindarvísitala er alltaf reiknuð út frá tilteknu greindarprófi og Einstein er ekki talinn hafa tekið slíkt próf. Án greindarprófs er erfitt ef ekki ómögulegt að meta greindarvísitölu fólks af neinni nákvæmni. Jafnvel þótt Einstein hefði tekið greindarpróf hefði ekkert eitt svar verið við þessari spurningu, þar sem vísitölur samkvæmt mismunandi greindarprófum eru ekki endilega sambærilegar. Auk þess eru fæst greindarpróf til þess ætluð að meta afburðagreint fólk, heldur hafa þau þvert á móti yfirleitt það hlutverk að skima eftir þeim sem standa sig illa og gætu þurft á hjálp að halda.

Einstein var vissulega greindur maður sem hafði til að bera bæði sköpunarkraft, frumlega og sjálfstæða hugsun og þrautseigju. Hann hefði vafalaust náð góðum árangri á greindarprófi, en hæfileikum hans hefði þó engan veginn verið lýst til hlítar með því. Til dæmis er líklegt að margir sem hafa haft svipaða greindarvísitölu og hann hafi engan veginn verið sambærilegir við hann í verkum sínum.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

...