Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 17:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:08 • Sest 04:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:27 • Síðdegis: 25:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:40 í Reykjavík

Hvers vegna er bensín þynnra en vatn?

Emelía Eiríksdóttir

Vatn og bensín eru bæði vökvar við stofuhita. Vatn er einungis byggt upp af vatnssameindum og er því hreint efni. Nánar til tekið er vatn efnasamband (e. chemical compound) sem hefur efnaformúluna H2O. Vatnsameindir eru því samsettar úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bensín er hins vegar efnablanda (e. chemical mixture) og hefur því enga ákveðna efnaformúlu. Bensín inniheldur að megninu til vetniskolefnin (e. hydrocarbons) hexan (C6H14), heptan (C7H16) og oktan (C8H18). Vetniskolefni innihalda kolefnisfrumeindir og vetnisfrumeindir.

Þegar talað er um þykkt vökva er vanalega átt við seigju (e. viscosity) en hún er mælikvarði á hversu auðveldlega vökvar flæða. Þykkir vökvar eru seigari en þunnir vökvar og eiga þá erfiðara með að flæða en þunnir vökvar. Seigja vatns er 0.98 cP og bensíns er 0.4-0.5 cP, en cP er einingin fyrir seigju. Það að vatn sé seigara en bensín segir okkur að sameindirnar í vatninu halda fastar hver í aðra en sameindirnar í bensíninu. Ástæðan fyrir því að vatnssameindirnar halda óvenju fast hver í aðra er að súrefnisfrumeindin í vatnssameindinni er örlítið neikvætt hlaðin og vetnisfrumeindirnar í vatnssameindinni jákvætt hlaðnar (sjá mynd). Jákvætt hlaðnar eindir dragast að neikvætt hlöðnum eindum.Bygging vatnssameindar
Neikvætt hlaðið súrefni á einni vatnssameind dregst því að jákvætt hlöðnu vetni á annarri vatnssameind; nú hefur myndast það sem kallast vetnistengi. Vetnistengi eru tiltölulega veik tengi en nógu sterk til þess að hafa áhrif á til dæmis seigju vökva, suðumark efna og bræðslumark þeirra. Milli vatnssameindanna í vatninu ríkja vetnistengi út um allt sem halda vatnssameindunum þétt saman.

Vetnistengi geta myndast milli sameinda sem innihalda annars vegar vetni (H) og hins vegar súrefni (O), flúor (F) eða köfnunarefni (N). Vetniskolefnin í bensíninu innihalda ekki súrefni, flúor eða köfnunarefni og hafa ekki möguleika á að mynda vetnistengi sín á milli. Hins vegar ríkja aðrir kraftar (van der Waals kraftar, einnig kallaðir London kraftar) á milli sameindanna í bensíninu sem valda því að þær sameindir loða saman. van der Waals kraftar eru mun veikari en vetnistengi og því haldast sameindirnar í bensíninu ekki eins fast hver í aðra eins og vatnssameindirnar.

Það eru sem sagt aðallega vetnistengin sem valda því að vatn er þykkara en bensín.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.3.2011

Spyrjandi

Kristófer Laufar Hansson, f. 1997

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvers vegna er bensín þynnra en vatn?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2011. Sótt 29. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=58926.

Emelía Eiríksdóttir. (2011, 18. mars). Hvers vegna er bensín þynnra en vatn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58926

Emelía Eiríksdóttir. „Hvers vegna er bensín þynnra en vatn?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2011. Vefsíða. 29. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58926>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er bensín þynnra en vatn?
Vatn og bensín eru bæði vökvar við stofuhita. Vatn er einungis byggt upp af vatnssameindum og er því hreint efni. Nánar til tekið er vatn efnasamband (e. chemical compound) sem hefur efnaformúluna H2O. Vatnsameindir eru því samsettar úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bensín er hins vegar efnablanda (e. chemical mixture) og hefur því enga ákveðna efnaformúlu. Bensín inniheldur að megninu til vetniskolefnin (e. hydrocarbons) hexan (C6H14), heptan (C7H16) og oktan (C8H18). Vetniskolefni innihalda kolefnisfrumeindir og vetnisfrumeindir.

Þegar talað er um þykkt vökva er vanalega átt við seigju (e. viscosity) en hún er mælikvarði á hversu auðveldlega vökvar flæða. Þykkir vökvar eru seigari en þunnir vökvar og eiga þá erfiðara með að flæða en þunnir vökvar. Seigja vatns er 0.98 cP og bensíns er 0.4-0.5 cP, en cP er einingin fyrir seigju. Það að vatn sé seigara en bensín segir okkur að sameindirnar í vatninu halda fastar hver í aðra en sameindirnar í bensíninu. Ástæðan fyrir því að vatnssameindirnar halda óvenju fast hver í aðra er að súrefnisfrumeindin í vatnssameindinni er örlítið neikvætt hlaðin og vetnisfrumeindirnar í vatnssameindinni jákvætt hlaðnar (sjá mynd). Jákvætt hlaðnar eindir dragast að neikvætt hlöðnum eindum.Bygging vatnssameindar
Neikvætt hlaðið súrefni á einni vatnssameind dregst því að jákvætt hlöðnu vetni á annarri vatnssameind; nú hefur myndast það sem kallast vetnistengi. Vetnistengi eru tiltölulega veik tengi en nógu sterk til þess að hafa áhrif á til dæmis seigju vökva, suðumark efna og bræðslumark þeirra. Milli vatnssameindanna í vatninu ríkja vetnistengi út um allt sem halda vatnssameindunum þétt saman.

Vetnistengi geta myndast milli sameinda sem innihalda annars vegar vetni (H) og hins vegar súrefni (O), flúor (F) eða köfnunarefni (N). Vetniskolefnin í bensíninu innihalda ekki súrefni, flúor eða köfnunarefni og hafa ekki möguleika á að mynda vetnistengi sín á milli. Hins vegar ríkja aðrir kraftar (van der Waals kraftar, einnig kallaðir London kraftar) á milli sameindanna í bensíninu sem valda því að þær sameindir loða saman. van der Waals kraftar eru mun veikari en vetnistengi og því haldast sameindirnar í bensíninu ekki eins fast hver í aðra eins og vatnssameindirnar.

Það eru sem sagt aðallega vetnistengin sem valda því að vatn er þykkara en bensín.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....