Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru Kínverjar með skásett augu?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur hefur skrifað svar við þessari spurningu á Vísindavefnum. Hann segir meðal annars að hjá öllum lækkar augnrifan inn að nefinu og við höfum þess vegna öll örlítið skásett augu.

Hjá fólki af asískum uppruna er þetta greinilegra en hjá öðrum af því að húðfelling liggur inn yfir efra augnlokið og augnrifan verður því lægri þar. Nef fólks af mongólskum uppruna er einnig lægra þar sem það mætir enninu og það dregur enn fremur fram skásett augu.

Hægt er að lesa meira um þetta í svari Haraldar við spurningunni Af hverju er asískt fólk með skásett augu?

Útgáfudagur

10.5.2006

Spyrjandi

Jón Ástvaldsson

Efnisorð

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju eru Kínverjar með skásett augu?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2006. Sótt 14. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5895.

JGÞ. (2006, 10. maí). Af hverju eru Kínverjar með skásett augu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5895

JGÞ. „Af hverju eru Kínverjar með skásett augu?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2006. Vefsíða. 14. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5895>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jóhannes Dagsson

1975

Jóhannes Dagsson er lektor við Listaháskóla Íslands. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins.