Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju talar maður eins og teiknimyndapersóna ef maður andar að sér helíngasi úr blöðru?

EDS

Ástæðan fyrir því að röddin breytist þegar maður andar að sér helíngasi er sú að það er miklu léttara en andrúmsloftið og hljóðbylgjurnar fara mikið hraðar í gegnum það. Þegar bylgjuhraðinn eykst vex einnig tíðnin og röddin verður skrækari. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvers vegna breytist röddin í fólki sem andar að sér helíngasi? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur og Þorstein Vilhjálmsson. Textinn hér á eftir er tekinn úr því svari en áhugasamir ættu að lesa svarið í heild sinni.

Raddböndin eru tvær aðskildar himnur eða þykkildi í barkakýlinu í hálsinum. Brjósk og vöðvar stjórna því hvort og þá hversu mikil glufa er milli raddbandanna, hver lögun þeirra er og hvort þau eru slök eða stríð. Þegar loft þrýstist gegnum barkakýlið og raddböndin liggja þétt hvort að öðru titra þau, en við það myndast hljóð sem mótast síðan frekar af tungunni og hljóðholinu í hálsi og munni. Þetta hljóð hefur upphaflega margar og mismunandi bylgjulengdir og tíðnigildi og við tölum um að tíðniróf þess sé breitt.

Alvin og íkornarnir eru með dæmigerða helín-rödd.

Það má líta á hálsinn í okkur sem hljóðhol (e. resonating cavity) sem magnar sérstaklega upp tilteknar bylgjulengdir í hljóðinu sem raddböndin skapa. Því stærra sem hljóðholið er þeim mun meiri verður bylgjulengd hljóðsins sem mótast og tíðnin minni, enda er margfeldi bylgjulengdar og tíðni jafnt hljóðhraðanum og hann er sá sami í mismunandi hljóðholum við sömu aðstæður.

Bylgjulengd hljóðsins sem raddböndin gefa frá sér er hin sama hvort sem helín eða andrúmsloft er í hljóðholinu, og það mótar bylgjulengdina á sama hátt og áður því að lögun þess hefur ekkert breyst. Hins vegar er hraðinn ekki sá sami þar sem helín er miklu léttara gas en andrúmsloftið og hljóðbylgjur fara miklu hraðar gegnum það. Ef hraðinn eykst en bylgjulengdin er fasti þá hlýtur tíðnin að aukast til þess að jafnan gangi upp. Það er einmitt þetta sem gerist þegar menn anda að sér helíngasi og gefa síðan frá sér hljóð; röddin breytist og verður hærri (skrækari). Að sama skapi mundi röddin dýpka ef við mundum anda að okkur gasi þar sem hraði hljóðsins er minni en í andrúmslofti.

Mynd:

Alvin and the Chipmunks á Fanpop.com. Sótt 18. 3. 2011.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2011

Spyrjandi

Katrín Eva Hafsteinsdóttir, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Af hverju talar maður eins og teiknimyndapersóna ef maður andar að sér helíngasi úr blöðru?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2011, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58959.

EDS. (2011, 17. mars). Af hverju talar maður eins og teiknimyndapersóna ef maður andar að sér helíngasi úr blöðru? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58959

EDS. „Af hverju talar maður eins og teiknimyndapersóna ef maður andar að sér helíngasi úr blöðru?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2011. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58959>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju talar maður eins og teiknimyndapersóna ef maður andar að sér helíngasi úr blöðru?
Ástæðan fyrir því að röddin breytist þegar maður andar að sér helíngasi er sú að það er miklu léttara en andrúmsloftið og hljóðbylgjurnar fara mikið hraðar í gegnum það. Þegar bylgjuhraðinn eykst vex einnig tíðnin og röddin verður skrækari. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvers vegna breytist röddin í fólki sem andar að sér helíngasi? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur og Þorstein Vilhjálmsson. Textinn hér á eftir er tekinn úr því svari en áhugasamir ættu að lesa svarið í heild sinni.

Raddböndin eru tvær aðskildar himnur eða þykkildi í barkakýlinu í hálsinum. Brjósk og vöðvar stjórna því hvort og þá hversu mikil glufa er milli raddbandanna, hver lögun þeirra er og hvort þau eru slök eða stríð. Þegar loft þrýstist gegnum barkakýlið og raddböndin liggja þétt hvort að öðru titra þau, en við það myndast hljóð sem mótast síðan frekar af tungunni og hljóðholinu í hálsi og munni. Þetta hljóð hefur upphaflega margar og mismunandi bylgjulengdir og tíðnigildi og við tölum um að tíðniróf þess sé breitt.

Alvin og íkornarnir eru með dæmigerða helín-rödd.

Það má líta á hálsinn í okkur sem hljóðhol (e. resonating cavity) sem magnar sérstaklega upp tilteknar bylgjulengdir í hljóðinu sem raddböndin skapa. Því stærra sem hljóðholið er þeim mun meiri verður bylgjulengd hljóðsins sem mótast og tíðnin minni, enda er margfeldi bylgjulengdar og tíðni jafnt hljóðhraðanum og hann er sá sami í mismunandi hljóðholum við sömu aðstæður.

Bylgjulengd hljóðsins sem raddböndin gefa frá sér er hin sama hvort sem helín eða andrúmsloft er í hljóðholinu, og það mótar bylgjulengdina á sama hátt og áður því að lögun þess hefur ekkert breyst. Hins vegar er hraðinn ekki sá sami þar sem helín er miklu léttara gas en andrúmsloftið og hljóðbylgjur fara miklu hraðar gegnum það. Ef hraðinn eykst en bylgjulengdin er fasti þá hlýtur tíðnin að aukast til þess að jafnan gangi upp. Það er einmitt þetta sem gerist þegar menn anda að sér helíngasi og gefa síðan frá sér hljóð; röddin breytist og verður hærri (skrækari). Að sama skapi mundi röddin dýpka ef við mundum anda að okkur gasi þar sem hraði hljóðsins er minni en í andrúmslofti.

Mynd:

Alvin and the Chipmunks á Fanpop.com. Sótt 18. 3. 2011.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....