Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fyrir hvað stendur UFO og hvar hafa UFO sést?

EDS

Enska skammstöfunin UFO stendur fyrir 'Unidentified Flying Object', sem á íslensku hefur útlagst sem fljúgandi furðuhlutur eða FFH. Reglulega komast í fréttir sögur af því að fólk hafi séð ókennilega hluti á himninum sem það telur að ekki sé hægt að skýra á annan hátt en að um sé að ræða eitthvað utan úr geimnum.

Meðal þekktari sagna um fljúgandi furðuhluti er meint brotlending geimvera við herstöðina við Groom Dry Lake í Nevada-ríki í Bandaríkjunum, svæði sem oft gengur undir heitinu Area 51, en fjallað er um það í svari Hrannars Baldurssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Area 51 til? Einnig er fjallað stuttlega um atvikssögur af þessu tagi í svari Sigurðar Arnar Ragnarssonar við spurningunni Hvaða atvik í Bandaríkjunum 1964 átti að tengjast geimverum?



Í kvikmyndinni Independence Day gera geimverur tilraun til þess að ná yfirráðum á jörðinni.

Víða á netinu er að finna síður um fljúgandi furðuhluti og er nóg að slá “UFO” inn í leitarvélar til þess að finna upplýsingar. Þar er meðal annars að finna síðuna *U* Database þar sem sjá má kort (*U* World UFO Sightings Maps) þar sem merktir eru inn þeir staðar þar sem fólk telur sig hafa séð fljúgandi furðuhluti.

Vísindamenn taka þó yfirleitt ekki undir þessar sögur um geimverur og fljúgandi furðuhluti og ekki hefur verið staðfest á vísindalegan hátt að líf sé að finna utan jarðarinnar. Hins vegar er langt frá því að vísindamenn útiloki líf á öðrum hnöttum og gera raunar margir ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar; galdurinn er bara að finna það. Um þetta hefur verið fjallað í nokkrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:

Mynd: Professor Neon's Film Reviews and Movie Publicity Materials

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.5.2006

Spyrjandi

Ásta Hrafnhildardóttir

Tilvísun

EDS. „Fyrir hvað stendur UFO og hvar hafa UFO sést?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2006, sótt 9. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5902.

EDS. (2006, 10. maí). Fyrir hvað stendur UFO og hvar hafa UFO sést? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5902

EDS. „Fyrir hvað stendur UFO og hvar hafa UFO sést?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2006. Vefsíða. 9. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5902>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fyrir hvað stendur UFO og hvar hafa UFO sést?
Enska skammstöfunin UFO stendur fyrir 'Unidentified Flying Object', sem á íslensku hefur útlagst sem fljúgandi furðuhlutur eða FFH. Reglulega komast í fréttir sögur af því að fólk hafi séð ókennilega hluti á himninum sem það telur að ekki sé hægt að skýra á annan hátt en að um sé að ræða eitthvað utan úr geimnum.

Meðal þekktari sagna um fljúgandi furðuhluti er meint brotlending geimvera við herstöðina við Groom Dry Lake í Nevada-ríki í Bandaríkjunum, svæði sem oft gengur undir heitinu Area 51, en fjallað er um það í svari Hrannars Baldurssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Area 51 til? Einnig er fjallað stuttlega um atvikssögur af þessu tagi í svari Sigurðar Arnar Ragnarssonar við spurningunni Hvaða atvik í Bandaríkjunum 1964 átti að tengjast geimverum?



Í kvikmyndinni Independence Day gera geimverur tilraun til þess að ná yfirráðum á jörðinni.

Víða á netinu er að finna síður um fljúgandi furðuhluti og er nóg að slá “UFO” inn í leitarvélar til þess að finna upplýsingar. Þar er meðal annars að finna síðuna *U* Database þar sem sjá má kort (*U* World UFO Sightings Maps) þar sem merktir eru inn þeir staðar þar sem fólk telur sig hafa séð fljúgandi furðuhluti.

Vísindamenn taka þó yfirleitt ekki undir þessar sögur um geimverur og fljúgandi furðuhluti og ekki hefur verið staðfest á vísindalegan hátt að líf sé að finna utan jarðarinnar. Hins vegar er langt frá því að vísindamenn útiloki líf á öðrum hnöttum og gera raunar margir ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar; galdurinn er bara að finna það. Um þetta hefur verið fjallað í nokkrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:

Mynd: Professor Neon's Film Reviews and Movie Publicity Materials...