Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Af hverju gerið þið á Vísindavefnum svona löng svör við mjög einföldum spurningum?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það er að ýmsu að huga þegar þessari spurningu er svarað. Í fyrsta lagi 'hvað eru einfaldar spurningar?' Spurningar sem virðast einfaldar leyna oft á sér og eru í raun frekar flóknar. Hér er til dæmis ein einföld:
  • Hver er ég?
Einfalda svarið við henni væri:
  • Þú ert þú.
En við erum sennilega litlu nær og stutt svar við þessari einföldu spurningu segir okkur ekki mikið. Enda er það svo að spurningin leynir á sér, flestir eru alla ævina að reyna að svara spurningunni Hver er ég? og það væri sennilega ekki eins skemmtilegt að lifa lífinu ef við vissum endanlegt svar við þeirri spurningu. Þeim sem eru byrjaðir að pæla í því hverjir þeir eru, bendum við á svar við spurningunni Hver er ég?

Einfaldar spurningar geta þess vegna leynt á sér og verið býsna viðamiklar. En það þýðir þó ekki endilega að rétt sé að svara einföldum spurningum í löngu máli af því að þess háttar spurningar eru í raun ekki einfaldar heldur flóknar og strembnar.

En af hverju ættu flóknar spurningar að kalla á löng svör og einfaldar á stutt svör? Á Vísindavefnum eigum við til dæmis svar við spurningunni Hver er erfiðasta spurningin í heiminum? sem er vissulega erfið og flókin spurning. En svarið er ekkert langt. Það rúmast í einni málsgrein. Þeir sem trúa því ekki geta bara skoðað svarið með því að smella á tengilinn.

En kannski finnst spyrjandanum að við skrifum stundum full löng svör, hann vill fá minna lesefni í hverju svari. Öðrum finnst þó kannski að við skrifum of stutt svör. Það er erfitt að gera öllum til hæfis. Þess vegna skrifum við stundum tvö svör við hverri spurningu, eitt aðeins lengra og viðameira og annað styttra og einfaldara. Stuttu svörin nefnum við laggóð.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.5.2006

Spyrjandi

Anita Erlendsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju gerið þið á Vísindavefnum svona löng svör við mjög einföldum spurningum?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2006. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5903.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2006, 10. maí). Af hverju gerið þið á Vísindavefnum svona löng svör við mjög einföldum spurningum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5903

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju gerið þið á Vísindavefnum svona löng svör við mjög einföldum spurningum?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2006. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5903>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju gerið þið á Vísindavefnum svona löng svör við mjög einföldum spurningum?
Það er að ýmsu að huga þegar þessari spurningu er svarað. Í fyrsta lagi 'hvað eru einfaldar spurningar?' Spurningar sem virðast einfaldar leyna oft á sér og eru í raun frekar flóknar. Hér er til dæmis ein einföld:

  • Hver er ég?
Einfalda svarið við henni væri:
  • Þú ert þú.
En við erum sennilega litlu nær og stutt svar við þessari einföldu spurningu segir okkur ekki mikið. Enda er það svo að spurningin leynir á sér, flestir eru alla ævina að reyna að svara spurningunni Hver er ég? og það væri sennilega ekki eins skemmtilegt að lifa lífinu ef við vissum endanlegt svar við þeirri spurningu. Þeim sem eru byrjaðir að pæla í því hverjir þeir eru, bendum við á svar við spurningunni Hver er ég?

Einfaldar spurningar geta þess vegna leynt á sér og verið býsna viðamiklar. En það þýðir þó ekki endilega að rétt sé að svara einföldum spurningum í löngu máli af því að þess háttar spurningar eru í raun ekki einfaldar heldur flóknar og strembnar.

En af hverju ættu flóknar spurningar að kalla á löng svör og einfaldar á stutt svör? Á Vísindavefnum eigum við til dæmis svar við spurningunni Hver er erfiðasta spurningin í heiminum? sem er vissulega erfið og flókin spurning. En svarið er ekkert langt. Það rúmast í einni málsgrein. Þeir sem trúa því ekki geta bara skoðað svarið með því að smella á tengilinn.

En kannski finnst spyrjandanum að við skrifum stundum full löng svör, hann vill fá minna lesefni í hverju svari. Öðrum finnst þó kannski að við skrifum of stutt svör. Það er erfitt að gera öllum til hæfis. Þess vegna skrifum við stundum tvö svör við hverri spurningu, eitt aðeins lengra og viðameira og annað styttra og einfaldara. Stuttu svörin nefnum við laggóð....