Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju gýs upp megn vaxlykt um leið og slökkt er á kerti?

Emelía Eiríksdóttir

Kerti samanstendur af kertavaxi og kveikiþræði. Kertavaxið er eldsneytið, það er efnið sem brennur, en kveikurinn stjórnar hraða brunans.

Þegar logandi eldspýta er borin að kveiknum bráðnar kertavaxið næst kveiknum og sogast upp í kveikinn. Vegna hitans frá eldinum gufar kertavaxið í kveiknum upp, blandast súrefninu í kring og þegar hitinn á gasblöndunni er nógu mikill gengur kertavaxið í efnasamband við súrefnið. Þetta seinasta ferli kallast bruni og við hann myndast vatn (H2O), koltvíildi (einnig nefnt koldíoxíð, CO2), koleinildi (einnig nefnt koleinoxíð eða kolmónoxíð, CO) og sót (Cn) ásamt öðrum milliefnum.

Þegar slökkt er á kertaloga stígur oft hvítur reykur upp frá kertinu. Þessi hvíti reykur er einfaldlega vax sem hefur gufað upp af heitum kveiknum og þést í sýnilegt vaxský.

Þegar kveikt hefur verið á kertinu um stund og loginn svo slökktur, til dæmis með því að blása á hann, þá sést oft hvítur reykur stíga upp frá kertinu. Þessi hvíti reykur er einfaldlega vax sem hefur gufað upp af heitum kveiknum. Hitinn á kveiknum er hins vegar ekki nægilegur til að kveikja í þessari vaxgufu. Þar sem kertið logar ekki lengur, þá brennur vaxgufan ekki, heldur þéttist hún í örlítið vaxský sem er sýnilegt með berum augum.

Við skynjum því uppgufunina á vaxinu bæði með augunum og svo með nefinu sem vaxlykt. Við finnum hins vegar enga eða nánast enga vaxlykt þegar kveikt er á kertinu því vaxið brennur áður en það nær lyktarnemunum í nefinu á okkur.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.8.2013

Spyrjandi

Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju gýs upp megn vaxlykt um leið og slökkt er á kerti?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2013, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59210.

Emelía Eiríksdóttir. (2013, 14. ágúst). Af hverju gýs upp megn vaxlykt um leið og slökkt er á kerti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59210

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju gýs upp megn vaxlykt um leið og slökkt er á kerti?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2013. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59210>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju gýs upp megn vaxlykt um leið og slökkt er á kerti?
Kerti samanstendur af kertavaxi og kveikiþræði. Kertavaxið er eldsneytið, það er efnið sem brennur, en kveikurinn stjórnar hraða brunans.

Þegar logandi eldspýta er borin að kveiknum bráðnar kertavaxið næst kveiknum og sogast upp í kveikinn. Vegna hitans frá eldinum gufar kertavaxið í kveiknum upp, blandast súrefninu í kring og þegar hitinn á gasblöndunni er nógu mikill gengur kertavaxið í efnasamband við súrefnið. Þetta seinasta ferli kallast bruni og við hann myndast vatn (H2O), koltvíildi (einnig nefnt koldíoxíð, CO2), koleinildi (einnig nefnt koleinoxíð eða kolmónoxíð, CO) og sót (Cn) ásamt öðrum milliefnum.

Þegar slökkt er á kertaloga stígur oft hvítur reykur upp frá kertinu. Þessi hvíti reykur er einfaldlega vax sem hefur gufað upp af heitum kveiknum og þést í sýnilegt vaxský.

Þegar kveikt hefur verið á kertinu um stund og loginn svo slökktur, til dæmis með því að blása á hann, þá sést oft hvítur reykur stíga upp frá kertinu. Þessi hvíti reykur er einfaldlega vax sem hefur gufað upp af heitum kveiknum. Hitinn á kveiknum er hins vegar ekki nægilegur til að kveikja í þessari vaxgufu. Þar sem kertið logar ekki lengur, þá brennur vaxgufan ekki, heldur þéttist hún í örlítið vaxský sem er sýnilegt með berum augum.

Við skynjum því uppgufunina á vaxinu bæði með augunum og svo með nefinu sem vaxlykt. Við finnum hins vegar enga eða nánast enga vaxlykt þegar kveikt er á kertinu því vaxið brennur áður en það nær lyktarnemunum í nefinu á okkur.

Heimildir:

Mynd:

...