Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver skrifaði Biblíuna og hvernig vissi hún eða hann allt um söguna?

Ritið sem við köllum Biblíu er í raun margar bækur enda þýðir orðið biblía bækur. Við skiptum Biblíunni oftast í tvennt og tölum um Gamla testamentið og Nýja testamentið. Í Gamla testamentinu eru 39 rit og það er upprunalega ritað að mestu á hebresku. Í Nýja testamentinu eru 27 rit og það var fyrst ritað á grísku.Gömul Biblía.

Bækur Biblíunnar voru skrifaðar á löngum tíma, Gamla testamentið frá árunum 1300-200 f. Kr. og Nýja testamentið var skrifað á síðari hluta fyrstu aldar e. Kr. Bókunum var síðan safnað saman í eitt safnrit og endanleg gerð þess er frá því um 400 e. Kr. Ýmis rit urðu þá útundan og þóttu ekki tæk í Biblíuna. Þau kallst apókrýfar bækur. Tómasarguðspjall er til dæmis eitt af apókrýfum ritum Nýja testamentisins og hægt er að lesa um það í svari við spurningunni Hvar get ég séð eða lesið Tómasarguðspjall? Um apókrýfar bækur er hægt að lesa nánar í ítarlegu svari við spurningunni Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?

Mynd: Liam's Pictures from Old Books

Útgáfudagur

12.5.2006

Spyrjandi

Hólmfríður Víkingsdóttir, f. 1994
Daníel Adam Pilkington, f. 1995

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Hver skrifaði Biblíuna og hvernig vissi hún eða hann allt um söguna?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2006. Sótt 12. desember 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=5922.

JGÞ. (2006, 12. maí). Hver skrifaði Biblíuna og hvernig vissi hún eða hann allt um söguna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5922

JGÞ. „Hver skrifaði Biblíuna og hvernig vissi hún eða hann allt um söguna?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2006. Vefsíða. 12. des. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5922>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Vindmylla

Vindmyllur eiga uppruna sinn að rekja til Persíu og Kína. Þar var vindorkan einkum notuð til að mala korn og til vatnsveitu. Vindmyllur nú á dögum eru töluvert þróaðri en byggjast á sömu hugmynd. Í vindmyllum sem framleiða rafmagn er vindurinn látinn snúa spöðum á ás sem tengdur er við rafal og hann umbreytir hreyfiorku vindsins í raforku.