Í leysum er ljósið magnað upp með ljósmagnara og þar að auki eru speglar við báða enda leysisins. Þeir sjá um svonefnda styrkjandi afturverkun með því að beina því sem kemur eða stefnir út úr ljósmagnaranum inn í hann aftur.
Leysir er þess vegna ljós sem búið er að magna upp. Eins og kunnugt er ljósið það eina sem getur ferðast á ljóshraða, en hann er um það bil 300.000 km á sekúndu. Fjarlægð tunglsins frá jörðu er að meðaltali um 384.000 km og ljós sem við sendum frá leysi til tunglsins væri þess vegna um 1,3 sekúndur á leiðinni. Það skiptir engu máli hversu sterkt eða öflugt leysiljósið væri, það er alveg jafn lengi á leiðinni til tunglsins!
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Af hverju ferðast ljósið 300.000 km á sekúndu? eftir ÞV
- Hvað er tunglið langt frá jörðu? eftir Einar Örn Þorvaldsson og Þorstein Vilhjálmsson
- Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Anthonares. Sótt 5.4.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.