Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað er mjög sterkur laser lengi á leiðinni til tunglsins?

JGÞ

Leysir er íslenskun á enska orðinu "LASER" sem er skammstöfun á "Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation". Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Hvernig er leysiljósið unnið? er "LASER" í raun rangnefni. Leysirinn er nefnilega annað og meira en magnari því hann er líka sveiflugjafi: „Í stað "Amplification" (mögnun) hefði átt að standa "Oscillator" (sveiflugjafi), en við það yrði skammstöfunin LOSER, sem þótti ekki við hæfi.“

Í leysum er ljósið magnað upp með ljósmagnara og þar að auki eru speglar við báða enda leysisins. Þeir sjá um svonefnda styrkjandi afturverkun með því að beina því sem kemur eða stefnir út úr ljósmagnaranum inn í hann aftur.

Leysir er þess vegna ljós sem búið er að magna upp. Eins og kunnugt er ljósið það eina sem getur ferðast á ljóshraða, en hann er um það bil 300.000 km á sekúndu. Fjarlægð tunglsins frá jörðu er að meðaltali um 384.000 km og ljós sem við sendum frá leysi til tunglsins væri þess vegna um 1,3 sekúndur á leiðinni. Það skiptir engu máli hversu sterkt eða öflugt leysiljósið væri, það er alveg jafn lengi á leiðinni til tunglsins!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

5.4.2011

Spyrjandi

Sigurður Bjarni Benediktsson, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er mjög sterkur laser lengi á leiðinni til tunglsins?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2011. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59247.

JGÞ. (2011, 5. apríl). Hvað er mjög sterkur laser lengi á leiðinni til tunglsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59247

JGÞ. „Hvað er mjög sterkur laser lengi á leiðinni til tunglsins?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2011. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59247>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er mjög sterkur laser lengi á leiðinni til tunglsins?
Leysir er íslenskun á enska orðinu "LASER" sem er skammstöfun á "Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation". Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Hvernig er leysiljósið unnið? er "LASER" í raun rangnefni. Leysirinn er nefnilega annað og meira en magnari því hann er líka sveiflugjafi: „Í stað "Amplification" (mögnun) hefði átt að standa "Oscillator" (sveiflugjafi), en við það yrði skammstöfunin LOSER, sem þótti ekki við hæfi.“

Í leysum er ljósið magnað upp með ljósmagnara og þar að auki eru speglar við báða enda leysisins. Þeir sjá um svonefnda styrkjandi afturverkun með því að beina því sem kemur eða stefnir út úr ljósmagnaranum inn í hann aftur.

Leysir er þess vegna ljós sem búið er að magna upp. Eins og kunnugt er ljósið það eina sem getur ferðast á ljóshraða, en hann er um það bil 300.000 km á sekúndu. Fjarlægð tunglsins frá jörðu er að meðaltali um 384.000 km og ljós sem við sendum frá leysi til tunglsins væri þess vegna um 1,3 sekúndur á leiðinni. Það skiptir engu máli hversu sterkt eða öflugt leysiljósið væri, það er alveg jafn lengi á leiðinni til tunglsins!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....