Sólin Sólin Rís 07:19 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:46 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:28 • Síðdegis: 19:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:20 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík

Af hverju búum við ekki á tunglinu?

JGÞ

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að við búum á jörðinni en ekki tunglinu. Í fyrsta lagi þróaðist lífið á jörðinni en ekki tunglinu. Lífið eins og við þekkjum það þarfnast vatns og á tunglinu er ekkert vatn. Lífið hefði þess vegna ekki getað kviknað á tunglinu. Þó að menn geti ferðast til tunglsins væri erfitt fyrir þá að búa þar vegna vatnsskorts. Menn þyrftu að finna góðar og hagkvæmar leiðir til að flytja þangað vatn.

Hér sést geimfari í geimbúningi á tunglinu á sérstöku fjórhjóli.

Önnur mikilvæg ástæða þess að við búum á jörðinni en ekki á tunglinu er sú að hér er lofthjúpur en ekki á tunglinu. Tunglið er það lítið að það nær ekki að halda í gassameindir. Þess vegna getur lofthjúpur ekki myndast þar.

Lofthjúpur jarðarinnar gegnir því hlutverki að vernda okkur fyrir grjóti, ryki og hættulegri geislun utan úr geimnum. Ef menn ætluðu að búa á tunglinu þyrftu menn að verjast þessum hlutum, það væri til að mynda hægt með því að búa undir þykku lagi af jarðvegi.

Án lofthjúps er líka ekkert súrefni á tunglinu en það þurfum við í hvers konar bruna í líkamanum, meðal annars til að halda á okkur hita og halda starfsemi líffæra gangandi, til dæmis hjartslætti, heilastarfsemi og vöðvum. Án lofthjúps á tunglinu er þess vegna ómögulegt fyrir okkur að viðhalda nauðsynlegri líkamsstarfsemi.

Það eru þess vegna margar ástæður fyrir því að við búum á jörðinni en ekki á tunglinu!

Frekara lesefni, heimildir og mynd á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

5.4.2011

Spyrjandi

Sigmundur Gústafson, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju búum við ekki á tunglinu?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2011. Sótt 23. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=59268.

JGÞ. (2011, 5. apríl). Af hverju búum við ekki á tunglinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59268

JGÞ. „Af hverju búum við ekki á tunglinu?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2011. Vefsíða. 23. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59268>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju búum við ekki á tunglinu?
Það eru ýmsar ástæður fyrir því að við búum á jörðinni en ekki tunglinu. Í fyrsta lagi þróaðist lífið á jörðinni en ekki tunglinu. Lífið eins og við þekkjum það þarfnast vatns og á tunglinu er ekkert vatn. Lífið hefði þess vegna ekki getað kviknað á tunglinu. Þó að menn geti ferðast til tunglsins væri erfitt fyrir þá að búa þar vegna vatnsskorts. Menn þyrftu að finna góðar og hagkvæmar leiðir til að flytja þangað vatn.

Hér sést geimfari í geimbúningi á tunglinu á sérstöku fjórhjóli.

Önnur mikilvæg ástæða þess að við búum á jörðinni en ekki á tunglinu er sú að hér er lofthjúpur en ekki á tunglinu. Tunglið er það lítið að það nær ekki að halda í gassameindir. Þess vegna getur lofthjúpur ekki myndast þar.

Lofthjúpur jarðarinnar gegnir því hlutverki að vernda okkur fyrir grjóti, ryki og hættulegri geislun utan úr geimnum. Ef menn ætluðu að búa á tunglinu þyrftu menn að verjast þessum hlutum, það væri til að mynda hægt með því að búa undir þykku lagi af jarðvegi.

Án lofthjúps er líka ekkert súrefni á tunglinu en það þurfum við í hvers konar bruna í líkamanum, meðal annars til að halda á okkur hita og halda starfsemi líffæra gangandi, til dæmis hjartslætti, heilastarfsemi og vöðvum. Án lofthjúps á tunglinu er þess vegna ómögulegt fyrir okkur að viðhalda nauðsynlegri líkamsstarfsemi.

Það eru þess vegna margar ástæður fyrir því að við búum á jörðinni en ekki á tunglinu!

Frekara lesefni, heimildir og mynd á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...