Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Getur verið að orðið ananas sé komið af orðinu bananas?

Orðið banani er talið hafa borist til Evrópu með Portúgölum sem fluttu það með sér frá Gíneu á 16. öld. Þar mun það hafa verið notað í einni af mállýskum heimamanna. Sama er að segja um orðið ananas að það munu Portúgalar einnig hafa flutt með sér til Evrópu á 16. öld. Það er talið fengið úr indjánamálunum tupí og guaraní í Suður-Ameríku. Þar mun ávöxturinn hafa verið kallaður anáná, náná eða eitthvað nálægt þessu. S-ið í enda orðsins mun vera fleirtöluending sem skilin var sem hluti grunnorðsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Friedrich Kluge 2002. Etymologisches Wörterbuch der deutschen Sprache. 24. úgáfa. Berlin/New York, Walter de Gruyter.
  • en.wikipedia.org - pineapple. Sótt 10.5.2011.

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Getur verið að orðið ananas sé komið af orðinu bananas? Sagan segir að þegar ananas hafi fyrst verið fluttur til Evrópu hafi þeir einfaldlega strikað út b-ið í bananas.

Útgáfudagur

12.5.2011

Spyrjandi

Össur Indriðason

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Getur verið að orðið ananas sé komið af orðinu bananas?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2011. Sótt 22. mars 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=59295.

Guðrún Kvaran. (2011, 12. maí). Getur verið að orðið ananas sé komið af orðinu bananas? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59295

Guðrún Kvaran. „Getur verið að orðið ananas sé komið af orðinu bananas?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2011. Vefsíða. 22. mar. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59295>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðmundur J. Óskarsson

1969

Guðmundur J. Óskarsson er fiskifræðingur á uppsjávarslífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Rannsóknir og starfssvið hans lúta að uppsjávarfiskum og þá einkum síld.