Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru ein-, tví- og þríglýseríð?

Gunnar Widtefeldt Reginsson

Glýseríð er efnasamband í flokki lípíða og er samsett úr glýseróli og fitusýrum. Glýseríð gegnir mikilvægu hlutverki bæði í lífverum og í matvæla- og efnaiðnaði.

Glýseról er keðja af þremur kolefnisatómum með þremur hýdroxíðhópum (OH) (sjá mynd 1). Glýseról getur tengst einni, tveimur eða þremur fitusýrum og myndað ein-, tví- eða þríglýseríð (sjá mynd 2). Karboxýlsýruhópurinn (COOH) á fitusýrunni og hýdroxíðhópurinn á glýserólinu mynda efnatengi sem nefnist estertengi.

Mynd 1. Glýserólsameindin er keðja af þremur kolefnum með þremur hýdroxíðhópum, einum á hverju kolefni.

Sápa er gott dæmi um notkun glýseríðs í efnaiðnaði. Einföldustu sápurnar eru búnar til með því að blanda saman þríglýseríði og sterkum basa, til dæmis natrínhýdroxíði (NaOH) eða kalínhýdroxíði (KOH). Basinn rýfur estertengin milli glýserólsins og fitusýranna og fitusýrurnar tengjast síðan annaðhvort natríni eða kalíni og falla út úr lausninni. Sápur innihalda því glýseról, sölt af fitusýrum og vatn.

Einglýseríð er myndað úr einni glýserólsameind og einni fitusýru. Einglýseríð eru annað hvort 1-einglýseríð eða 2-einglýserið allt eftir því hvort fitursýran tengist hýdroxíðhópi á enda eða í miðju glýseróls.

Þegar tvær fitusýrur tengjast glýseróli myndast tvíglýserið. Ef fitusýrurnar eru eins geta myndast tvær gerðir af tvíglýseróli, þar sem fitusýrurnar sitja í stöðu 1 og 2 eða í stöðu 1 og 3. Ef fitusýrurnar eru ólíkar koma þrjú tvíglýseríð til greina.

Ein- og tvíglýseríð eru oftast unnin úr plöntu og dýraafurðum. Þar sem ein- og tvíglýseríð innihalda bæði fitusýrur og hýdroxíðhópa þá eru þau bæði vatns- og fituleysanleg. Ein- og tvíglýseríð eru þess vegna oft notuð sem viðbótarefni í matvæli þar sem þörf er á að blanda saman fitu og vatni og einnig til að auðvelda upptöku lyfja.

Ein-, tví- og þríglýseríð eru glýserólsameindir sem á sitja ein, tvær eða þrjár fitusýrur (táknaðar sem R1, R2 og R3)

Þríglýseríð eru mynduð úr einni glýserólsameind og þremur fitusýrum. Olíur og fitur úr jurta- og dýraríkinu innihalda þríglýserið og fitur í mannslíkamanum eru að mestum hluta á formi þríglýseríða. Matvæli sem við innbyrðum innihalda hlutfallslega mest af þríglýseríðum en til að auðvelda upptöku fitusýra í meltingarfærunum eru þríglýseríðin brotin niður í ein- og tvíglýseríð og fitusýrur. Eftir upptöku eru glýseról og fitusýrur aftur sameinuð í þríglýseríð og pökkuð í lípóprótín. Þríglýseríð gegna mikilvægu hlutverki í mannslíkamanum, meðal annars í efnaskiptum, flutningi fitu og orkubúskap.

Heimildir:
  • Lehninger Principles of Biochemistry, 4th edition, David L. Nelson, Michael M. Cox (2005), W. H. Freeman and Company, New York.
  • Nutrition, 2nd edition, Paul Insel, R. Elaine Turner, Don Ross (2004), Jones and Bartlett.

Myndir:

Höfundur

Ph.D. í eðlisefnafræði

Útgáfudagur

5.6.2014

Spyrjandi

Magnfreð Ingi

Tilvísun

Gunnar Widtefeldt Reginsson. „Hvað eru ein-, tví- og þríglýseríð?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2014, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59307.

Gunnar Widtefeldt Reginsson. (2014, 5. júní). Hvað eru ein-, tví- og þríglýseríð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59307

Gunnar Widtefeldt Reginsson. „Hvað eru ein-, tví- og þríglýseríð?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2014. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59307>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru ein-, tví- og þríglýseríð?
Glýseríð er efnasamband í flokki lípíða og er samsett úr glýseróli og fitusýrum. Glýseríð gegnir mikilvægu hlutverki bæði í lífverum og í matvæla- og efnaiðnaði.

Glýseról er keðja af þremur kolefnisatómum með þremur hýdroxíðhópum (OH) (sjá mynd 1). Glýseról getur tengst einni, tveimur eða þremur fitusýrum og myndað ein-, tví- eða þríglýseríð (sjá mynd 2). Karboxýlsýruhópurinn (COOH) á fitusýrunni og hýdroxíðhópurinn á glýserólinu mynda efnatengi sem nefnist estertengi.

Mynd 1. Glýserólsameindin er keðja af þremur kolefnum með þremur hýdroxíðhópum, einum á hverju kolefni.

Sápa er gott dæmi um notkun glýseríðs í efnaiðnaði. Einföldustu sápurnar eru búnar til með því að blanda saman þríglýseríði og sterkum basa, til dæmis natrínhýdroxíði (NaOH) eða kalínhýdroxíði (KOH). Basinn rýfur estertengin milli glýserólsins og fitusýranna og fitusýrurnar tengjast síðan annaðhvort natríni eða kalíni og falla út úr lausninni. Sápur innihalda því glýseról, sölt af fitusýrum og vatn.

Einglýseríð er myndað úr einni glýserólsameind og einni fitusýru. Einglýseríð eru annað hvort 1-einglýseríð eða 2-einglýserið allt eftir því hvort fitursýran tengist hýdroxíðhópi á enda eða í miðju glýseróls.

Þegar tvær fitusýrur tengjast glýseróli myndast tvíglýserið. Ef fitusýrurnar eru eins geta myndast tvær gerðir af tvíglýseróli, þar sem fitusýrurnar sitja í stöðu 1 og 2 eða í stöðu 1 og 3. Ef fitusýrurnar eru ólíkar koma þrjú tvíglýseríð til greina.

Ein- og tvíglýseríð eru oftast unnin úr plöntu og dýraafurðum. Þar sem ein- og tvíglýseríð innihalda bæði fitusýrur og hýdroxíðhópa þá eru þau bæði vatns- og fituleysanleg. Ein- og tvíglýseríð eru þess vegna oft notuð sem viðbótarefni í matvæli þar sem þörf er á að blanda saman fitu og vatni og einnig til að auðvelda upptöku lyfja.

Ein-, tví- og þríglýseríð eru glýserólsameindir sem á sitja ein, tvær eða þrjár fitusýrur (táknaðar sem R1, R2 og R3)

Þríglýseríð eru mynduð úr einni glýserólsameind og þremur fitusýrum. Olíur og fitur úr jurta- og dýraríkinu innihalda þríglýserið og fitur í mannslíkamanum eru að mestum hluta á formi þríglýseríða. Matvæli sem við innbyrðum innihalda hlutfallslega mest af þríglýseríðum en til að auðvelda upptöku fitusýra í meltingarfærunum eru þríglýseríðin brotin niður í ein- og tvíglýseríð og fitusýrur. Eftir upptöku eru glýseról og fitusýrur aftur sameinuð í þríglýseríð og pökkuð í lípóprótín. Þríglýseríð gegna mikilvægu hlutverki í mannslíkamanum, meðal annars í efnaskiptum, flutningi fitu og orkubúskap.

Heimildir:
  • Lehninger Principles of Biochemistry, 4th edition, David L. Nelson, Michael M. Cox (2005), W. H. Freeman and Company, New York.
  • Nutrition, 2nd edition, Paul Insel, R. Elaine Turner, Don Ross (2004), Jones and Bartlett.

Myndir:

...