Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju eru alltaf tíu pylsur í pakka en aðeins fimm brauð?

EDS

Það er ekki alls kostar rétt hjá spyrjanda að pylsur séu alltaf tíu saman í pakka því einnig er hægt að fá minni pakka sem innihalda aðeins fimm pylsur, alla vega frá sumum framleiðendum. Þar sem flestir borða saman eina pylsu og eitt pylsubrauð er því rökrétt að selja fimm brauð saman, en einn pakki af brauðum dugar fyrir þá sem ætla að borða einn lítinn pakka af pylsum en tveir brauðpakkar passa fyrir þá sem kaupa stóran pylsupakka. Ef það væru alltaf tíu brauð saman þá þyrfti fólk sem einungis kaupir sér lítinn pylsupakka að kaupa fleiri brauð en sem nemur fjölda pylsa í pakkanum.

Svo má benda á það að í sumum bakaríum er hægt að kaupa stök pylsubrauð og þá getur hver og einn fengið nákvæmlega jafn mörg brauð og honum sýnist en er ekki bundin af því að fá fimm brauð saman.



"Ein með öllu" er einn af vinsælli skyndibitum á Íslandi.

Tekið skal fram að það sem hér hefur verið sagt á við um Ísland en eins og fram kemur í fróðlegu svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Af hverju eru pylsur seldar 10 saman í pakka en pylsubrauð bara 8? eru pakkar af pylsum og pylsubrauðum gjarnan í öðrum stærðum erlendis. Þar er sum staðar hægt að fá pylsupakka sem innihalda sex, átta, tíu eða jafnvel tólf pylsur. Ekki er alveg jafn mikið úrval af pakkastærðum þegar kemur að pylsubrauðum því í lauslegri athugun sem höfundur þessa svars gerði í matvöruverslun í Kanada kom í ljós að brauðin voru ýmist seld átta eða tólf saman.

Mynd: Frequently Asked Questions about Iceland. Sótt 1.9.2011.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.5.2006

Spyrjandi

Berta Ólafsdóttir, f. 1991

Tilvísun

EDS. „Af hverju eru alltaf tíu pylsur í pakka en aðeins fimm brauð?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5940.

EDS. (2006, 18. maí). Af hverju eru alltaf tíu pylsur í pakka en aðeins fimm brauð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5940

EDS. „Af hverju eru alltaf tíu pylsur í pakka en aðeins fimm brauð?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5940>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru alltaf tíu pylsur í pakka en aðeins fimm brauð?
Það er ekki alls kostar rétt hjá spyrjanda að pylsur séu alltaf tíu saman í pakka því einnig er hægt að fá minni pakka sem innihalda aðeins fimm pylsur, alla vega frá sumum framleiðendum. Þar sem flestir borða saman eina pylsu og eitt pylsubrauð er því rökrétt að selja fimm brauð saman, en einn pakki af brauðum dugar fyrir þá sem ætla að borða einn lítinn pakka af pylsum en tveir brauðpakkar passa fyrir þá sem kaupa stóran pylsupakka. Ef það væru alltaf tíu brauð saman þá þyrfti fólk sem einungis kaupir sér lítinn pylsupakka að kaupa fleiri brauð en sem nemur fjölda pylsa í pakkanum.

Svo má benda á það að í sumum bakaríum er hægt að kaupa stök pylsubrauð og þá getur hver og einn fengið nákvæmlega jafn mörg brauð og honum sýnist en er ekki bundin af því að fá fimm brauð saman.



"Ein með öllu" er einn af vinsælli skyndibitum á Íslandi.

Tekið skal fram að það sem hér hefur verið sagt á við um Ísland en eins og fram kemur í fróðlegu svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Af hverju eru pylsur seldar 10 saman í pakka en pylsubrauð bara 8? eru pakkar af pylsum og pylsubrauðum gjarnan í öðrum stærðum erlendis. Þar er sum staðar hægt að fá pylsupakka sem innihalda sex, átta, tíu eða jafnvel tólf pylsur. Ekki er alveg jafn mikið úrval af pakkastærðum þegar kemur að pylsubrauðum því í lauslegri athugun sem höfundur þessa svars gerði í matvöruverslun í Kanada kom í ljós að brauðin voru ýmist seld átta eða tólf saman.

Mynd: Frequently Asked Questions about Iceland. Sótt 1.9.2011....