Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Það snjóar á Íslandi á veturna vegna þess að þar er oft kalt og rakt í háloftunum og rakinn sem þéttist verður að snjó. Einnig er þá nógu kalt niðri við jörð til þess að snjórinn bráðnar ekki á leiðinni niður.

Til að snjór verði til í háloftunum þarf tvennt: Kulda og raka í loftinu. Hér á Íslandi er báðum þessum skilyrðum oft fullnægt á veturna (og einstaka sinnum á sumrin, til dæmis á fjöllum). Í ýmsum löndum sem liggja nær miðbaug og þar sem vetur eru mildari snjóar hins vegar sjaldan. Við þurfum ekki að fara lengra en til Bretlands til að það eigi við á láglendi, en þar er úthafsloftslag eins og hér þannig að lítill munur er á sumri og vetri og vetur eru mildir.

Raunar hefur hitinn niðri við jörð líka áhrif á það hvort raki sem þéttist í háloftunum sem snjór fellur til jarðar sem snjór, slydda eða rigningi. Á fjöllum er kaldara en á láglendi og þess vegna eru meiri líkur á að þar falli snjór og eins bráðnar hann síður þar. Þess vegna er snjór í Esjunni þegar þetta er skrifað þó að langt sé liðið síðan snjór var á láglendinu í kring.

Fróðlegt er að bera saman snjóalög á Norðurlandi og Suðurlandi. Á Norðurlandi er norðanáttin yfirleitt bæði köld og rök og því miklar líkur á að henni fylgi snjókoma á vetrum. Á Suðurlandi er norðanáttin að vísu oftast köld en hins vegar þurr og þess vegna minni líkur á snjókomu með henni. Sunnanáttin er á hinn bóginn rök en um leið hlý sem dregur úr líkum á snjókomu með henni. Það er þess vegna engin furða að oft er mikill munur á snjóalögum á útmánuðum norðan lands og sunnan.

Nánar má lesa um snjó og úrkomu í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

19.5.2006

Spyrjandi

Eydís Ólafsdóttir, f. 1993

Efnisorð

Tilvísun

ÞV. „Af hverju snjóar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2006, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5950.

ÞV. (2006, 19. maí). Af hverju snjóar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5950

ÞV. „Af hverju snjóar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2006. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5950>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju snjóar á Íslandi?
Það snjóar á Íslandi á veturna vegna þess að þar er oft kalt og rakt í háloftunum og rakinn sem þéttist verður að snjó. Einnig er þá nógu kalt niðri við jörð til þess að snjórinn bráðnar ekki á leiðinni niður.

Til að snjór verði til í háloftunum þarf tvennt: Kulda og raka í loftinu. Hér á Íslandi er báðum þessum skilyrðum oft fullnægt á veturna (og einstaka sinnum á sumrin, til dæmis á fjöllum). Í ýmsum löndum sem liggja nær miðbaug og þar sem vetur eru mildari snjóar hins vegar sjaldan. Við þurfum ekki að fara lengra en til Bretlands til að það eigi við á láglendi, en þar er úthafsloftslag eins og hér þannig að lítill munur er á sumri og vetri og vetur eru mildir.

Raunar hefur hitinn niðri við jörð líka áhrif á það hvort raki sem þéttist í háloftunum sem snjór fellur til jarðar sem snjór, slydda eða rigningi. Á fjöllum er kaldara en á láglendi og þess vegna eru meiri líkur á að þar falli snjór og eins bráðnar hann síður þar. Þess vegna er snjór í Esjunni þegar þetta er skrifað þó að langt sé liðið síðan snjór var á láglendinu í kring.

Fróðlegt er að bera saman snjóalög á Norðurlandi og Suðurlandi. Á Norðurlandi er norðanáttin yfirleitt bæði köld og rök og því miklar líkur á að henni fylgi snjókoma á vetrum. Á Suðurlandi er norðanáttin að vísu oftast köld en hins vegar þurr og þess vegna minni líkur á snjókomu með henni. Sunnanáttin er á hinn bóginn rök en um leið hlý sem dregur úr líkum á snjókomu með henni. Það er þess vegna engin furða að oft er mikill munur á snjóalögum á útmánuðum norðan lands og sunnan.

Nánar má lesa um snjó og úrkomu í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:...