Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því leyti frekar gagnslítil þó að auðvitað sé gaman að velta henni fyrir sér.

Hitt er annað mál að vísindamenn gera sér á hverjum tíma hugmyndir eða líkön um alheiminn og ýmislegt sem honum tengist, tilurð hans og þróun. Þessar hugmyndir þróast um leið og þekkingunni fleygir fram. Á síðustu árum eru menn meðal annars að velta fyrir sér líkönum sem fela í sér að nýir alheimar séu sífellt að verða til og aðrir að hverfa. En það verður sem sagt þrautin þyngri að sýna fram þá þetta með beinum og óyggjandi hætti.

Um alheiminn og tilurð hans má lesa nánar í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Frekara lesefni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

19.5.2006

Spyrjandi

Viktor Jónsson, f. 1993

Tilvísun

ÞV. „Eru til aðrir alheimar?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2006, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5953.

ÞV. (2006, 19. maí). Eru til aðrir alheimar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5953

ÞV. „Eru til aðrir alheimar?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2006. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5953>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til aðrir alheimar?
Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því leyti frekar gagnslítil þó að auðvitað sé gaman að velta henni fyrir sér.

Hitt er annað mál að vísindamenn gera sér á hverjum tíma hugmyndir eða líkön um alheiminn og ýmislegt sem honum tengist, tilurð hans og þróun. Þessar hugmyndir þróast um leið og þekkingunni fleygir fram. Á síðustu árum eru menn meðal annars að velta fyrir sér líkönum sem fela í sér að nýir alheimar séu sífellt að verða til og aðrir að hverfa. En það verður sem sagt þrautin þyngri að sýna fram þá þetta með beinum og óyggjandi hætti.

Um alheiminn og tilurð hans má lesa nánar í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Frekara lesefni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....